Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 28.07.2011, Blaðsíða 12
kvikmyndir Jamie Foxx Hæð: 178 sentímetrar. Besta hlutverk: Ray Charles. Staðreynd: Fékk 22 verðlaun fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Ray. Eitruð tilvitnun: „Ég er hér til að bjarga R&B“ 1967Fæddist þann13. desember í bænum Terrell í Texas sem Eric Marlon Bishop. 1989Vakti athyglifyrir uppistand sitt og eftirhermur. Um svipað leyti ákvað hann að breyta nafninu sínu í Jamie Foxx eftir grínistanum Redd Foxx. 1992Kom í fyrsta skiptifram á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Toys en hélt sig við leik í sjónvarps- þáttum næstu árin. 1994Gaf út sína fyrstubreiðskífu, Peep This, sem vakti litla sem enga athygli. 1996Byrjaði meðþáttinn The Jamie Foxx Show og stjórnaði honum í heil fimm ár. 1999Fékk sitt fyrstaalvörugefna kvik- myndahlutverk í kvikmyndinni Any Given Sunday og sló rækilega í gegn í framhaldinu. 2005Var tilnefndur tilÓskarsverðlaun- anna bæði sem besti leikari í aðal- og aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í kvikmynd- unum Ray og Collateral. Foxx fékk Óskarinn sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á hinum ástsæla Ray Charles. Hann hlaut einnig BAFTA-verðlaun í sama flokki fyrir frammistöðuna. Sama ár söng Foxx í laginu Gold Digger ásamt rapparanum Kanye West. Lagið gerði allt vitlaust og var 10 vikur í efsta sæti Billboard-listans. 2007Fékk sína eiginstjörnu á frægð- argötu Hollywood og lýsti deginum sem einum þeim besta í lífi sínu. 2010Nældi sér íGrammy-verð- laun fyrir bestu frammistöðu tvíeykis með rapparanum T-Pain. Foxx hafði áður fengið fjölmargar tilnefningar til verðlaunanna. FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 Frumsýningar helgarinnar „Úti’ í Eyjum, var Einar kaldi,“ sungu Stuðmenn í myndinni Með allt á hreinu. Verður Einar úti í Eyjum um helgina? Popp- korn Auglýsingaeftirlit Bretlands hefur ákveðið að banna tvær sjónvarpsaug- lýsingar frá snyrtivörufyrirtæk- inu L’Oréal þar sem þær hafa verið úrskurð- aðar villandi fyrir kaupend- ur. Auglýsing- arnar sýna leikkonuna Juliu Roberts og fyrirsætuna Christy Turlington með farða frá L’Oréal og þykir húð þeirra of gallalaus í auglýsingunum. Myndvinnslan sé of mikil og því ekki leyfilegt að auglýsa förðunarvörurnar á þennan hátt. Dómstólar í Bretlandi hafa gefið bandaríska leikmynda- hönnuðinum Andrew Ainsworth leyfi til að selja og framleiða eftirlíkingar af búningum hinna hvítu stormdáta úr Star Wars myndunum en Ainsworth hannaði búningana fyrir kvikmyndirnar á sínum tíma. George Lucas var ekki par sáttur með framleiðsluna og reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir hana og fá einkaleyfi á búningunum en allt kom fyrir ekki. Móðir Jennifer Lopez segist hæstánægð með skilnað hennar og Marc Anthony. Hún hefur nú þegar hafist handa við að reyna að koma Lopez og fyrrverandi kærasta hennar, Ben Affleck, saman á ný. Sam- kvæmt heimildum OK! Magazine hafa þau nú þegar spjallað nokkrum sinnum saman eftir skilnaðinn en Affleck er harðgiftur leikkon- unni Jennifer Garner og því ekki líklegur til að vera að leitast eftir meiru en vináttu Lopez. Leikarinn Tom Hardy sem fer með hlutverk illmennisins Bane í næstu Batman mynd, The Dark Knight Rises, segir tökudag- ana líkjast því að vinna á Starbucks kaffihúsi. Hann segir svona stórmyndir líkjast kaffihúsakeðjunni um margt; þær velta ótrúlegum fjárhæðum og gleðja fjölda fólks. Christian Bale mun halda áfram að leika Batman og ríkir mikil spenna fyrir kvikmyndinni sem skartar einnig þeim Gary Oldman og Anne Hathaway í aðalhluverk- um. Horrible Bosses KEVIN SPACEY LEIKUR ANSI VONDA TÝPU Í HORRIBLE BOSSES Leikstjóri: Seth Gordon. Aðalhlutverk: Jason Bateman, Jason Sudeikis, Jennifer Aniston, Colin Far- rell, Kevin Spacey, Donald Sutherland og Jamie Foxx. Lengd: 130 mínútur. Dómar: IMDB: 7,6 / Metacritic: 57 / Rotten Tomatoes: 69% Aldurstakmark: 12+ Kvikmyndahús: Sambíóin Áflabakka, Kringlunni og Egilshöll. Félagarnir Nick Hendricks, Dale Ar- bus og Kurt Buckman vinna hver á sínum vinnustaðnum, en þeir eru allir jafn óhamingjusamir í vinnunni. Í örvænt- ingu sinni ákveða félagarnir að snúa vörn í sókn og tryggja hamingju sína með því að myrða yfirmennina þrjá, en það er ekki jafn auðvelt að drepa manneskju og margir halda. Harry Potter ævintýrið er á enda. Þvílík saga. Kvikmyndirnar urðu átta talsins og það má með sanni segja að Harry kveðji okkur á frábæran hátt. Kvikmyndin hefst á nákvæmlega sama stað og fyrri hlutinn endaði. Voldemort hefur náð Yllisprotanum, öflugasta sprota veraldar og allt stefnir í að hann verði gjörsamlega óstöðvandi. Á meðan eru Harry, Hermione og Ron að syrgja Dobby sem fórnaði sér svo göfullega í lok fyrri hlutans. Ég var gríðarlega ánægður með þessa mynd. Hún er ótrúlega vel gerð í alla staði. Söguþráðurinn er mjög þéttur og fær leikstjóri myndarinnar, David Yates, mikið hrós frá mér því hann hefur skilað frábæru verki frá sér. Ákveðið lykilplott í myndinni er meistaralega vel gert hjá Yates og grét ég eins og lítil stelpa yfir því. Ég verð einnig að minnast á tónlistina. Alexandre Desplat samdi tónlistina fyrir báðar myndirnar um Dauðadjásnin og gefur hún myndunum mikinn ævintýrablæ. Hann slær samt ekki Nicholas Hooper út. Hann átti skilið að fá óskarinn fyrir tónlistina í Blendingsprinsinum. Frábærir aukaleikarar Harry Potter myndirnar eru eins og gefur að skilja misgóðar en þær eru samt allar vel yfir meðallagi. Það sem hefur þó verið í lagi allan tímann er val á aukaleikurum. Þremenningarnir hafa verið í aðalhlutverki allan tímann og hafa þau skánað mjög mikið. Daniel Radcliffe, sem leikur Harry, sýnir sína bestu frammistöðu í þessari mynd og einnig er Rupert Grint mjög flottur sem Ron. Þeir toppa samt ekki sleggjurnar Alan Rickman og Ralph Fiennes. Rickman hefur farið á kostum sem hinn flókni Severus Snape og aðeins Ralph Fiennes hefði getað leikið Voldemort. Michael Gambon hefur túlkað Dumbledore snilldarlega og Helena Bonham Carter var geggjuð sem hin illa Bellatrix Lestrange. Í rauninni hefur elítan í bresku leikarastéttinni stutt við bakið á þremenningunum og gefið myndunum alveg ótrúlega mikið. Ég sem mikill aðdáandi Potter bókanna er mjög sáttur með niðurstöðuna. Báðir partarnir um Dauðadjásnin voru frábærir og það var hárrétt ákvörðun að splitta síðustu bókinni upp í tvo hluta. Með því varð uppbyggingin að endinum mun dýpri og betri en ella. Til þín JK Rowling: Takk fyrir mig og Wingardium Leviosa! Tómas Leifsson Potter kveður með stæl Leikstjóri: David Yates. Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Emma Watson & Rupert Grint. Lengd: 130 mínútur. Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II K V I K M Y N D

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.