Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 3
Nú skín sólin hátt á lofti, hápunktur íslensks sumarser í nánd og skemmtigöngur upp og niður Lauga- veginn eru því tíðari heldur en að vetri til. Með öðrum orðum hittir maður miklu fleiri einstaklinga nú heldur en þegar maður hírist inni á veturna. Því ber að ýmsu leyti að fagna, enda flestir í góðu skapi þegar vel viðrar og það að hitta gott fólk er gaman. Hins vegar á þetta sér fylgifisk sem oftar en ekki er vandamál. Hið mikla vandamál felst í þeim einföldu vangaveltum, hverjum á maður að heilsa og hverjum ekki? Það kannast allir við það að mæta manneskju útiá götu og vita ekki hvort segja eigi „hæ“ eða ekki. Þá fara jafnvel af stað taugaveiklunarlegar hugsanir eins og; ætli hann muni eftir mér? Ætli honum þætti kjánalegt ef ég heilsaði honum? Þegar þessi staða kemur upp er ýmsum aðferðumbeitt. Stundum þykir öruggast að stara beint áfram, strunsa framhjá einstaklingnum og láta sem maður sjái ekki viðkomandi. Í öðrum tilfellum er ákveðin höfuðhreyfing sem kölluð er nikk látin nægja. Aðrir einfaldlega brosa sínu breiðasta til þess sem þeir mæta. Það er þó vandmeðfarin aðferð sem ekki hæfir öllum. Þessar þrjár aðferðir eiga það sameiginlegt að sé staðan sú, að einstaklingurinn sem maður mætir ætlaði sér að heilsa manni almennilega, þá koma þær hálffeimnislega út. Vissulega er hér um að ræða algert lúxusvanda-mál en þó vandamál sem allir kannast við. Flestir hafa eflaust velt sér upp úr hvort þeir hefðu átt að heilsa þessum eða hvers vegna þessi heilsaði honum ekki yfir höfuð. Vafalaust er fátt við þessu öllu saman að gera, nema ef teknar væru upp einhverjar almennar reglur eða ef einfaldlega allir heilsuðu öllum með einum eða öðrum hætti úti á götu, en þangað til lifir þessi agnarlitli hausverkur góðu lífi í höfðum landsmanna. Í MUNNINN Það er sígildur siður að fara í ísbíltúr síðla kvölds hvort sem það er með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi. Sennilega borðar maður aldrei jafnmikinn ís og á sumrin. Ísbúðin í Garðabæ tekur ísbíltúrinn í nýjar hæðir með því að framlengja opnunartíma sinn til kl. 2:00 um nótt í allt sumar. Fyrir vikið býður það upp á góðan sólsetursbíl- túr með ís í hendi. Á FLAKKARANUM Ævintýraþættirnir Game of Thrones slógu í gegn vestanhafs í vor og eru farnir að skapa ansi mikið umtal hér- lendis einnig. Hér eru á ferð- inni þættir með Lord of the Rings-fíling en í aðalhlutverkinu er einmitt Sean Bean sem lék Boromir í þeim þríleik. Þess má geta að þættirnir eru með 9,5 í einkunn á imdb.com. Í BÆNUM Ef þú hefur gaman af fánýtum fróðleik þá er pub quiz á Faktorý kjörinn vettvangur fyrir þig. Barinn stendur fyrir keppninni aðra hverja viku og fer næsta keppni fram miðvikudaginn 29. júní. Keppnin er á léttum nótum og það skemmtilega er að ekki er eingöngu verðlaunað fyrir 1. sæti heldur eru einnig veitt ýmis aukaverðlaun svo sem fæstir fari tómhentir heim. 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu Hljómsveitin Sykur segir frá sumaráformum sínum og einkaritara. Anna Jia hefur komið 11 sinnum til Kína og dreymir um að verða Pocahontas. Hverjir spila hvar á flottustu tónlistarhátíðum Evrópu í sumar? 12 Hugleikur Dagsson teiknaði mynd sem lýsir persónuleika hans í Loka- prófinu. Stíllinn skoðar heitustu sumar- hárgreiðslurnar hjá Geira pönk. 16 10 Aðfaranótt 24. júní, betur þekkt sem Jónsmessunótt, er um að gera að bruna út í sveit með upptökutæki og taka upp eitthvað spjall við talandi belju. Andri Freyr Viðarsson, útvarpsmaður, er á ferðalagi um landið í fylgd Tómasar sem er bolabítur. Tilefni ferðalagsins er gerð sjónvarpsþátta sem hefja göngu sína í júlí. Auðunn Blöndal Er ég sá eini á klakanum sem mundi mikklu frekar vilja fara á Nýdönsk í kvöld ??? 18. júní kl. 23:30 Skúli Jón Friðgeirsson kominn heim úr mikilli frægð- arför fyrir mig persónulega til Danmerkur 20. júní kl. 4:31 Efst í huga Monitor Er nóg að nikka? 6 22 „Þátturinn gengur út á það að ég er að ferðast hringinn í kringum landið á gömlum húsbíl með félaga mínum, honum Tómasi, sem er bolabítur. Hann er ótrúlega góður félagsskapur. Ég er að kynnast fólki og kynna þjóðina fyrir hópum fólks sem hún hafði ekki hugmynd um að væru til. Svo er ég að skoða ýmislegt sem þjóðin hefur kannski ekki séð og sér í lagi ég, maður er vanur að bruna alltaf í gegnum allt. Við erum hins vegar að staldra við og grafa upp „orginala“,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður sem geysist um þessar mundir eftir þjóðvegum landsins við tökur á þættinum Andri á flandri. „Ég var með þessa hugmynd og svo kom Kristófer Dignus pródúsent með sömu hugmynd og þetta fór að rúlla. Þetta bara átti að gerast,“ segir hann. „Það má kannski segja að þetta séu Stiklur minnar kynslóðar en ég verð enginn næsti Ómar Ragnarsson. Maður lærði nú samt margt af meistaranum þegar maður ferðaðist með honum í fyrra.“ Húsbíllinn Litli kútur Þátturinn hefur göngu sína í Sjónvarpinu í júlí og biður Andri fólk um að bíða spennt. „Ég vona jafnframt að hann eigi eftir að gleðja landann. Það er allavega búið að gleðja mig að gera þetta. Flest sem við höfum lent í hefur eiginlega verið óvænt. Við hittum aldraða skyttu á Eskifirði og hann fór með mig á skotsvæði þar sem við skutum dollur með haglaskammbyssu, eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Svo hittum við konu á Vík í Mýrdal sem er ekki kattakonan heldur svona „lambakonan“. Hún er með hrút í bandi og alltaf með hjörð af litlum lömbum sem elta hana út um allt. Þetta eru vinir hennar, hún leikur við þau úti á túni og við tókum smá leik með henni. Síðan hittum við mesta töffara sem ég hef hitt á bíladögum á Akureyri. Það er náungi sem vann Burnout-keppnina og hann tók smá „drift“ fyrir okkur. Svo tók ég húsbílinn og tók smá snúning á drift-brautinni. Húsbíllinn heitir reyndar Litli kútur.“ Vikan á... Emmsjé Gauti Gaman að sjá sjálfann sig í zebra buxum í hillunum í Skífunni... vel gert ég 21. júní kl. 21:19 Hitti lambakonuna Óli Geir ef ég er ekki vakinn þá sef ég of lengi...svo vakna ég bara núna með batteríslausan síma þannig vekjarinn minn virkaði ekki, lít útum gluggann, sé þetta veður og verð reiður aaaaaaaaaaaaaa meiri kallinn 22. júní kl. 16:38 Monitor mælir með HVER VEIT NEMA AÐ ANDRI FARI NÆST Í KRINGUM HNÖTTINN? ANDRI ER GÓÐUR VIÐ MENN OG DÝR LANDSINS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.