Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Umbrot: George Kristófer Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Golli (golli@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Monitor Feitast í blaðinu Það heitasta sem er að gerast um verslunarmanna- helgina má finna í blaðinu. 1 2 3 Valdimar er gallharður Keflvíkingur með gullbarka sem heyrir læti. Stíllinn kíkti í fataskápinn hjá Rebbekku Líf, grafísks miðlara. 8 Íslandsmeistarinn Ólafía Þórunn spreytir sig á Lokaprófinu. 14 Blaðamaður Monitor fór á Oxegen og ber því vel söguna. 10 6 „My tears dry on their own,“ söng Amy Winehouse. Monitor syrgir fráfall þessarar litríku poppstjörnu sem setti svip sinn á tónlistarsöguna þrátt fyrir stuttan feril. Efst í huga Monitor 4 Baldur Kristjáns fórnar Verslunarmannahelgi með góðum vinum fyrir spennandi erlent verkefni. Hollenskar fyrirsætur koma til Íslands á föstudaginn til að sitja fyrir á myndum hjá ljósmyndaranum knáa. FYRIR FERÐALANGA Vefsíðan couch- surfing.com veitir þér upplýs- ingar um fólk út um allan heim sem tilbúið er að leyfa fólki að gista á sófanum heima hjá sér. Þannig að ef þú vilt ferðast ódýrt þá er um að gera að skoða þessa síðu vel. Svo gætir þú eignast nýjan besta vin. FYRIR SÁLINA Hringdu í einhvern sem þú hefur ekki heyrt í lengi. Það er virkilega gaman að heyra hljóðið í gömlu vin eða ættingja og vita hvað viðkomandi hefur verið að bardúsa. Um leið getið þið rifjað upp skemmtilegar minningar sem bæði kæta og bæta. FYRIR ÚLNLIÐINN Það er hægt að hressa upp á úlnliðinn með því að smella á hann fallegu og litríku úri. Triwa-úrin frá Kastaníu eru einkar glæsileg og til í alls konar litum. Tilvalin gjöf hvort sem það er fyrir vin, elskuna eða til sjálfs þíns. FYRIR SUNDMENN Það er tilvalið fyrir hvern þann sem kallar sig útivistar- gar- eða íþróttagarp að skella sér ískaldan sjóinn við yls- tröndina í Naut- hólsvík. Það er mikil áskorun að þrauka í sænum en vert er að taka fram sundtökin þurfa minnst að vera átján til þess að iðkunin teljist til sjósunds, allt annað nefnist sjóbað. Monitor mælir með Einn í bíó um helgina SEM BETUR FER ER VINNAN LÍKA SKEMMTILEG „Ég ætlaði að fara til Flateyjar að hafa það gaman með góðum vinum en svo fékk ég símtal í upphafi þessarar viku þar sem ég var beðinn um að vera í bænum um helgina til þess að taka myndir af stelpum sem eru að keppa í Holland‘s Next Top Model. Nú eru sjö keppendur eftir í þessari seríu og þær fá ekki að vita að þær séu að koma til Íslands fyrr en á föstudag- inn áður en þær fljúga hingað. Þá fá þær væntanlega svona „Tyra mail“ nema hvað að pósturinn er ekki frá Tyru heldur frá stjórnandanum í þáttunum úti,“ segir Baldur góður á því. Þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda úti frá því að þeir hófu göngu sína árið 2006 og hafa þátttakend- urnir ferðast víða um Evrópu við gerð þeirra. Hollendingarnir nota amerísku þættina sem fyrirmynd og sitja þar í dómnefnd hollensku útgáfurnar af ofurfyrirsætunni Tyru Banks og tískuljósmyndaranum Nigel Barker. Dómnefndin kemur svo til með að styðjast við ljós- myndirnar sem Baldur tekur þegar þau ákveða hverja stúlknanna skuli senda heim. „Framleiðendur þáttanna vilja að ég taki myndir af stelpunum í íslenskri náttúru. Þeir hafa mikinn áhuga á því sýna náttúruna og svo vilja þau hafa íslenska hönnun áberandi í þessum þáttum sem teknir eru upp hér. Þau eru spennt fyrir því að taka myndirnar hjá Geysi en svo er það alltaf þannig að veðrið ræður þessu á endanum,“ segir Baldur sem hefur meiri áhyggjur af því hvað hann eigi að gera af sér um helgina. „Ég verð að vinna í þessu verkefni á föstudag og skila því af mér rétt eftir hádegi á sunnudeginum. Ég veit ekki með að kíkja á Innipúk- ann. Síðan er kærastan erlendis og félagarnir náttúrulega í Flatey svo ég enda örugglega á því að fara einn í bíó.“ fyrst&fremst Hvern hefði grunað það hér fyrirskömmu síðan að Verslunar- mannahelgin myndi koma til okkar hlaupandi á mettíma? Tíminn líður svo hratt að það er sem dagarnir arki í átt að okkur og banki upp á þó við ríghöldum í daginn í dag. En við tökum þessari helgi fagnandi enda nóg um að vera á öllum vígstöðum og flestir ættu að geta fundið sér eitthvað að gera. En Monitor langar að stinga uppá því helgin snúist um meira en bara sumbl, kelerí og samsöng og mælir með því að aulabrandarar verði ofnotaðir um helgina. Það er gaman að hlæja í góðra vina hópi og því er kjörið að leggja sig fram við að búa til lélega brandara. Félagi minn sagði mér brandaraum daginn sem hljóðar á þessa leið: „Hafiði heyrt um minnkabúið sem minnkaði bara og minnkaði þangað til það var búið?“ Það sem er mikilvægt í flutningi brandar- anna er tímasetninginn. Gott er að gefa sér eina til þrjár sekúndur í pásu áður en „pönnslænið“ er látið flakka. Til að æfa sig á tímasetning- unni er upplagt að nota brandara sem byrja á spurningu og grínið leynist í svarinu. „Hvað sögðu dýrin þegar þau lentu í vandræðum?“ (bið í eina til þrjár sekúndur) „Nú eru góð ráð dýr.“ Þessi brandarar hér að ofan eruvitanlega ansi súrir og ef út í það er farið mjög lélegir en þá reynir líka á félagana að hlæja dátt til að gera þá góða. Góðar stundir um helgina, gott fólk.. Monitor vill koma á framfærigóðum þökkum til Hönnu Borgar, ristjórasystur og Arnars Geirs, blaðamannsvinar fyrir aðstoðina í síðustu viku. Framlag þeirra við vinnslu Þjóðhátíðar- blaðsins var ómetanlegt. Af aulahúmor og hraða tímans HRAÐASPURNINGAR Fullt nafn: Baldur Kristjánsson. Fyrstu sex: 140483 Starf: Ljósmyndari. Heimasíða: www.baldurkristjans.is Uppáhaldsdómari í ANTM: Janis Dickinson. Uppáhaldstónlistarmaður: Beck. Fyrirmynd í lífinu: Pabbi. Nigel Barker eða Ari Magg? Fyrrum lærifaðir minn, Ari Magg. Hraðann eða lífið? Lífið. Þett‘er lífið.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.