Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 stíllinn Sesamolían undirbúin Innihald: 1 tsk. lífrænt ræktuð kaldpressuð sesamolía (ekki þessi brennda kínverska) vatn í potti Leiðbeiningar: Helltu olíunni í pottinn með vatninu og hitaðu hana upp. Fylgjast þarf grannt með því olían hitnar fljótt. Þegar vatnið fer að poppa ofan á olíunni tekurðu hana af hitanum, kælir aðeins og hellir í glerflösku með pumpu. Þá hafa orðið efnahvörf í olíunni og hún tilbúin til notkunar næsta mánuðinn eða svo. Ef þú átt eitthvað eftir af henni að þeim tíma liðnum getur þú hitað hana aftur upp. Sesamolíuslökun 1. Berðu olíuna á allan líkamann og andlitið. 2. Skelltu þér í slopp og láttu olíuna bíða á húðinni í tíu mínútur. 3. Farðu í volga sturtu en ekki þvo olíuna af með sápu. Að þessu loknu ættir þú að vera með glansandi fallega húð og afslappaðri en teiknimyndakötturinn Grettir á góðum degi. Prófaðu þessa yndislegu sesamolíumeðferð næst þegar þú hefur smá tíma fyrir sjálfa þig. Róandi og húðin verður glóandi! OG HATTARNIR Breska aðalsfólkið elskar hattana sína og not- ar hvert tækifæri til að mæta með einn slíkan á fjölmenna viðburði. Hér má sjá Kötu hertoga- ynju með hattana sína í gegnum árin. KATA INDIANA JONES MÆTTUR Á SVÆÐIÐ2005 VIÐ ÚTSKRIFT VILLAÚR HERSKÓLA2006 LOÐHATTUR HELDURHITA Á KÖTU2006 Í BRÚÐKAUPIÍ FJAÐRASTUÐI2006 ÞESSI ER EITTHVAÐ FURÐULEGUR2008 Í BRÚÐKAUPI,MJÖG SMART2009 KATA FÍLAR SKÁHATTA ÞESSI TELST VARLA SEM HEILL HATTUR RAUÐ OG SETTLEG DEILA MÁ UM HVORT SÉ Á FERÐINNI HÚFA EÐA HATTUR2011201020102010

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.