Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 stíllinn Rebekka Líf, grafískur miðlari, leyfði Stílnum að kíkja í fataskápinn sinn þessa vikuna. Hún er snákur í kínversku stjörnumerkjunum. BESTA Æðislegur velúrjakki úr Spúútnik, hann passar við allt og öll tilefni. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Kamelljónslegur, módernískur bóhem, rokkaður, retró og „accessoræseraður“. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Ég spái rosalega lítið í því hvaðan flík- urnar koma, vel mér bara það sem mér þykir flott hverju sinni og yfirleitt verður eitthvað ódýrt fyrir valinu. Það hentar mér ágætlega þar sem ég er mjög fljót að fá leið á fötum. Ég verð samt alltaf dolfallin þegar ég kem inn í Einveru. Þar eru klikkaðir skór frá Jeffrey Campbell og svo finnst mér Kalda línan mjög heillandi. Annars finnast mér mjög flott föt í Forever 21, H&M, Zara og Vila en mér er svo alveg sama hvaðan fötin koma. Ég hef meira að segja keypt mér buxur í barnadeildinni í Hagkaup, númerin þar eru alveg upp í 176 og þetta er sérstaklega hentugt á Tax-free dögum. Hversu mörg skópör átt þú? Ég geng mest í hælum og wedges en ég taldi skópörin nú einhvern tímann og voru þau í kringum 30 talsins og þá taldi ég ekki með flatbotna skó, dansskó eða strigaskó. Síðan þá hef ég keypt mér ný pör en sömuleiðis hafa þó nokkur fengið að fjúka niður í geymslu. Ég er líka algjör skóböðull þannig skórnir endast mislengi hjá mér. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ef það væri upp á líf og dauða myndi ég fá mér lítinn snák, þar sem ég er snákur í kínversku stjörnumerkjunum, sem hringar sig og réttir mér rauða, útsprungna rós með skoltunum. Það yrði samt leynihúð- flúr á leynistað. Hvaða flík er ómissandi að þínu mati fyrir útilegurnar í sumar? Þar sem alla veðra er von á íslensku sumri er nauðsynlegt að vera vel klædd og vel skóuð. Flott og öðruvísi gúmmístígvél eru alveg málið og alltof stórar, íslenskar lopapeysur. Myndir/Árni Sæberg Hef keypt buxur í barnadeild Hagkaupa Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur! Ekta Vespa fæst aðeins hjá Heklu! www.vespur.is Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr. Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr. Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr. 25% afsláttur af öllum vespum og aukahlutum Sumarútsala 471.750 kr. 449.250 kr. 516.750 kr. Betra verð en á Ítalíu Einstakt tækifæri Örfá hjól eftir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.