Monitor - 30.06.2011, Síða 4

Monitor - 30.06.2011, Síða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 ELDRI KONUR ELSKA TEKNÓ Hverjir eru strákarnir á bak við Captain Fufanu? Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson og Guðlaugur Halldór Einarsson. Við kynntumst á listnáms- brautinni í Borgarholtsskóla. Við vorum báðir að klára þá braut í vor. Gulli er úr Hlíðunum og bjó í Þorlákshöfn þar til hann flutti í bæinn síðasta sumar. Hrafnkell er úr Vesturbænum en flutti seinna meir í Grafarvoginn þar sem hann býr nú. Hvaða lag með Captain Fufanu á fólk að hlusta á ef það þekkir ekki bandið? Það væri örugglega lagið Unkind og kannski líka remix sem við gerðum af Oculus, Be Forever heitir það. Þau má finna á soundcloud.com/captainfufanu. Það er voða mikil saga á bak við lagið Unkind, hitt er svona meira í þeim dúr sem við spilum þegar við erum að spila á sviði. Hvernig er að starfa bara tveir saman í hljóm- sveit? Rífist þið? Við náum voða vel saman, eigum mjög einfalt með að skapa saman og tjá okkur í gegnum tónlistina. Það er sennilega einfaldara að deila þegar við erum tveir, þá er miklu einfaldara að tala hinn aðilann til. Við rífumst ekki neitt. Hangið þið mikið saman fyrir utan tónlistar- samstarfið? Já, þetta er miklu meira en bara hljómsveit. Það má kalla okkur Fufanu-bræðurna. Það virðist vera sem það sé líklegt til árangurs að vera dúettar í raftónlist, samanber Daft Punk, Justice og Chemical Brothers. Eru þetta fyrirmyndir Captain Fufanu? Nei, ekki beint. Það er samt alveg rétt að þessar hljómsveitir og til dæmis Booka Shade og „instrumental“-hlutinn af Gusgus, þetta eru allt dúettar. Ég veit samt ekki, þetta virðist bara allt virka býsna vel sem dúettar. Þið voruð úti í Þýskalandi á dögunum. Hvernig kom það til? Við spiluðum með plötusnúð sem heitir Shumi Okinawa árið 2009 og síðan aftur á Airwaves 2010. Helgina eftir Airwaves þá spiluðum við með honum á Insomnia-hátíðinni í Noregi. Á þessum tíma mynduðum við góð vinatengsl við hann og kunnum virkilega vel að meta tónlistina hans og öfugt. Úti í Noregi stakk hann upp á því að hann kæmi okkur að á hátíð í Köln, C/O Pop. Síðan varð það bara að veruleika. Hvernig var Köln að fara með ykkur? Það er svo miklu meira skemmtanalíf þarna heldur en í Reykjavík. Þarna er stuð alla daga. Við fórum í bæinn á miðvikudegi og það var alveg æðisleg tónlist alls staðar. Það voru bara allir dansandi við hana og allir skildu tónlistina einhvern veginn. Það voru til dæmis eldri konur þarna að dansa sem elskuðu teknótónlist. Síðan stigmagn- aðist þetta bara dag frá degi, þetta hætti ekkert. Kemur til greina að þið reynið fyrir ykkur af alvöru á Þýskalandsmarkaði? Já, það held ég. Við erum allavega báðir ótrúlega hrifnir af Köln núna og langar að fara þangað aftur. Mynduð þið þá kalla ykkur Führer Fufanu? Ja, ætli maður þyrfti ekki aðeins að íhuga það. M yn d/ Al la n HRAÐASPURNINGAR Hvort mynduð þið frekar vilja gefa út lag sem innihéldi saxófónsóló frá Bill Clinton eða rappkafla frá Barack Obama? Saxafónsóló frá Bill Clinton. Hvort mynduð þið frekar vilja fá að spila á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Ísland eða Karlakórnum Fóstbræður? Karlakórnum. Hvort mynduð þið frekar „covera“ Fjöllin hafa vakað eða Garden Party? Garden Party, það væri erfitt að betrumbæta coverið af Fjöllin hafa vakað sem færeyska ofurmennið gerði. Hvort mynduð þið frekar vilja stíga á svið með Emmsjé Gauta eða Júlí Heiðari? Júlla. Hvort mynduð þið frekar vilja spila á MELT!-hátíðinni eða fá að semja tónlistina fyrir Hollywood-mynd? Það fer eftir því hverjir myndu leika í myndinni. Sykur Captain Fufanu ByPass MONITOR OG TUBOR G KYNNA: SVÍNARÍ Á FAKTORÝ FÖSTUDA GSKVÖLD IÐ 1. JÚLÍ #4 SJÁÐU CAPTAIN FUFANU Á FAKTORÝ FÖSTUDAGINN 1. JÚLÍ! Í KÖLN Rafdúettinn Captain Fufa nu hefur verið iðinn við að troða upp frá sínu f yrsta giggi árið 2008. Félagarnir spiluðu nýlega á hátíð í Köln sem þeir kalla fæðingarstað te knótónlistar.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.