Monitor - 30.06.2011, Page 10

Monitor - 30.06.2011, Page 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Stjörnurnar fara líka að rífast eins og venjulegt fólk en oft og tíðum vilja rifrildi þeirra rata í fjöl- miðla. Hér eru nokkur fræg rifrildi úr bransanum. Það gerist oft í Hollywood að leikarar falli fyrir mótleikkonum sínum og sú var svo sann- arlega raunin hjá Brad Pitt og Angelinu Jolie er þau léku saman í kvikmyndinni Mr. & Mrs. Smith. Það var bara eitt vandamál, Brad Pitt var þá giftur Jennifer Aniston. Eftir að hafa neitað sögusögnum um ástarsamband sitt lengi viðurkenndu Pitt og Jolie að hafa átt náin kynni en fullyrtu að ekkert hefði gerst fyrr en eftir skilnað Pitt við Aniston. Mánuðum seinna viðurkenndi Jolie þó að hafa byrjað að sænga með Pitt meðan hann var enn giftur Aniston. Fjölmiðlar æstust mjög við þessar fréttir og fékk Aniston aragrúa af spurningum í kjölfarið um líðan sína eftir allt vesenið. Hún opnaði sig loks í viðtali við Vanity Fair þar sem hún lét í ljós tilfinningar sínar til Jolie. Í viðtalinu var hún til dæmis spurð út í viðtal þar sem Jolie sagðist hafa verið yfir sig spennt á hverjum degi að hitta Pitt við tökur á Mr. & Mrs. Smith. Aniston sagði að á þeim tíma hafi hún ekki vitað mikið um framhjáhaldið og því hafi slíkar yfirlýsingar frá Jolie verið óþarflega harkalegar. Í dag segist Aniston þó vera sátt við Jolie en þær séu þó langt frá því að vera vinkonur. Angelina Jolie og Jennifer Aniston Frægasta framhjáhald Hollywood fræga fólksins Deilur Tom Cruise og South Park Enginn abbast upp á Tom Cruise Tom Cruise tekur sjálfan sig aðeins of alvarlega miðað við aðgerðir hans eftir að gert var grín að leikaranum í South Park. Þættirnar hafa tekið næstum allt frægt fólk fyrir í gegnum tíðina og þykir yfirleitt ekki tiltökumál að birtast í teiknimyndunum kaldhæðnu. Árið 2005 var þátturinn Trapped In A Closet sýndur og var þar til dæmis vísað í sögusagnir þess efnis að Cruise sé samkyn- hneigður en þær hafa fylgt honum lengi. Einnig var gert grín að þátttöku hans í Vísindakirkjunni og var leikarinn John Travolta sem er líka meðlimur í kirkjunni tekinn fyrir í þætt- inum. Cruise hótaði sjónvarpsstöðinni sem ákvað þá að sýna þáttinn aftur til að svara fyrir sig og allt fór í háaloft. Um tíma leit út fyrir að hætta þyrfti fram- leiðslu á South Park en svo varð ekki. Donald Trump og Rosie O´Donnell „Þú ert feitt svín!“ Móðganir flugu milli þeirra Rosie O‘Donnell og Donald Trump eftir að rifrildi hófst milli þeirra vegna fegurð- arsamkeppninnar Miss USA árið 2006. Donald Trump á keppnina og eftir að hafa krýnt Tara Conner birtust svæsnar myndir af fegurðardísinni á Netinu. Trump ákvað þá að svipta hana titlinum og O‘Donnell var ekki par sátt með ákvörðun hans. Leikkonan skapstóra lét skoðanir sínar í ljós í beinni útsendingu þáttarins The View og sagði það vera hræsni af Trump að svipta Conner titlinum. Eftir þáttinn var Trump spurður út í athugasemdir O‘ Donnell og þá hófst rifrildið með kjafti og klóm. „Þú ert fífl!“ lét O‘ Donnell hafa eftir sér og Trump var ekki lengi að svara fyrir sig í fjöl- miðlum. „Þú ert feitt svín!“ sagði hann við leikkonuna. Eminem og Mariah Carey Voru þau saman eða ekki? Hann segir þau hafa verið kærustupar, hún segir ekki. Í laginu Superman sem Eminem gaf út árið 2002 kemur fyrir texta- brotið „Hvað ertu að reyna að vera? Nýja eiginkonan mín? Þú Mariah?“ og á rapparinn þá við Carey sem hann hatar innilega eftir að hún niðurlægði hann með því að neita meintu ástarsambandi þeirra. Fleiri textabrot beindust að Carey á plötunni The Eminem Show en Carey hélt þó áfram að neita sambandinu. Árið 2003 gerði Carey grín að Eminem í spjallþætti Larry King og sagði fáránlegt af honum að halda að þau gætu nokkurn tímann orðið par. Einnig gerði hún lítið úr rapparanum á tónleika- ferðalagi sínu sama ár. Árið 2005 spilaði Em- inem upptökur af símsvaranum sínum á tónleikum. Þar heyrðist kvenmanns- rödd sem hann sagði vera Carey og svona hefur þetta haldið áfram alveg síðan. Vonandi lætur Eminem hana samt í friði núna þar sem hún er nýgift og nýbökuð móðir. Madonna og Courtney Love Efni í baneitruð slagsmál Á tónlistarverðlaunahátíð MTV árið 1995 var Madonna í viðtali í beinni útsendingu þegar Courtney Love kastaði málningardótinu sínu í hana. Atriðið vakti mikla athygli og mikill ófriður hefur verið milli söng- kvennanna síðan. „Courtney Love þarf greinilega á einhverri athygli að halda núna,“ sagði Madonna eftir atvikið og benti á að Love ætti að fara að hætta í eitur- lyfjunum. Árin hafa liðið en skvísurnar tvær eru greini- lega enn ósáttar þar sem Courtney Love tísti um Madonnu á Twitter- síðu sína á síðasta ári. „Madonna er góð í viðskiptum en hún er lélegur listamaður og við vitum það öll. Þetta er brandari.“ ÞAÐ ABBAST ENGINN UPP Á TOM CRUISE MARIAH HEFUR SENNILEGA EKKI NEFNT BARN SITT Í HÖFUÐIÐ Á EMINEM DONALD TRUMPAÐIST ALVEG ÚT Í O’DONNELL ENGIN ÁST MILLI MADONNU OG LOVE

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.