Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 04.08.2011, Blaðsíða 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Umbrot: George Kristófer Young (george@mbl.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Eggert (eggert@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2011 Monitor Feitast í blaðinu Snorri Helgason er tilbúinn að ganga ansi langt fyrir að fá að spila með Bob Dylan. Friðrik Ómar er óskabarn Dalvíkur og ætlar auðvitað á Fiskidagana um helgina. Gay Pride fer fram um helgina en Hera Björk syngur lag hátíðar- innar í ár. 8 Lay Low át grúppíur og gæti hugsað sér að vera kölluð Lobba blús. 14 Lærðu hvernig þú átt að dekra við húðina þína í Stílnum. 13 6 Af hverju er nafnið Geir ekki fallbeygt eins og nafnið Freyr? Efst í huga Monitor 4 Alexander Ström varð árið 2009 Svíþjóðarmeistari í klappstýruíþróttinni og endaði í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu. Hann er nú kominn hingað til lands og ætlar að halda námskeið um helgina ásamt Pétri Björgvini Sveins- syni fyrir alla sem hafa áhuga á því að hreyfa sig og upplifa jákvæða orku. FYRIR FERÐALANGA Á heimasíðu Blóðbankans segir að til að mæta kröfum samfélags- ins þarf hann á 70 blóðgjöfum að halda á hverjum degi. Því er tilvalið fyrir hvern hraustan samfélagsþegn að skjótast út í Blóðbankann og gefa blóð. Þú getur verið viss um að þú gangir þaðan út með ókeypis djús og köku, bros á vör og góða samvisku. Í GOGGINN Gamla vínhúsið er kósí og traustur veitinga- staður sem finna má á Klapparstíg í Reykjavík og Vesturgötu í Hafnarfirði. Staðurinn býr yfir fjölbreyttum matseðli en fyrst og fremst er hægt að fá þar ljúffenga steik og með henni á virkilega hagstæðum kjörum. FYRIR MIÐBÆJARROTTUR C is for cookie er nýtt kaffihús í miðbæ Reykjavík- ur, nánar tiltekið á Týsgötu, sem rekið er af pólsku pari. Þar er á ferð virkilega notalegur staður sem býður upp á bragðgott kaffi og heimalagað bakk- elsi þar sem múffurnar eru fremstar í flokki. Á NETINU Fróðleiks- fúsir ættu að komast í feitt á heima- síðunni Document- ary Heaven, documentaryheaven.com, en þar er að finna geigvænlega stórt safn af fróðlegum heimildarmyndum úr öllum áttum. Síðan flokkar heimild- armyndirnar á skilvirkan hátt svo einfalt er að finna mynd sem hæfir áhuga hvers og eins. Monitor mælir með Íþróttapartí á launum „Um helgina ætlum við að hleypa af stokkunum klappstýruíþróttinni á Íslandi. Fólk á Íslandi veit kannski ekki að til eru atvinnumenn í íþróttinni víðs vegar um heim en draumur minn er að fá hana samþykkta hér á landi. Í Evrópu hefur greinin vaxið mjög hratt að undanförnu og í Bandaríkjunum veltir hún miklum fjármunum enda fimmta stærsta íþróttin þar í landi,“ segir hinn skeleggi Alex. „Allir eru velkomnir á klappstýrunámskeiðið um helgina í Fagralundi. Við ætlum líka að hafa minni námskeið víðs vegar um borgina þar sem fólk getur komið og lært í þrjá tíma. Vinum mínum í klappstýru-heiminum finnst mjög spennandi að ég sé kominn til Íslands til að kenna íþróttina. Þess vegna var auðvelt að fá heimsmeistarann frá Finnlandi og Evrópumeist- arann frá Noregi til að koma hingað til lands til að sýna listir sínar.“ Það voru varamenn og vatnsberar í Bandaríkj- unum sem byrjuðu íþróttina fyrir mörgum árum. Þeim leiddist á bekknum svo þeir ákváðu að búa til pýramída til að skemmta áhorfendum og fá þá til að hvetja sitt lið. Svo tóku þeir hugmyndina lengra og fengu stelpur til liðs við sig til að fá fleiri til að horfa. Alex hefur trú á því að Ísland gæti komist í fremstu röð. „Ísland á virkilega marga góða íþróttamenn og því eru möguleikarnir á því að búa til góðar klappstýrur mjög miklir. Ég hef trú á því að Ísland gæti orðið ein af fimm bestu þjóðunum í Evrópu ef að fólk fengi nógu góða leiðsögn og þjálfun.“ Pétur segir alla geta tekið þátt í íþróttinni. „Ég vissi ekkert um íþróttina fyrir fimm mánuðum. Ég hafði bara spilað fótbolta en á þessum stutta tíma hefur mér tekist að læra margt í íþróttinni sem sýnir að maður þarf ekki endilega að hafa verið í fimleikum eða dansi til að vera með. Það geta allir tekið þátt enda þarf marga mismunandi einstaklinga til að búa til gott klappstýrulið.“ Alex tekur í sama streng. „Ég spilaði sjálfur ruðning og stundaði frjálsar íþróttir og ég hafði ekki mikla trú á klappstýruíþróttinni þegar vinur minn plataði mig til að koma og sjá keppni. En hakan fór í gólfið og ég varð heltekinn af jákvæðu orkunni sem var uppi á sviði og í áhorfendaskar- anum. Þetta snýst svo mikið um skemmtun svo að þetta var eins og hálfgert partí þó svo að fólk sé auðvitað líka kappsamt um leið. Þessu fylgir gríðarlegt úthald og gott líkamlegt ástand en þegar ég sá þetta hugsaði ég: „Ég verð að prófa.“ fyrst&fremst Þegar nei verður gay Við hér á Monitor-stöðum tókumupp á því við vinnslu blaðsins að breyta lagatextum sem innihalda orðið nei með því að skipta því út fyrir gay svona í tilefni af Gay Pride- hátíðinni. Hér deilum við með ykkur textunum sem okkur duttu í hug en svo er það ykkar að bæta í flóruna. Þannig yrði lagið Nei, nei ekki umjólin með HLH flokknum og Siggu Beinteins einfaldlega gay, gay ekki um jólin. Sigga Beinteins og Sigríður Eva Ármannsdóttir mynduðu dúettinn Heart 2 Heart sem söng Eurovision- lagið Nei eða já. Þar er breytingin augljós og við getum sungið hátt og skýrt gay eða já, af eða á, aldrei mér tekst að vita svarið. Páll Óskar gaf út lagið Jafnvelþó við þekkjumst ekki neitt og syngur þar línuna ekki segja nei heldur kannski, kannski. Við vitum ekki hvort Palli myndi samþykkja breytinguna en hægt væri að raula ekki segja gay heldur kannski, kannski. Svanhildur Jakobsdóttir á eitt vinsælt lag sem inniheldur svipaða línu en þar er sungið segðu ekki nei, segðu kannski, kannski, kannski og þar má raula segðu ekki gay, segðu kannski o.s.frv. Til að slá botninn í þessamögnuðu úttekt er upplagt að taka nýlegan slagara úr safni Ingó; lagið Fanney. Auðvelt er að breyta Fanney, hey, hey, ekki segja nei, nei, nei einfaldlega yfir í Fanney, hey, hey, ekki segja gay, gay, gay. Eini hængurinn á þessumbreytingum er sá að oft fylgir þessum textum sú staðreynd að skáldið yrkir til einhvers og óskar eftir því að viðkomandi segi ekki nei. Það er því leiðinlegt að textarnir hljómi eins og ekki eigi að segja gay. En þá er gott að hunsa þá staðreynd og hugsa frekar að með þessu móti verði textarnir lausir við neikvæðni og lögin verði hýrari og kátari. CHEER ICELAND Hvað: Klappstýrunámskeið. Hvar: HK svæðið í Fagralundi. Hvenær: 15:00 fimmtudaginn 5. ágúst Samband: 845-7404, cheercampiceland@gmail.com Sýningar: Laugardagur 15:00 í Hljómskálagarðinum. Upplýsingar: www.icelandcheer.com ALLT KLAPPAÐ OG KLÁRT HJÁ ALEX OG PETRI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.