Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 3
MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Hanna Borg Jónsdóttir (monitor@monitor.is) Arnar Geir Sæmundsson (monitor@monitor.is) Umbrot: George Kristófer Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurjón Guðjónsson Grafík: Elín Esther Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Feitast í blaðinu Andrea Gylfa og Ragga Gísla kepptu í spurningakeppni um Eyjar og Þjóðhátíð. Sjáðu gítargripin við helstu söng lögin sem tilvalið er að taka í Dalnum. Bubbi Morthens fagnar aukinni fjölskyldustemningu á Þjóðhátíð. 17 Svandís lofaði vini sínum að taka brjóstaderhúfuna með á Þjóðhátíð í ár. Páll Óskar skilur ekkert hvers vegna börn dýrka 41 árs homma. 19 14 Efst í huga Monitor 8 34 Það er ansi algeng sjón að sjá á hverju ári nokkra Þjóðhátíðargesti sem hafa klætt sig upp í búninga til að láta á sér bera á hátíðinni. Halldór Einarsson í Henson sagði Monitor frá hans kynnum af þessari búningatísku. Þó svo að poppkóngurinn, PállÓskar Hjálmtýsson, sé staddur í Ameríkunni þessa dagana þá var áhöfn Monitor-skútunnar sammála um að láta ekki Atlantshafið stöðva sig í að fá Palla til að prýða forsíðu Þjóðhátíðarblaðsins. Hann á jú hlut í skemmtilegum minningum hjá mörgum Þjóðhátíðargestum síðari ára og svo syngur hann auðvitað Þjóðhátíðarlagið í ár, La Dolce Vita. Margir kunna að spyrjasig: „Bíddu, er ekki vika í Þjóðhátíð?“ Jú, það er hárrétt og því ekki seinna vænna að byrja að koma sér í gírinn. Í blaðinu má finna gítargripin og textana sem þarf að hafa á hreinu og svo má heyra skemmtilegar sögur frá fólki sem hefur farið ansi oft á Þjóðhátíð. Þá bregður Monitor líka á leik með mörgum þeim sem koma fram á hátíðinni. Við vinnslu blaðsins spurðiMonitor marga hressa einstaklinga hvað það væri sem gerði hátíðina svona einstaka. Flestir voru sammála um að það sé vináttan. Monitor getur kvittað undir það því í flestum tilvikum ríkir í Dalnum mikil hamingja og fólk er tilbúið að hjálpa hvert öðru og skemmta sér með fólki á öllum aldri. Heimamenn komast líka í alveg ótrúlega gott skap og þeirra heimili verður heimili allra gesta. Monitor vill óska öllum semætla til Vestmannaeyja þetta árið góðrar skemmtunar en biður alla að klæða sig eftir veðri, ganga hægt um gleðinnar dyr og passa upp á náungann. Vonandi getið þið lagt heilan helling inn á minninga- bankann. Monitor át. Glimmerjakkar og fótboltatreyjur HALLDÓR Í HENSON ER ALGJÖR REYNSLU- BOLTI ÞEGAR KEMUR AÐ BÚNINGUM „Það er orðið gríðarlega langt síðan við byrjuðum að gera þessa búninga fyrir Þjóðhátíð, örugglega yfir þrjátíu ár síðan,“ segir Halldór Einarsson, betur þekktur sem Henson. Í fjölmörg ár hefur það verið vinsælt að heilu vinahóparnir herji til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð í alls kyns göllum og búningum af öllum stærðum, litum og gerðum og lifir sá siður enn góðu lífi. „Það myndaðist bara einhver hefð fyrir því að vinahópar dressuðu sig upp og síðan setti ég í gang keppni á sínum tíma, sennilega í kringum 1990. Þá fór ég tíu ár í röð út í Eyjar seinni partinn á föstudeginum, afhenti verðlaunin og skilaði mér alltaf til baka til Reykjavíkur á laugardeginum, það klikkaði aldrei. Þetta var bara í ákveðinn tíma og svo tóku bara aðrir við þessu en þetta var alveg frábært.“ Halldór var sjálfur hátíðar- ræðumaður á Þjóðhátíð fyrir nokkrum árum og segist vona að hann sé ekki búinn að fara á sína síðustu hátíð. „Fólk leggur alltaf gífurlegan metnað í þetta og það eru mér mjög minnisstæðir búningar sem ég lét framleiða á hóp um árið sem kölluðu sig Pörupiltar. „Júniformið“ þeirra var eins og karakterinn á Macintosh-nammidósunum eru á, svona lífvarðabúninga. Það var alveg skuggalega flott og ég hugsa að þetta hafi þá risið einna hæst, að minnsta kosti af þeim búningum sem ég hef komið nálægt.“ Grófir jakkar Eins og aðrar tískubylgjur hefur búningatískan á Þjóðhátíð hins vegar breyst með tíð og tíma samkvæmt Halldóri. „Í seinni tíð hefur verið vinsælast að panta bara fótboltatreyjur, til dæmis með einhverjum áletrunum, ásamt ýmsum jökkum úr glimmerefnum. Þetta er rosa mikið glitter og glamúr í áber- andi neonlitum. Það er mjög gaman af þessu, þetta er svona stemningsdæmi. Hins vegar voru textarnir sem voru settir á þessa jakka á tímabili orðnir svo svakalegir að Stígamót hefðu alveg misst sig. Mér finnst það þó hafa minnkað, það er meiri reisn yfir þessu núna.“ Mynd/RAX fyrst&fremst 3 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 La Dolce Vita Vertu með leitarforrit að símanum þínum í Eyjum Skannaðu hérna til að sækja B arcode Scanner Ætlar þú að mæta í búning?

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.