Monitor - 30.06.2011, Side 8

Monitor - 30.06.2011, Side 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Leikurinn Pogs var geysivinsæll hér á landi í lok tíunda áratugarins enda virkilega sniðugur leikur hér á ferð. Uppruni pogsins, eða poxins eins og það var yfirleitt kallað hér á landi, er rakinn til Hawaii og hefur verið spilaður af börnum þar frá upphafi 20. aldar. Hvað eru pogs? Litlar hringlaga þykkar pappírsskífur með myndum á. Þær flottustu eru með glanshúð utan um og til þess að spila pogs þarf líka að eiga eina sleggju. Hvað eru sleggjur? Sleggjurnar eru notaðar til að spila leikinn. Þær eru úr plasti eða málmi og eru þyngri en pogsin. Poison–sleggj- urnar voru það allra heitasta þegar pogsið yfirtók ungmenni Íslands. Margar þeirra voru með mjög töff myndum af hauskúpum á. Hvernig spilar maður pogs? Hægt er að spila leikinn á marga vegu en hér eru nokkrar grunnreglur sem eru sameiginlegar með flestum útgáfum leiksins. 1. Allir leikmenn setja jafnmörg pogs í stafla í miðjuna. Pogsin snúa niður. 2. Leikmenn skiptast á að slá á bunkann með sleggjunni sinni svo hann tvístrist. Þau pogs sem snúast við fær leikmaðurinn að eiga. 3. Þau pogs sem snerust ekki við eru sett aftur í stafla og næsti gerir. „Gotta catch‘ em all!“ Japaninn Satoshi Tajiri átti hugmyndina að tölvuleiknum Pokémon sem Nintendo framleiddi fyrir Gameboy árið 1996. Nafnið Pokémon er smíðað úr japönsku orðunum yfir vasaskrímsli, Poketto Monsuta. Leikurinn sló rækilega í gegn og fljótlega var hafin framleiðsla á allskonar vörum tengdum leiknum og persónum hans eins og til dæmis teiknimyndir, teiknimynda- blöð og auðvitað spilin frægu sem gerðu allt vitlaust hér á landi í kringum árið 2000. Flestir, ef ekki allir, sem voru á aldrinum 6-14 ára árið 2000 áttu eða söfnuðu Pokémon í stórum stíl. Algengast var að krakkar skiptust á spilum en margir spiluðu einnig Pokémon-spilið sjálft til að eignast fleiri spil. Á hverju Pokémon-spili er mynd af persónunni sem það heitir eftir, styrkleikar hennar listaðir upp og stig hennar. Til eru tvær gerðir af flestum Pokémon-persónum, venjuleg og þróaðri. Sumar Pokémon-persónur hafa einnig þriðju útgáfuna sem er einskonar barnapokémon, frumstigið. Til dæmis er Charmander frumstig persónunnar Charmeleon sem seinna þróast í Charizard sem er öflugastur þeirra þriggja. POGS „Áttu poison–sleggju?“ BANN Í SKÓLUM Eftir að pogsæðið hófst á Íslandi fóru krakkar að safna pogsum í stórum stíl og tóku staukana oftar en ekki með sér í skólann til að pogsa í frímínútum. Skólayfirvöld- um fannst pogsið trufla nemendur mikið og jafnvel vera einskonar fjárhættuspil þar sem spilað væri upp á pogs í hverjum leik. Á endanum var pogsið bannað í skólum hér á landi, sem og til dæmis í Bandaríkjunum, vegna óhemju mikillar útbreiðslu þess. Sumir söfnuðu þessu öllu, aðrir létu sér nægja að eiga einn eða tvo Draccokarla. Allir kannast þó við æðin sem tóku yfir Ísland hvert á fætur öðru. Á ÍSLANDI ÞESSI POISON-SLEGGJA ER BANEITRUÐ SLÁÐU TVÖ ÆÐI Í EINU HÖGGI – POKÉMON POGS! POGSIN VORU GEYMD Í ÞARTILGERÐUM STAUKUM PIKACHU Ein aðalpersónan í teiknimyndunum um Pokémon heitir Pikachu og er hér á ferðinni þekktasti Pokémoninn. Pikachu er einnig sá vinsælasti og hefur með tímanum orðið eitt af aðalvörumerkjum japanskrar menn- ingar. Pikachu getur geymt rafmagn í kinnunum sínum og notar það til að skjóta eldingum í bardaga. ÞETTA KRÚTTLEGA DÝR GETUR DREPIÐ MEÐ RAFMÖGNUÐ- UM KINNUM SÍNUM POKÉMON-DÝRIN KOMA ÚT ÚR SVONA KÚLU POKÉMON ASH OG FÉLAGAR Á GÓÐUM DEGI KRÚTTIÐ CHARMANDER VERÐUR HINN BANEITRAÐI CHARMELEON OG SÍÐAR HINN ÓGURLEGI CHARIZARD

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.