Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 30.06.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Shia LaBeouf Hæð: 176 sentímetrar. Besta hlutverk: Sam Witwicky í Transformers. Staðreynd: Seldi pylsur í trúðabúningi ásamt foreldrum sínum í æsku. Eitruð tilvitnun: „Ef ég á næga peninga fyrir mat er ég góður.“ 1986Fæðist þann 11.júní í Los Angeles. LaBeouf ólst upp í skuggalegu hverfi og átti furðulega æsku að eigin sögn. 1996Byrjaði meðuppistand í hverfinu sínu og reddaði sér umboðsmanni sem hann fann á gulu síðunum með því að þykjast vera sinn eigin umboðsmaður. LaBeouf sló í gegn með uppi- standinu sínu tíu ára gamall með dónalegum húmor og var sagður hafa orðaforða fimmtugs manns þrátt fyrir að vera svo ungur. 2000Lék hinn eig-ingjarna Louis Stevens í þáttunum Even Stevens á Disney-stöðinni. Þátturinn vakti mikla lukku og var sýndur í þrjú ár. 2003Sló í gegn í kvik-myndinni Holes og lék í nokkrum minna þekktum Hollywood-kvikmyndum á næstu árum. 2004Byrjaði með ChinaBrezner, stúlku sem hann kynntist á setti fyrir kvikmyndina The Greatest Game Ever Played. Þau hættu saman þremur árum seinna þar sem LaBeouf varð of upptekinn til að geta sinnt sambandinu. 2007Negldi fyrsta stórahlutverkið sitt í Transformers-kvikmyndunum þar sem LaBeouf fer með aðalhlutverkið. Sama ár lék hann í hryllingsmyndinni Disturbia. 2008Lék hinn ungaog efnilega Mutt Williams í fjórðu kvikmyndinni um Indiana Jones. Sama ár var hann handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis eftir að hafa lent í bílslysi. LaBeouf þurfti að gangast undir fjölda aðgerða. 2009Byrjaði með breskuleikkonunni Carey Mulligan sem lék á móti honum í Wall Street: Money Never Sleeps. Þau hættu saman ári seinna. 2010Fór með aðalhlut-verkið í myndinni Wall Street: Money Never Sleeps. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar Enska nærfatamódelið Rosie Huntington-Whiteley birtist í sínu fyrsta stóra hlutverki í Transformers 3. Nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort hún standist Megan Fox snúning. Popp- korn Stórleikarinn Michael Caine sagði frá því í nýlegu viðtali að leikstjórinn Christopher Nolan hefði skammað hann fyrir að leka upplýs- ingum um nýjustu Batman- myndina, The Dark Knight Rises. „Ég er heppinn að geta sagt frá titli myndarinnar. Ég er þegar búinn að lenda í vandræðum fyrir að segja að við séum að vinna að myndinni og taka hana upp,“ sagði Caine. Transformers-stjarnan Shia LaBeouf greindi frá því fyrir skemmstu að það sem var á milli hans og Megan Fox, mótleik- konu hans í fyrri Transfor- mers- myndunum tveimur, hafi ekki einungis verið leikur. Hann segir gagnkvæma hrifningu hafa náð út fyrir hvíta tjaldið og segir það fylgja því þegar fólk leikur ástfangnar persónur í sex mánuði. Nýverið voru frumbirtar ljósmyndir úr The Hobbit, væntanlegri kvikmynd Peter Jackson og lofa þær vægast sagt góðu. „Ég er nákvæmlega sami kvik- myndagerða- maður og ég var fyrir tíu árum. Ég er bara að reyna að gera það sama og í fyrri myndunum, að segja söguna,“ segir Jackson sem er alsæll með gang mála. Félagarnir Adam Sandler og Kevin James eru að öllum líkindum að fara að leika saman í bíómynd í þriðja skipti. Sandler og James hafa áður leikið í I Now Pronounce You Chuck & Larry og Grown Ups, en nú hefur James skrifað handrit að nýrri grín- mynd sem kallast Valet Guys. Sandler er sagður vera að lesa handritið og íhuga málið. Nú er verið að ljúka við að ráða í hlutverk fyrir nýjustu kvikmynd Ben Affleck, Argo. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um útsendara CIA sem reyna að smygla Bandaríkja- mönnum frá Teheran, höfuðborg Írans. Affleck sjálfur leikur aðal- hlutverkið, Alan Arkin og John Goodman munu einnig fara með hlutverk og nú er verið að ræða við Bryan Cranston úr Breaking Bad um að taka að sér hlutverk. Transformers 3 MENN SVITNA ÞEGAR ÞEIR BERJAST VIÐ VÉLMENNI Leikstjóri: Michael Bay. Aðalhlutverk: Shia LaBeouf, Rosie Huntington- Whiteley og Tyrese Gibson. Lengd: 154 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Kringlunni, Smárabíó og Laugarásbíó. Í þriðju Transformers-myndinni, Dark of the Moon, komast hin góðviljuðu Autobot-vélmenni, sem hafa unnið hörðum höndum að því að vernda mann- kynið að því að hin illskeyttu Decepticon–vélmenni ætla að taka yfir Jörðina. Þegar vélmennin komast svo að því að á tunglinu leynist gríðarstórt geimskip frá Cybertron, sem gæti haft úrslitaáhrif í stríði Autobot- og Decepticon-fylkinganna um Jörðina, upphefst mikið kapphlaup um að komast yfir þann búnað sem þar er. Decepticon–liðar eru á undan og eru ekki lengi að byrja að nota hann til ills og hefjast umsvifalaust handa við að leggja heila borg í rúst. Autobot-liðar verða því að taka til sinna ráða og reyna að finna einhverja leið til að klekkja á illmennunum áður en mannkynið í heild verður þurrkað út. Mr. Popper’s Penguins fjallar um fjölskyldumanninn Tom Popper. Tom er giftur vinnunni sinni og vanrækir fjölskyldu sína mikið. Hann svíkur loforð sín og er aldrei mættur á neina viðburði hjá börnunum sínum. Ef einhverjum finnst hann kannast við þennan söguþráð þá einmitt lék Jim Carrey í Liar Liar hér um árið en þar var hann einmitt sama týpan. Eftir að Tom Popper erfir nokkrar mörgæsir frá föður sínum breytist líf hans svo um munar. Myndin fylgir for- múlublaðinu alveg fram í ystu æsar og eru klisjurnar á sínum stað eins og við var að búast. Góð skemmtun fyrir börnin Jim Carrey er auðvitað hrikalega fyndinn þegar hann nennir því en í þessari mynd fær hann ekki beint að njóta sín. Hans helstu augnablik í þessari mynd voru þegar einhver sparkaði í punginn á honum eða ein mörgæsin pissaði á hann. Þannig var húmorinn í þessari mynd. Þeir sem sáu trailerinn og vonuðust eftir fínni skemmtun geta alveg gleymt því. Þessi mynd er sorp og ekkert annað. Mér fannst ég í raun vera heimskari eftir að hafa horft á hana. En svona til að enda þetta á jákvæðum nótum þá mæli ég með þessari mynd fyrir alla helgarpabbana þarna úti sem vilja gera eitthvað með börnunum sínum. Krakkarnir munu elska þetta því mörgæsir eru sætar og skemmtilegar. Tómas Leifsson Sorp! Mr. Popper’sPenguins K V I K M Y N D • Quantum of Solace • Kill Bill • Old Boy • Ocean‘s Eleven • The Mask of Zorro • Cruel Intentions • Leon • The Crow • Falling Down • Mad Max • I Spit on Your Grave • Get Carter • Point Blank • High Plains Drifter • Hamlet 15 góðar um hefnd Kvikmyndavefurinn Rotten Tomatoes hefur tekið sam- an 15 góðar kvikmyndir sem fjalla um hefnd. Þessar klikka ekki þegar maður er blóðþyrstur og reiður.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.