Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 23.06.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Cameron Diaz Hæð: 175 sentímetrar. Besta hlutverk: Mary í There‘s Something About Mary. Staðreynd: Hefur nefbrotnað fjórum sinnum. Eitruð tilvitnun: „Ég ólst upp með strákum og er ábyggilega með meira testósterón en flestar konur.“ 1972Fæðist þann 30.ágúst í San Diego í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna. 1988Fór að heiman ogeyddi næstu fimm árum lífs síns um allan heim. Á þessum tíma bjó Cameron meðal annars í Japan, Ástralíu, Mexíkó, Marokkó og París. 1993Sneri aftur til Kali-forníu og byrjaði að vinna sem módel ásamt því að fara öðru hverju í prufur fyrir hin ýmsu hlutverk. 1994Fékk fyrsta kvik-myndahlutverkið sitt í kvikmyndinni The Mask þar sem hún fór með aðalkvenhlut- verkið þrátt fyrir að hafa enga reynslu af leiklist. 1995Byrjaði með leikar-anum Matt Dillon. 1997Vakti mikla athyglifyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni My Best Friend‘s Wedding, sérstaklega fyrir skemmtilegan karókísöng sinn í myndinni. 1998Sló rækilega í gegní Hollywood fyrir titilhlutverkið í grínmyndinni There‘s Something About Mary. Sama ár hætti hún með meðleikara sínum í myndinni, Matt Dillon. 1999Byrjaði með leikar-anum Jared Leto. 2001Talsetti Fíónuprinsessu í fyrstu myndinni um tröllið Shrek. Talsetningin vakti mikla lukku og er eitt þekktasta hlutverk Cameron. 2003Hætti með JaredLeto og byrjaði skömmu seinna með söngvaran- um Justin Timberlake. Þau hættu saman þremur árum seinna. 2010Byrjaði meðhafnaboltaleik- manninum Alex Rodriguez. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar Cameron Diaz og Justin Timberlake voru eitt sinn heitasta stjörnupar Hollywood og leika nú saman í Bad Teacher. Popp- korn Megan Fox er í ónáðinni þessa dagana hjá Steven Spielberg og félögum eftir að hafa hætt í Transformers batteríinu en það er enn fólk sem vill vinna með henni í Hollywood. Sasha Baron Cohen hefur fengið Fox til liðs við sig fyrir kvikmyndina The Dictator. Ekki er vitað hvort Fox muni leika sjálfa sig eins og Pamela Anderson gerði eftirminnilega í Borat. Jennifer Lopez hefur vakið mikla lukku sem dómari í American Idol að undanförnu en virðist nú ætla að snúa aftur á hvíta tjaldið. Söng- og leikkonan er nú í viðræðum varðandi hlutverk í kvikmyndinni Parker þar sem harðjaxlinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverkið. Spennandi verður að sjá hvort þessi mynd nái meiri vinsældum en fyrri kvikmyndir Lopez sem hafa nær allar floppað. Hjartaknúsarinn Penn Badgley sem flestir þekkja úr þáttunum Gossip Girl mun leika tónlistarmanninn Jeff Buckley í kvikmyndinni Greetings From Tim Buckley sem segir sanna sögu Buckley- feðganna. Badgley er að eigin sögn virkilega ánægður með að hafa landað svo goðsagnakenndu hlutverki og í nýlegu viðtali sagðist hann munu gefa allt í frammistöðuna. Nýjasta mynd Woody Allen mun gerast í Róm og hefur fengið nafnið The Bop Decameron. Allen gaf nýlega út fréttayfir- lýsingu um að hann hyggist sjálfur taka að sér eitt hlutverk í myndinni og fagna aðdáendur hans mjög þeim fréttum. Fleiri leikarar í myndinni verða ma. þau Alec Baldwin, Penelope Cruz, Roberto Benigni og Ellen Page. Dómsmál kvikmyndaris- ans Warner Bros. og húðflúrararns S. Victor Whitmill hefur verið látið niður falla eftir að aðilarnir komust að samkomulagi utan réttarsal- arins. Whitmill húðflúraði andlit Mike Tyson á sínum tíma og kærði Warner Bros. vegna meints stuldar þeirra á listaverki hans í kvikmyndinni The Hangover: Part II. Bad Teacher FYRRUM STJÖRNUPARIÐ Í HLUTVERKUM KENNARA Leikstjóri: Jake Kasdan. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Jason Segel og Justin Timberlake. Lengd: 92 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri. Elizabeth (Cameron Diaz) er orðljótur, miskunnarlaus og endalaust óviðeigandi kennari. Hún drekkur, reykir gras og getur ekki beðið eftir að giftast góðum manni svo hún geti hætt að vinna fyrir fullt og allt. Þegar kærastinn hættir óvænt með henni mótar hún nýja hernaðaráætlun og ákveður að reyna að táldraga ríkan og myndarleg- an tónlistarkennara (Justin Timberlake). Hún fær þó samkeppni frá kollega sínum, Amy, og þarf á sama tíma að verjast ágengum leikfimikennara sem reynir í sífellu við hana. Super 8 fjallar um hóp ungra krakka sem verður vitni að lestarslysi og síðar kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Hér er á ferðinni Hollywood-mynd eins og þær gerast bestar og ég var ferlega ánægður með hana. Krakkahópurinn er sérstaklega skemmtilegur og leikstjórinn J.J. Abrams stendur sig vel í að ná fram því besta úr þeim hópi. Tónlistin er sömuleiðis hrikalega flott hjá hinum magnaða Michael Giacchino og tæknibrellurnar sömuleiðis. Þrátt fyrir að tónlistin og tækni- brellurnar séu fyrirferðarmiklar þá gleymir Abrams samt aldrei að huga að innihaldinu og sögunni sjálfri sem er bæði góð og hjartnæm. Myndin minnir óneitanlega á Spielberg á sínum yngri árum og er augljóst undir hvaða áhrifum Abrams var þegar hann gerði hana. Spielberg hefur þó örugglega fengið að hafa puttana í framleiðslunni þar sem hann er einn af aðalframleiðendum myndarinnar. Það er alltaf gaman að sjá þegar það skín í gegn hvað allir aðstandendur myndarinn- ar hafa gaman af kvikmyndagerð og að skemmta fólki. Útkoman er þá yfirleitt sú að áhorfendur skemmta sér vel og sú er einmitt raunin hér. Kristján Sturla Bjarnason Stórgóð skemmtun Super 8 K V I K M Y N D Format: PC, PS3, Xbox 360 PEGI: 16+ Gerð: Skotleikur BRINK TÖ LV U L E I K U R Ef menn hafa einhvern tímann beðið illa sveittir með hina klassísku önd í hálsinum, þá er það eftir leiknum Brink sem var að koma út. Framleiðendur leiksins, Bethesda, hafa nokkuð flekklausan feril og mikill metnaður hefur verið lagður í þetta verkefni. Leikurinn gerist í borginni The Ark, en hún var gerð til að bjarga fólki frá flóðum sem hægt og rólega eru að drekkja jörðinni og íbúum hennar. Í upphafi leiksins fá spilarar tækifæri til að velja hvort þeir vilja spila sem lögreglan sem vill stýra Örkinni með harðri hendi eða sem uppreisnarmenn sem vilja berjast fyrir rétti mannkynsins. Þetta val hefur svo sem ekki mikil áhrif, því leikmenn geta spilað báðar hliðar sögunnar og er ekki mikill munur á vopnum og græjum. Leikmenn geta útbúið sínar eigin persónur með mikilli fjölbreytni og eru nánast endalausir möguleikar í uppsetningu vopna, en þetta gerir það að verkum að leikmenn geta klæðskera- saumað leikinn að sínum þörfum. Metnaðarfullt en gengur ekki alveg upp Brink er fyrstu persónu skotleikur sem gerist á lokuð- um svæðum þar sem löggan og uppreisnarseggirnir berjast. Í hverri lotu þarf að leysa ákveðið verkefni og þurfa leikmenn að vera með rétta eiginleika og hlutverk til að leysa þau. Hægt er að velja um fjögur hlutverk og fylgir hverju þeirra ákveðin hæfni, vopn og græjur. Hægt er að spila í gegnum söguþráðinn einn og sér eða í coop með öðrum og svo er hægt að fara á netið og taka þar þátt í grjóthörðum bardögum. Umhverfi leiksins er mjög gagnvirkt og geta leik- menn prílað upp um allt með einföldum hætti sem hleypir góðu flæði í spilunina. Grafíkin í leiknum er fín, nettur teiknimyndastíll sem virkar vel. Hljóð og talsetning eru í meðallagi. Brink er leikur sem er greinilega gerður með miklum metnaði, en því miður virðist ekki allt ganga upp og vantar meira jafnvægi í spilun leiksins. Nú er bara að vona að Bethesda-menn séu með nokkra plástra (patch) í handraðanum sem þeir nota til að kyssa á bágtið með tímanum og geri Brink ennþá betri. Ólafur Þór Jóelsson Örkin hans Brink Mr. Popper‘s Penguins Leikstjóri: Mark Waters. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Carla Gugino og Angela Lansbury. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Egilshöll og Borgarbíó Akureyri. Beastly Leikstjóri: Daniel Barnz. Aðalhlutverk: Vanessa Hudgens, Alex Pettyfer, Mary-Kate Olsen og Neil Patrick Harris. Aldurstakmark: 10 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Kringlunni og Álfabakka.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.