Monitor - 14.07.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 14.07.2011, Blaðsíða 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Umbrot: George Kristófer Young (george@mbl.is) Sigríður Kristinsdóttir (skristins@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu Emil Tumi er 14 ára strákur sem hugsar um hjól allan daginn. Anníe Mist er mögulega í besta formi jarðar. Stíllinn kíkti í fata- skápinn hjá Lilju Dögg Jónsdóttur. 8 Handboltasjarmör- inn Aron Pálmars- son spreytir sig á Lokaprófinu. 14 Hversu vel þekkir þú fræga fólkið? Hver var með hverjum? 12 6 „If you don’t know me by now, you will never never never know me,“ söng Mick Hucknall hér um árið.. Efst í huga Monitor 4 Á dögunum var haldin á Akranesi níunda keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn og var það Hafnfirðingurinn Heiðbrá Sól Hreinsdóttir sem kom, sá og sigraði enda afskaplega fallega rauðhærð. Heiðbrá telur það skyldu sína að berjast fyrir réttindum rauðhærðra þó hún hafi aldrei orðið fyrir neinu aðkasti vegna hárlitarins. ÍMonitor í dag er viðtal við AnníeMist sem á möguleika á því að vera hraustasta kona heims nú í lok mánaðarins með því að vinna heimsleikana í CrossFit. Við spjöll- um einnig við Emil Tuma sem er virkilega efnilegur hjólreiðagarpur og er á leið á Ólympíuleika æsk- unnar. Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvað við, þessi litla þjóð, eigum í raun mikið af afreksfólki í íþróttum. Fyrir rétt rúmum mánuði vorumvið hér með blað sem var undirlagt efnilegu strákunum í U21 árs landsliðinu og í síðustu viku sögðum við frá peyjum sem eru komnir inn í sterk körfuboltalið í bandarískum háskólum. Það væri hægt að lengja þennanlista töluvert bara með því að lesa íþróttafréttir síðustu vikuna eða svo. Þar höfum við fengið fregnir af sundgörpunum, Eygló Gústafsdóttur og Antoni Sveini McKee sem eru að undirbúa sig fyr- ir HM í Kína og hafa nú þegar slegið Íslandsmet í flokki fullorðinna þrátt fyrir ungan aldur. Annar efnilegur piltur erGuðmundur Ágúst Kristj- ánsson, 18 ára kylfingur sem er kominn í A-landsliðið og er talinn einn efnilegasti kylfingur í Evrópu. Arna Stefanía Guðmundsdóttir er líka komin í A-landslið kvenna í frjálsum íþróttum þrátt fyrir að vera einungis á sextánda aldursári og vann hún greinar á smáþjóða- leikunum og hefur sett Íslandsmet. Þýskur blaðamaður skrifaðigrein um það hvernig Ísland færi að því að framleiða allt þetta afreksfólk miðað við okkar lága fólksfjölda. Hann átti mjög auðvelt með að telja upp marga íslenska íþróttamenn sem eru í fremstu röð í heiminum en þegar hann tók þýsku borgina Bonn til viðmiðun- ar, sem hefur svipaða íbúatölu, kom einungis einn afreksmaður upp í hugann. Hvað er það sem veldur þessuhér á landi? Er samkeppnin svona mikil af því við erum svona fá? Leggja Íslendingar meira á sig af því toppurinn er ekki svo fjarlægur á þessu litla landi? Monitor veit ekki svarið viðspurningunni en hvetur fólk til að velta henni upp. Við getum í það minnsta verið stolt af okkur sjálfum. Áfram við. FYRIR SKYNFÆRIN Hljómsveitin Cut Copy er í tónleika- ferð um heims- byggðina um þessar mundir og ætlar að stoppa við á Íslandi og halda tónleika á NASA 20. júlí. Ef þú vilt komast í góðan „eighties-fíling“ og dansa þá er um að gera að tryggja sér miða á þessa tónleika. FYRIR BRAGÐLAUKANA Öndin er litríkt og skemmti- legt kaffihús í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þar er hægt að tylla sér niður, gæða sér á alls kyns fallegum og góðum mat og svo er hægt að fara á netið. Tilvalið fyrir þá sem vilja lyfta sér upp á rólegan máta. FYRIR LÍKAMANN Fontana er heilsulind sem opnaði nýverið á Laugarvatni. Þar eru laugar og gufuböð sem eru byggð yfir náttúrulega hveri og upplifunin því allt í senn slakandi og náttúruleg. Svo er heima- síðan svo skemmti- lega vatnskennd. Hannes Thorsteinn Sigurdsson Í Moskvu á heimleið! Mikið verður gott að komast í ferska loftið heima. From Russia with Love! 11. júlí kl. 13:04 Marta María Jónasdóttir veit að það er hægt að hjóla í 15 sm hælum frá Fossvogi upp í Hádegis- móa án þess að slasast ... 11. júlí kl. 16:06 Hvað er málið með þetta litla land? Vikan á... Gísli Baldur Gíslason ÉG SET MIG Í GANG!! 11. júlí kl. 18:34 Klara Elias Happy Birthday to my best friend, big sister, roommate, bandmate and soulmate - Steinunn Camilla Stones!! Love you madly!! 13. júlí kl. 8:41 Monitor mælir með Auðun Helga- son BESTU tón- leikar mann- kynssögunnar.. GusGus voru stórkostlegir en Quarashi toppuðu allt.. þeir voru hrikalega góðir.. erum við að tala um come- back aldarinnar eða jafnvel tónleikasögunnar 10. júlí kl. 13:44 Það er nett að vera rauðhærður XXXXXXXXX XXXXXXXXXXXXXXXXXX „Þetta var nú ekki erfið keppni þar sem það eina sem ég þurfti að gera var að standa uppi á sviði og vera rauðhærð. Við vorum um það bil 20 á sviðinu og ég sveiflaði hárinu aðeins upp á gamanið en það var ekki nauðsynlegt. Það voru svo hárgreiðslukonur sem sáu um að kjósa sigurvegarann.“ segir Heiðbrá sælleg og glöð með titilinn. „Ég var með tveimur vinkonum mínum sem fögnuðu þessu alveg svakalega með mér. Ég fékk bikar í verðlaun og svo ferðavinning frá Iceland Express. Mig langar mikið að fara til Brussel af því vinkona mín flutti þangað fyrir þremur árum og ég á eftir að heimsækja hana.“ Aðspurð segir Heiðbrá að lífið hafi nú lítið breyst eftir sigurinn. „Það eru ekki fleiri vina- beiðnir á Facebook eða eitthvað þvíumlíkt. En vinir mínir hafa mjög gaman af þessu og segja oft brandara þessu tengdu.“ Rautt virðist vera mikið í tísku um þessar mundir og hafa stúlkur eins og Kolbrún Ýr Sturludóttir, Ford-fyrirsæta, og stórsöngkonurnar Klara Ósk í The Charlies og sjálf Rihanna prufað að skarta litnum fagra. „Rautt er náttúrulega alltaf í tísku. Það er nett að vera rauðhærður. Ég hef aldrei litað á mér hárið og er ekki að fara að gera það. Ég held að mamma myndi henda mér úr húsinu ef ég myndi gera það. Foreldrar mínir eru reyndar ekki rauðhærðir en mömmu er annt um hárlitinn á mér og litlu systur. Við erum fimm systkinin en það eru bara við tvær sem erum rauðhærðar. Í rauninni veit ég ekki alveg hvaðan þetta kemur, afi var jú aðeins rauðhærður þegar hann var yngri.“ Fyrir nokkrum vikum hélt söngvari Simply Red, Mick Hucknall því fram að umræða um rauðhærða jaðri oft við kynþáttafordóma. Ætlar Heiðbrá að vera öflug í réttindabaráttu rauð- hærðra? „Maður verður að nýta tækifærið sem rauðhærðasti Íslendingurinn og fara á fullt í rétt- indabaráttuna. Ég ætla að finna mér góðan stað og halda þar magnaða ræðu og safna peningum fyrir rauðhærða sem eiga um sárt að binda. Ég hef reyndar ekki orðið vör við neina fordóma, meira bara svona smá grín frá stóru systur minni þegar hún kallar til dæmis á mig: „Komdu þarna rauðhærða fríkið þitt.“ Kannski að mín barátta felist mest í því að láta rauðhærða ekki lita á sér hárið. Ég á eina rauðhærða vinkonu sem litaði á sér hárið. Hún er dökkhærð núna og ég er búin að skamma hana mikið fyrir það.“ HEIÐBRÁ SÓL Fyrstu sex: 030396 Staður: Hafnarfjörður Skóli: Lækjarskóli Uppáhaldstónlistarmaður: Muse, Bítlarnir og Guðný Ljósbrá eldri systir mín (17 ára). Skemmtilegast: Hanga með vinum, gera eitthvað skemmtilegt og teikna. RAUTT Á 30 SEKÚNDUM Hvaða lið er kallað rauði herinn? Liverpool. Hvernig er blóð á litinn? Bleikt. Hvaða kross er bestur? Rauði krossinn. Jarðarber eða bláber? Jarðarber. Uppáhalds, útdautt símafyrirtæki? Rautt. Uppáhaldsstöðuvatn? Rauðavatn. Mynd/Eggert fyrst&fremst

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.