Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 4
1 2 3 4 5 6 7 8 4 Monitor FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Hvar verður þú um Versló? Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Lundar, hvít tjöld, brenna, brekkusöngur, flugeldasýning og stútfull tónlistardagskrá. Ef þú vilt vita meira þá nælirþú þér bara í Monitor frá því í síðustu viku. Færeyskir fjölskyldudagar á Stokkseyri Það er vel við hæfi að Jógvan Hansen skuli halda uppi stuði fram á rauða nótt á færeysku hátíðinni á Stokkseyri.Skelltu þér á kajak, dorgaðu, borðaðu humar, upplifðu drauga-gang og dansaðu føroyskur dansur. Innipúkinn Ef þú nennir ekki að ferðast of langt, gista í tjaldi eða sturta þig í einhverri á en vilt samt heyra skemmtilegatóna og hitta fallegt fólk þá smellir þú þér á Innipúkann. Þarfærðu heljarinnar stuð alla helgina í miðbæ Reykjavíkur. Mýrarboltinn á Ísafirði Það er drullu gaman að mæta í drullusvaðið á Ísafirði, fá útrás fyrir því að ýta andstæðingnum og hnoðast írennblautri moldinni. Vertu viss um að safna nógu miklumkröftum fyrir helgina því að þar eru mikil átök nótt sem dag. Þóer bannað að drulla yfir dómarann. Síldarævintýrið á Siglufirði Hversu yndislegt er að dansa í þrjá tíma og kjamsa á síld á meðan? Ef þú ferð á Siglufjörð um helgina þá kemst þúkannski að því og getur um leið minnst góðu síldarsumrannasem voru svo gjöful hér fyrir um 100 árum síðan. Ein með öllu á Akureyri Akureyringar eiga flotta ísbúð og notalega sundlaug en svo bætar þeir við alls kyns skemmtilegum uppákomumog tónleikum og þá er komin hátíð með öllu. Tónlist og taum-laus gleði getur ekki klikkað. Unglingalandsmótið á Egilsstöðum Hvað er betra en að taka vel á því og gefa sitt allra besta í hverri keppni og geta svo slakað á og skemmt sér vel umkvöldið? Það má vel vera að margt sé skemmtilegra en svonastemningu er engu að síður hægt að upplifa á Egilsstöðum umVerslunarmannahelgina. Neistaflug á Nesskaupsstað Ókeypis tjaldsvæði og gleðilegt viðmót tekur á móti þér í Neskaupstað þar sem lögð er áhersla á að fjölskyldanskemmti sér saman. Þitt er valið: Þeir sem eru haldnir valk víða gætu verið í vandræðum um Versluna rmannahelgina enda úrvalið á veglegum hátíðum ansi vígalegt. Hvað eru mörg v öff í því? 1 2 3 4 5 6 7 8

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.