Monitor - 14.07.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 14.07.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2011 Monitor Anníe er einungis á tuttugasta og öðru aldursári en hefur samt sem áður afrekað það að borða pylsur upp á hvern einasta dag í viku, unnið Íslandsmót í stangarstökki og á nú möguleika á því að vinna sér inn tæplega þrjátíu milljónir íslenskra króna. Það er fátt sem virðist geta brotið hana niður og hún hatar þegar einhver segir hana ekki geta eitthvað. Eftir að hafa æft fimleika, ballet, Boot Camp og stangarstökk fann hún sig best í CrossFittinu þar sem hún kennir nú fólki á öllum aldri og æfir sjálf tvisvar sinnum á dag. Þrátt fyrir að eiga möguleika á því að verða milljóna- mæringur í lok mánaðarins kemur stúlkan fyrir sem einstaklega hógvær, hress og notalegur einstaklingur og hún hikaði ekki við að svara spurningum Monitor um lífið, CrossFit og sleik á stöng. Hvaðan kemur nafnið Anníe? Amma mín, sem er norsk, heitir Tordís Anníe svo ég er skírð í höfuðið á henni. Ég á eitthvað af frændfólki í Noregi og bjó þar sjálf í eitt ár þegar ég var 6 ára. Þú flytur frá Noregi til Íslands og ferð í Snælandsskóla í Kópavogi. Fórstu þá strax að æfa fimleika hjá Gerplu? Ég byrjaði í fimleikum í öðrum bekk. Allar frænkur mínar voru í fimleikum svo ég varð að sjálfsögðu að fara í fimleika líka. Varstu góð í fimleikum? Já, mér gekk mjög vel. En eftir tíunda bekk fékk ég bein- eyðingu í olnbogann svo ég fékk alltaf mikinn verk þegar ég tók flikk og svona. Valið stóð á milli þess að halda áfram og eiga það á hættu að verða slæm það sem eftir væri eða hvíla mig í smástund. Sem betur fer ákvað ég að hvíla olnbogann því ég finn ekkert fyrir þessu í dag. Hreyfðir þú þig þá ekkert í einhvern tíma? Jú jú, ég varð að gera eitthvað svo ég fór í dans. Ég fór í Jazzballetskóla Báru í ballet og svo í Listdansskóla Íslands. Ég fann að ég þurfti enn meiri keyrslu og eftir eitt ár í dansinum dró mágkona mín mig með sér í Boot Campið og þar gat ég misst mig. Ég var í dansinum meðfram Boot Camp í þrjú ár og svo þegar ég var 18 ára byrjaði ég í stangarstökki hjá ÍR og þar varð ég Íslandsmeistari tvö ár í röð. Í þessum þremur íþróttum gat ég fengið alla þá útrás sem ég þurfti. Hvernig týpa varstu í MR? Ég var náttúrulega mikið að æfa alls kyns íþróttir en ég var í góðum bekk, við gerðum mikið saman og ég reyndi að mæta á flesta atburði. Þannig að ég var meiri þátttak- andi heldur en skipuleggjandi. Ég keppti líka í hlaupum á MR-VÍ deginum enda vön því að hlaupa í kringum tjörnina í leikfimi. Fékkstu ekki alltaf 10 í leikfimi? Jú, ég fékk iðulega 10 nema einu sinni þá dró hún mig niður út af því að ég var með svo lélega mætingu. En ég talaði við hana og hún hækkaði mig aftur upp í 10. Vinkonur þínar tala einmitt um að þú sért oft sein. Var það þess vegna sem kennarinn ætlaði að lækka þig? Sko. Tvö seint gera eitt skróp þannig að ég var komin með svolítið mikið af skrópum. Ég á það alveg til að vera sein en ég er til dæmis aldrei sein í vinnuna. Ég er aldrei sein þar sem ég verð að vera á réttum tíma. Ég hef alveg þurft að hlaupa upp á flugvöll en ég hef aldrei misst af flugi. Hvar varstu að vinna? Ég var að vinna í Bláa turninum við Háaleitisbraut í ein- hver þrjú ár með frænku minni. Ég var aldrei sein þangað. Varstu ekkert að fá þér rækjusamlokur og nammi í vinnunni? Þetta var á þeim tíma sem ég var að byrja í Boot Campinu og ég átti að gera matardagbók á hverjum degi. Ég vissi að ég gat ekki fengið neitt hollt að borða og einhverra hluta vegna hélt ég að pylsa væri í lagi svo ég borðaði pylsu á hverjum degi. Ég fékk ekkert sérstaklega góð svör þegar ég skilaði inn matardagbókinni svo ég gerði ekki matardagbók aftur. En ég hætti að borða pylsur og fór að steikja mér hakk á pönnunni. Ég og frænka mín vorum líka mikið í því að prófa nýjar bragðtegundir í bragðarefi og það var í raun það besta sem ég fékk í vinnunni. Varstu ekki líka að vinna í Múrlínu hjá foreldrum þínum? Jú, ég var í bókhaldinu á skrifstofunni. Ég prófaði líka að vera í steypunni með bræðrum mínum en ég þoldi ekki að koma heim með sand í hárinu auk þess sem aðstaðan fyrir kvenmenn var fremur döpur á vinnustað; það var erfitt að fara á klósettið og svona. Mórallinn var góður en mér leið betur á skrifstofunni. Eftir MR fórstu í eitt ár í lífefnafræði og ætlaðir í læknis- fræði en gast það ekki sökum anna. Þér gekk líka vel í náminu í MR. Ertu svona klár? Ég var á náttúrufræðibraut eitt í MR og mér finnst fögin þar mjög skemmtileg. Mér gekk mjög vel en náði því miður ekki fyrstu ágætiseinkunn en var sátt með fyrstu einkunn. Ég ætlaði svo í lækninn en það atvikaðist þannig að ég komst inn á heimsleikana í CrossFit og þeir voru bara mánuði eftir inntökuprófið svo ég gat ekki einbeitt mér að hvoru tveggja í einu. Ég er enn í CrossFittinu en er alls ekki búin að gefa læknisfræðina upp á bátinn. Ég stefni klárlega á læknisfræðina enda er það eina fagið sem ég hef áhuga á í háskólanum. Ég hef gaman af öllu sem við kemur líkamanum og svo finnst mér mjög gaman að vinna með fólki. Hvernig kom það til að þú byrjaðir í CrossFit og komst strax á heimsleikana? Ég tók þátt í þrekmótaröðinni hér á Íslandi árið 2009 af því ég var í Boot Camp og einn liður í mótinu var keppni í CrossFit. Mér hafði gengið vel í mótaröðinni og fólkið í kringum mig hvatti mig til að taka þátt í CrossFittinu líka. Ég var einmitt í stúdentsprófunum á þessum tíma og CrossFit-keppnin var sama dag og ég var í munnlegu stærðfræðiprófi. Ég svaf bara í þrjá tíma um nóttina og ætlaði heim að leggja mig eftir próf en mamma sagði að það kæmi ekki til greina að sleppa keppninni. Ég sigraði keppnina og vann mér þannig inn keppnisrétt á heims- leikunum í Los Angeles sem voru tveimur mánuðum seinna. Ég hafði aldrei áður gert CrossFit svo ég þurfti að læra það á mjög skömmum tíma og kasta mér í djúpu laugina en ég féll alveg fyrir þessu. En hvenær var það sem þú uppgötvaðir að þú værir svona ótrúlega sterk? Ég byrjaði að hanga áður en ég fór að ganga þannig að ég var mjög fljótt handsterk. Í fimleikunum fannst mér rosalega gaman á tvíslá því þá var ég að nota hend- urnar mjög mikið. En ætli það hafi ekki verið eftir „Hell Weekend“ í Boot Camp sem ég áttaði mig á því. Úr því að ég gat komist í gegnum 36 klukkutíma án þess að sofa og gera mjög erfiðar æfingar nánast allan tímann þá hlýt ég að geta það sem ég vil. En horfir þú þá bara á Rambo og Rocky? Ég horfi á alls konar myndir en ég er miklu meira fyrir þessar væmnu klisjumyndir. Fyrsta árið mitt í mennta- skóla vorum við vinkonurnar einmitt alltaf að tala um það hvað okkur langaði að lifa ameríska drauminn; fara út og verða klappstýrur, fara á „prom“ og verða „prom queens.“ En það var auðvitað í gríni en ég er mikið fyrir myndir sem enda vel og ég hef aldrei horft á hryllings- mynd. En ertu ekki smá Kani í þér? Mér líður hrikalega vel þarna. Kalifornía finnst mér mjög skemmtileg og það er svakalega gaman að fara út að keppa í Los Angeles og svona. En hefur þú ekki lent í löggunni á ferð þinni um Ameríkuna? Ég veit ekki hvernig þetta gerist. Alltaf þegar ég er í Bandaríkjunum þá lendi ég í einhverju. Ég þarf að kynna mér lögin betur. Ég lenti í því eftir mótið í fyrra að við vorum að keyra á hraðbrautinni og mér varð svona rosalega mikið mál að pissa. Það var allt of langt í næstu bensínstöð þannig að ég fékk bróður minn til að stoppa bílinn og hleypa mér út. Á meðan ég var að pissa þurfti „Highway Patrol“ endilega að mæta á svæðið með ljósin blikkandi og ég stressaðist öll upp og henti mér upp í bílinn. Sem betur fer var mágkona mín ólétt svo hún gat logið einhverju að löggunni og blikkað þá þannig að þeir hleyptu okkur í burtu. Þú átt danskan kærasta. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst í gegnum CrossFit. Við hittumst fyrst á Evrópumeistaramótinu í Halmstað í Svíþjóð í fyrra. Fyrst eftir keppnina vorum við að spjalla á Facebook og svo hittumst við aftur á nokkrum mótum. Þá fórum við að nota Skype meira og í janúar kom hann og var með mér hér á Íslandi. Síðan þá erum við búin að hittast alla vega einu sinni í mánuði svo þetta gengur nokkuð vel. Hann getur hangið láréttur á lóðréttri slá. Lyftir hann þér upp? Ég þarf náttúrulega að finna mér strák sem er sterkari en ég og hann er mjög sterkur. Hann er þessi týpa í Cross- Fittinu sem er meira fyrir það sem þarfnast styrkleika og er minna fyrir það sem þarfnast úthalds. En hann lyftir mér auðvitað mjög oft upp og við lyftum okkur oft upp saman líka. En getur þú hangið lárétt á lóðréttri slá? Ég get það í svona þrjá sekúndur ef ég er í rimlum. Hafið þið þá aldrei prófað að hanga lárétt og fara í sleik á sama tíma? Nei, við höfum aldrei gert það en takk kærlega fyrir mjög góða hugmynd. Eruð þið eins og Samson og Delilah í Biblíunni? Hann er jafn sterkur og Samson en ég er sterkari en Delilah. Ég ætla líka ekki að raka hárið af honum í svefni af því mér finnst gaman að hann sé sterkur. Hvað æfir þú oft í viku? Ég myndi segja að ég æfi svona ellefu sinnum í viku. Ég æfi yfirleitt tvisvar á dag og frídagana mína nota ég í að synda, fer út að hlaupa eða fer í róður. Ég æfi á morgnana klukkan svona hálf tíu og svo aftur eftir hádegi um klukkan tvö. Ég vil hafa salinn fyrir mig svo það er gott að taka á því eftir morgun- og hádegistraffíkina. Ég er líka oft að kenna á morgnana svo það er gott að taka þetta í beinu framhaldi. Hvað gerðir þú helgina eftir fyrstu heimsleikana þína? Þá hljóp ég Laugaveginn. Fólk hafði verið að tala um hvað þetta væri erfitt hlaup og einungis þeir sem æfa lang- hlaup gætu klárað þetta. Vissulega er þetta erfitt hlaup, 55 kílómetra torfæruhlaup, en ég vil meina að þeir sem eru í góðu alhliðaformi geti hlaupið þetta og svo þoli ég ekki þegar fólk segir við mig að ég geti ekki eitthvað. Það í raun fékk mig til að skrá mig í hlaupið og ég náði að klára þetta á einhverjum sjö tímum. Ég þoli ekki að hlaupa og það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru 10 kílómetrar og einu sinni hljóp ég Fimmvörðuhálsinn en þetta tókst og var mjög skemmtilegt. Þetta er allt bara í hausnum á manni. Ert þú alltaf að? Getur þú ekki slakað á? Jú, ég elska „chill-kvöld“, horfa á vídjó, borða góðan mat og borða vel af súkkulaði. Ég geri það reglulega og það er í raun slökunin mín. En æfingar gera mig hamingjusama líka. Þú ert gríðarlegur súkkulaðifíkill, ekki satt? Jú, ég er mjög mikið fyrir súkkulaði en ég er að reyna að skera aðeins niður súkkulaðiátið. En ég er reyndar búin að réttlæta þetta aðeins fyrir mér af því ég hef séð á netinu að súkkulaði geti verið gott fyrir mann í hófi og þá sérstaklega dökkt súkkulaði. Ég er einmitt mun meira fyrir dökka súkkulaðið en ég þarf aðeins að minnka magnið á dag. Dagskammturinn er kominn niður í svona 70 grömm. En myndir þú kafa ofan í ruslatunnu til að ná í súkkul- aðistykki? Hver sagði þér að ég hafi gert það? Ef það er í lagi með súkkulaðið og ruslatunnan er hrein þá er það í lagi. Þetta var alls ekki almenningsruslatunna. En þarftu ekki að borða rosalega mikið til að hafa orku í allar æfingarnar? Jú, ég þarf reyndar að borða aðeins meira en ég er að borða. En ég borða mjög stóran morgunmat sem samanstendur af sex eggjum, skinku, smá pepperoni og haframjöli. Svo sker ég niður tómata og smelli á þetta og þá þarf ég ekki að setja tómatsósu. Þetta er alveg „heavy“ gott. Svo fæ ég mér rosalega oft rétt númer 66 á Nings. Ég vil hafa hann mjög sterkan og með Sambal-sósu. Ég fíla sterkan mat. Hvað ertu að hugsa þegar þú ert alveg búin á því en nærð samt að taka sex lyftur í viðbót? Ég hugsa ekki neitt. Ef ég þarf að hugsa eitthvað þá hugsa ég „ljúkum þessu af“ eða þá „þetta er létt“. Þannig næ ég að plata Á meðan ég var að pissa þurfti „Highway Patrol“ endilega að mæta á svæðið með ljósin blikkandi. Texti: Jón Ragnar Jónsson jonragnar@monitor.is Myndir: Sigurgeir SIgurðsson sigurgeir@mbl.is Anníe Mist Þórisdóttir er ótrúlega hraust og traust og skaust upp á stjörnuhimin í CrossFit-íþróttinni þegar hún komst svo til óvart inn á heimsleikana fyrir tveimur árum síðan. Nú er stefnan sett á að verða „fittest on earth,“ eins og hún orðar það sjálf. Í besta formi jarðar?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.