Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Glingraður, framandi, fjölbreyttur, stutthærður og 60´s. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég get ekki sagt að ég eigi neinn uppáhaldshönnuð þar sem ég hef oft ekki hugmynd um hver hannaði flíkurnar sem ég geng í, eins vandræðalegt og það er. Ég elska Urban Outfitters, Topshop og American Apparel en svo er auðvitað alltaf gaman að lenda á skemmtilegum mörkuðum eða í litlum hönnunarbúðum sem selja einstakar flíkur. Ég fór til dæmis í mjög skemmtilega búð í Amsterdam þar sem kona í bakherberginu saumaði flíkurnar sjálf, ótrúlega kúl! Mamma mín er líka snillingur í að sauma og hún saumar oft kjóla fyrir mig. Hversu mörg skópör átt þú? Eftir að hafa talið öll sem ég kom auga á eru þau í kringum 30, bæði hælar og lágbotna. Ég elska dömulega drengjaskó alveg jafn mikið og háa hæla. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég hef lengi vel pælt í þessu þar sem mig langar alveg í tattú. Einu sinni fékk ég mér hennatattú sem var fugl aftan á úlnliðnum eins og Sienna Miller er með. Svo stal frænka mín hugmyndinni minni og fékk sér alvöru þannig. Annars myndi mig smá langa í texta úr ljóði eftir Einar Benediktsson; „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt“ á herðablaðið eða eitthvað. Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir sumarið? Sumarkjóll í fallegum lit. Mér finnst allt litríkt vera ómissandi um sumar en samt alls ekki æpandi neongleði. Mér finnst það alveg skelfilegt. Svo er líka ómissandi að eiga fallegan jakka sem heldur á manni hita á sumarkvöldum. Dóra Júlía Agnarsdóttir er 18 ára danskennari og mennta- skólanemi sem er með einstaklega fallegan smekk. Stíllinn fékk að forvitnast um hennar persónulega stíl. fataskápurinn BESTA Rauður leðurjakki með kögri sem ég keypti í Kolaportinu. Ég gjörsamlega elska að klæðast honum, helst á sumrin þegar veður leyfir. Hann er frekar fönkí flík svo að það passar best að vera í frekar látlausum fötum við. DÝRASTA Burberry-kápa. Nota hana þegar það er gott veður og mig langar að vera rosa fín. Það er mjög gaman að klæðast henni þegar maður er í stórborg eins og til dæmis París eða New York og vill vera sjúklega chic. ELSTA Fiskabuxurnar sem mamma keypti þegar hún var ung í Feneyjum og gaf mér svo áratugum seinna. Þær eru sjúklega skemmtilegar og mjög gaman að klæðast þeim í skólanum. Þær lífga upp á skammdegið á veturna. NÝJASTA Blár blúndusumarkjóll sem mamma var að gefa mér í síðustu viku. Hann er keyptur í Topshop og ég er alveg ótrúlega ánægð með hann. Ég get bæði notað hann þegar ég djamma og líka ef ég vil vera fín þegar ég labba niður í bæ eða eitthvað svoleiðis. SKRÍTNASTA Það eru líklega klofhá rúskinnsstígvél sem ég keypti á Portobello Road í Lond- on þegar ég var 15 ára. Portobello er risastór útimarkaður þar sem alls konar eldri listaspírur selja af sér spjarirnar og þar er svo sannarlega hægt að rekast á skrítnar og skemmtilegar flíkur. Þó að ég hafi bara notað þau einu sinni er mjög gaman að eiga þau. Maður veit aldrei hvenær þau koma að gagni. Litríkar flíkur ómissandi í sumar FLOTTASTA Jakki úr Karen Millen. Mér finnst hann svo Jacky Kennedy-legur og maður virkar mjög virðulegur í honum sem er alltaf mjög gaman. Ég nota hann við fín tilefni, veislur og fín matarboð. ÞÆGILEGASTA Munstraður sloppur sem ég erfði frá afa mínum. Hann hafði ótrúlega fágaðan og glæsilegan smekk og þessi sloppur er bæði fallegur og ótrúlega kósý. Ég nota hann helst þegar ég kem úr sturtunni eða pottinum. Því miður get ég lítið farið út á almannafæri í honum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.