Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 28

Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Hve lengi hefur þú verið í Björgunarsveit- inni? Ég hef verið björgunarsveitarmaður síðan 1982 og alltaf í Vestmannaeyjum. Meðal annars sá ég um gæsluna í ein 13 ár. Undirbúið þið ykkur sérstaklega fyrir hátíðina? Í dag sjáum við í björgunarsveitinni eingöngu um flugeldasýninguna. Undirbúningurinn fyrir hana hefst strax í kringum áramótin en þá er gerð hálfgerð beinagrind að sýningunni og við pöntum efnið. Svo fara menn að stilla saman strengi í byrjun sumars og sex vikum fyrir hátíðina er allt komið á fullt og þá byrjum við að setja hana upp og tengja. Gæslan er svo sér en auðvitað erum við á vaktinni eins og alltaf með símann opinn. Hvað eru margir í björgunarsveitinni? Fáið þið aukamannskap fyrir hátíðina? Við erum 25-30 manns sem erum starfandi björgunarmenn í eyjunni en auðvitað er hellingur af fólki sem er tilbúið til að hjálpa ef það er eitthvað mikið sem kemur upp á. Nú hefur þú mikla reynslu úr gæslunni, en hún þjónar ýmsum hlutverkum. Hvert af þeim fannst þér erfiðast og hvert þeirra var í mestu uppáhaldi? Allt sem tengdist börnum fannst mér án efa erfiðast, það er alltaf viðkvæmast. Sem betur fer voru það þó alltaf mjög fá tilfelli og hægt að bregðast við. Það sem mér fannst hins vegar skemmtilegast var að hitta allt þetta skemmtilega fólk sem kom í þeim eina tilgangi að skemmta sér á Þjóðhátíð. Það hafði ekkert annað í huga heldur en að njóta þess að vera til og því gaf það svo ofboðslega mikið af sér. Það er nú alltaf langstærsti hópurinn sem er þannig, alveg óskaplega glæsilegt fólk sem gaman er að eiga samskipti við. Sefur gæslufólkið eitthvað þessa helgi og nær það að njóta hátíðarinnar? Þetta duglega fólk er á 12 tíma vöktum og reynir að sjálfsögðu að hvíla sig inn á milli. Það nær svo að njóta þess m.a. með því að eiga þessi áðurnefndu skemmtilegu sam- skipti við gestina og svo hlustar það alltaf á tónlistina og gleðina með öðru eyranu. Hvað elskar þú mest við Þjóðhátíð? Flugeldasýninguna, ég verð að segja það. Við í sveitinni fáum ákveðið kikk út úr henni. Svo slær auðvitað fátt út Brekkusönginn og þegar blysin loga á sunnudagskvöldið. Þetta þykja mér skemmtilegustu atburðirnir en svo er það auðvitað allt þetta flotta fólk og andrúmsloftið sem ríkir sem stendur líka uppúr. Adolf Þórsson þaulreyndur björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum „Frábært að eiga samskipti við allt þetta glæsilega fólk“ Eru allir lögregluþjónarnir í Vestmannaeyj- um á vakt á meðan á Þjóðhátíð stendur? Ætli við séum ekki u.þ.b. 20 lögreglumenn sem erum á vakt þessa helgi. Lögreglumenn ásamt gæslufólki, heilbrigðisstarfsmönnum og sálgæslufólki telja um 120-130 manns. Svo að þetta er orðinn talsverður fjöldi sem sér um gæsluna þegar upp er staðið. Eru þið eitthvað í því að bjóða fólki far á milli staða eða er það bara í boði þegar það er á leið í fangaklefann? Nei, við erum nú mest lítið í því, við bendum fólki bara á bekkjarbílana sem allir eiga endilega að prófa. Það eru svo alltaf einhverjir sem lenda í því að vera ekið á lögreglustöðina þar sem þeir fá gistingu í fangageymslu. Klefarnir eru sex talsins og yfir Þjóðhátíðina kemur það fyrir að þeir séu fullsetnir. En ég get sagt með fullri vissu að um 99,9 prósent þeirra gesta sem koma á Þjóðhátíð eru alveg frábært fólk sem ekkert vesen er á. Lífið er yndislegt á Þjóðhátíð og það er það sem flestir hafa í huga. Hefur ölvunarakstur verið til vandræða á Þjóðhátíð? Alls ekki. Þeir sem koma með bílana sína með Herjólfi til Eyja leggja þeim yfirleitt í bílastæði og geyma þá þar á meðan hátíðin stendur yfir. Mikið eftirlit er með ökumönn- um og margir stöðvaðir og athugað með ástand þeirra, látnir blása o.s.frv. Eru einhverjir óeinkennisklæddir lögreglumenn á vappi um dalinn þegar gleðin stendur sem hæst? Já, það eru aldeilis nokkrir. T.d. get ég nefnt fíkniefnalögregluna en þeir eru aldrei einkennisklæddir og fylgjast vel með. Eru einhver sérstök skilaboð eða tilmæli sem þú vilt koma til gesta Þjóðhátíðar 2011? Maður veit aldrei með veðrið, þess vegna hvet ég fólk til að mæta vel búið og þá skiptir veðrið minna máli. Þó það mæti hér í sól og blíðu þá geta orðið snögg veðra- brigði í Eyjum. Ég vil líka hvetja Þjóðhátíð- argesti til að ganga hægt um gleðinnar dyr og passa sig og sína. Góð regla er að vera aldrei ein/n á ferð og að krakkar sem koma saman til Eyja fylgist vel með hvort öðru og haldi hópinn. Mikilvægt er að hafa góða skapið með í Dalinn því Þjóðhátíð á að vera gleðihátíð og ekkert annað. Hvað elskar þú mest við Þjóðhátíð? Tjaldastemningin í hvítu tjöldunum finnst mér frábær. Bæði með fjölskyldunni á daginn og á kvöldin og svo á nóttunni þegar gítarspilið byrjar. Mér hefur alltaf þótt gaman að syngja með Árna Johnsen vini mínum, en hann kemur oftast inn í tjald og tekur nokkur lög. Þessi sérstaka stemning í Dalnum er yfir höfuð bara frábær. Pétur Steingrímsson lögga í 26 ár „Lífið er yndislegt á Þjóðhátíð“ UNDIRBÝR SKOTHYLKIN FYRIR FLUGELDASÝNINGUNA MINNIR GESTI Á AÐ GANGA HÆGT UM GLEÐINNAR DYR Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur! Ekta Vespa fæst aðeins hjá Heklu! www.vespur.is Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr. Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr. Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr. 25% afsláttur af öllum vespum og aukahlutum Sumarútsala 471.750 kr. 449.250 kr. 516.750 kr. Betra verð en á Ítalíu Einstakt tækifæri Örfá hjól eftir Myndir: Óskar Pétur Friðriksson, Vestmannaeyjum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.