Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Ari Eldjárn hefur aldrei komið á Þjóðhátíð en er lítið stressaður fyrir að koma þar fram í fyrsta sinn. Hann væri meira en til í að fylla í skarðið fyrir Bubba ef kóngurinn skyldi forfallast. Nú hefur þú aldrei komið á Þjóðhátíð, hvernig stendur á því? Ég hef bara tvisvar komið til Vestmannaeyja og fyrsta skiptið var um jólin í fyrra. Kostirnir við að koma svona gamall í fyrsta sinn er að maður hélt að maður vissi nokkurn veginn hvernig allt er á Íslandi. Svo kemur maður í eitthvað samfélag sem er næstum því eins og annað land. Það eina sem vantar er að þeir hafi sinn eigin gjaldmiðil með myndum af lundum og Herjólfi. Hvað ertu þá vanur að gera um Verslunarmannahelg- ina? Það hljómar kannski asnalega en ég hef alltaf verið í Reykjavík um þessa helgi og ekki gert neitt. Mig langar samt geðveikt að vera einhver kempa sem hefur farið á allar hátíðarnar og kann að spila Nýdönsk á kassagítar. Með límmiða frá öllum hátíðunum á gítartöskunni. Hvað er það fyrsta sem þú hugsar þegar þú heyrir minnst á Þjóðhátíð? Með allt á hreinu. Þegar Út í Eyjum er að klárast og það er klippt á Brennuna og Egill og Ragga sjást deila flösku í forgrunni. Svakalega flott atriði. Hvað veistu um Vestmannaeyjar? Eitt og annað. Mest megnis eitthvað sem ég sá í Nýju lífi en ég kann þá mynd utan að. Ég man að æskuvinur minn bjó í Eyjum og þegar hann heimsótti mig í Vesturbæinn talaði hann allt öðruvísi en ég og vinir mínir. Það sem okkur fannst vera: „ýkt kúl“ fannst honum vera: „öfga gæjalegt“. Hann var líka alltaf að tala um „peyja“ sem við héldum að væri fuglategund. Það var mikill léttir þegar sá misskilningur var leiðréttur og maður sá allar sögurnar hans í nýju ljósi. „Ég hélt partí um daginn. Drakk með nokkrum peyjum.“ Við hverju býstu á Þjóðhátíð? Ertu stressaður? Mér skilst að þetta verði meira en 15.000 manns en ég held ég hafi mest skemmt 1500 manns í einu þannig þetta er 1000% aukning á áhorfendum fyrir mig. Ég er merkilegt nokk ekkert stressaður, hef aðallega áhyggjur af því að það komi hellidemba eða eldgos. Áttu von á einhverjum skotum frá hinum listamönn- unum fyrir að vera nýliði á Þjóðhátíð? Ætli það yrði þá ekki að vera skot frá öðrum grínurum? Laddi og Þorsteinn Guðmundsson eru pottþétt að gera grín að mér núna fyrir að vera að gera þetta í fyrsta sinn. „Haha, peyjarnir eiga eftir að éta hann eins og lunda.“ Hefur þú smakkað lunda? Já, en það var reyndar í Stykkishólmi. Í Vestmannaeyjum fékk ég hins vegar besta grillaða humar sem ég hef smakkað, á 900 Grill. Suddalegir bitar. Ætlar þú að gista í Eyjum? Ef já, gistir þú í tjaldi? Já, ég gisti eina nótt á hóteli og rýk svo í bæinn. Ég get ekki gist í tjaldi, það er svo lélegt netsamband í þeim. Hvernig muntu ferðast til Eyja? Með flugvél. Herjólfur til vara. Ef hvort tveggja klikkar leigi ég hvalaskoðunarbát hjá Eldingu. Þinn maður Bubbi Morthens treður upp á sunnudagskvöldinu. Ef hann veikist skyndilega, gætir þú hugsað þér að koma í hans stað í dulargervi hans? Fokk já! Ég myndi þá troða upp sem Bubbi eins og hann var þegar Í mynd með Egó kom út. Hanakambur, sólgleraugu og leðurjakki. Taka lög eins og Mescalin og Í spegli Helgu. Synda svo í land eins og Steindi Jr. Étinn af peyjum í Eyjum? M yn d/ Ó m ar Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um Þjóðhátíð í Eyjum? Stórir hattar, regnstakkur, gítar með slitnum strengjum, krumpaður Thule og botnlaust tjald. Hefur þú farið oft á Þjóðhátíð í Eyjum? Ekki svo ég muni. Kíktir þú í hvítt tjald? Ef já, áttu skemmtilega sögu af því? Ég hitti fjölskyldu frá Akranesi sem bauð mér í heimsókn í tjaldið sitt, þar var boðið upp á heitt kakó með viskí útí og túnfisksamlokur. Ég eyddi allri helginni með þeim, ég var týndi sonurinn þeirra. Hver er rómantískasta stundin sem þú hefur upplifað í Dalnum? Það er ekkert rómantískt í Dalnum, ekkert! Dalurinn er „war zone“ og ef þú dettur þá er ekkert víst að þú standir aftur upp. Áttu einhverja góða sögu frá Eyjum? Ég sá strák sem var að dansa missa sígarettu ofan í ælu, hann leit í kringum sig, þurrkaði af henni og fékk sér smók. Svo splæsti hann í sláttuvélina og dansgólfið tæmdist. Gætir þú hugsað þér að búa í Eyjum? Já, já. Eyjamenn eru gull af mönnum, ég held að það að alast upp í dreifbýli ýti undir sérkenni manna. Ég held að það sé ástæðan fyrir því hversu góðir Eyjamenn eru. Hvort heldur þú að það finnist fleiri geðveikt fínir gaurar eða peyjar sem eru gull af mönnum í Dalnum? Klárlega bæði, það verður endalaust af góðu liði þarna. Annars hugsa ég að flagarar verði mest áberandi í ár. Hvað finnst þér um Herjólf? Ég hef eiginlega enga skoðun á Herjólfi, enda er hann bara bátur. Hvað finnst þér um Brekkusönginn? Árni Johnsen er algjör fagmaður. Hann minnir mig stundum á mörgæsamanninn í Batman Returns, ef hann væri með lengra nef, skalla, mjög hvítur og með fit. Það væri æðislegt ef Árni væri mörgæsamaður, en hann er toppn- áungi! Við hverju má búast frá þér á hátíðinni í ár? Við erum að spila á laugardagskvöldinu, þetta verður tryllt! Við ætlum að taka nánast öll lögin okkar, við lofum góðri stemningu. Flugvél, rella eða skip? Gúmmíbátur eða loftbelgur? Klárlega loftbelgur, en ég læt Herjólfinn duga í ár. Eyjamenn eru gull af mönnum Steinda Jr. rámar eitthvað í að hafa kíkt í Dalinn. Þar hefur hann ekki upplifað mikla rómantík enda finnst honum svæðið hálfgert „war zone“. STEINDI Í UPPÁHALDSBOLNUM SÍNUM ÖFGA GÆJALEGUR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.