Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 11.08.2011, Qupperneq 3

Monitor - 11.08.2011, Qupperneq 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Monitor Feitast í blaðinu Leiklistarneminn Hreindís Ylva er fjölhæf stúlka sem var að gefa út plötu. Davíð Berndsen hitti Bubba fyrst í ræktinni og stefnir á að taka þátt í Eurovision. Berglind Árnadóttir eða Begga kennir fatahönnun og rekur fata- verslun. 8 Ragnar Þórhalls- son ætlar til New York að húðflúra á sig köflótta skyrtu. 14 Enski boltinn fer af stað um helgina. Monitor hitar upp fyrir átökin. 13 6 Forsíðufyrirsæturnar Karl Berndsen og Davíð Berndsen eru fjórmenningar. Efst í huga Monitor 4 FYRIR SÆLKERA Á laugardag- inn verður hinn árlegi ísdagur Kjörís haldinn hátíðlegur í Hveragerði. Bernaisesósuís, Hverarúgbrauðsís, pítsuís og rósaís verða meðal annars á boðstólnum fyrir forvitna gesti en þeir sem vilja ekki gerast svo djarfir geta fengið Krapís og hinn klassíska Kjörís í massavís. FYRIR LÍKAMA OG SÁL Sundlaugin Laugaskarði í Hvera- gerði er ekki af verri endanum og væri tilvalið að skella sér í smá afslöppun um helgina, fyrir eða eftir ísátið. Fjórar stjörnur af fimm mögulegum á Sund- laugar.is sem segja allt sem segja þarf. Í SPILARANN Platan Numbers Game er nýútkomið afsprengi samstarfs tónlistarmann- anna Péturs Ben og Ebergs. Hér er á ferðinni dúndurflott plata sem allir ættu að hlusta á og skella sér á útgáfutón- leikana. Nánari upplýsingar í Fílófaxinu. Monitor mælir með fyrst&fremst Bob er með‘etta The sun is shining, the weather issweet,“ söng Bob Marley hér um árið. Það er svo magnað hvað þessi blessaði eldhnöttur getur auðveldað allt okkar daglega líf. Allir verða glaðir, allir verða ljúfir og allir gleyma öllum áhyggjum. Fólk þeysist um grund með bros á vör og laglínan „Everything is gonna be alright“ ómar í höfði þess. Litla upphitaða víkin sem kennd er við Nauthól fyllist af fólki, Lónið bláa iðar af lífi og allt í einu keppast allir við að borða utandyra. Sumir ganga svo langt að fá sér jafnvel bara rjómaís í kvöldmatinn, en það eru bara þeir allra hörðustu. Við sjáum elskendur leiðast hönd í hönd. Kyssast. Þeir eiga stefnumót. Halda áfram út í óvissuna en hafa sjaldan verið eins örugg með tilveruna. Það er núið sem skiptir máli. Að lifa og að elska. „Could you be loved and be loved?“ spurði Marley og svarið er já. Njótið þess sem eftir er af sumrinu. Það er svo sweet. Jóhannes Ásbjörnsson Sit í sérdeilis frábæru yfirlæti í Menningarsetri Dalvíkur. Fishy town! Ellen Degeneres var að labba framhjá með babkpoka. Hún talar þýsku! 6. ágúst kl. 9:13 Matthías Vilhjálmsson 3. sigurinn í röð og kallaður inn í landsliðshópinn! Er að fílaða :) 7. ágúst kl. 21:58 Anníe Mist Þórisdóttir Poring down in Boston guess there’s nothing to do but go shopping! =) 7. ágúst kl. 16.35 Vikan á... Kristmundur Axel er á spáni med vinunum ásamt 300 MSing- um,MÍingum,MKingum og BILLJÓN Íslendingum, hef aldrei skemmt mér jafnvel á ævi minni, mer er alltof heitt hérna, Ást á ykkur heima, hahahahhahhahaha vá thetta er svo fokkin gaman 9. ágúst kl. 00:48 Edda Sif Páls- dóttir - þú varst áreiðanlega í MR ef þú situr núna æstur yfir því að finna eitthvað sniðugt MR grín til að skrifa á þessa síðu. 9. ágúst kl. 00:52 „Gæran var haldin í fyrsta skiptið í fyrra og ég var með í því að skipuleggja þá hátíð. Okkur fannst vanta tónlistarhátíð fyrir Norðan, það eru tónlistarhátíðir á öllum öðrum landshornum. Í ár á þetta að vera stærra og veglegra enda lærðum við margt af hátíðinni í fyrra,“ segir Helgi Sæmundur. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til laug- ardags og hafa margir listamenn boðað komu sína. Fimmtudagskvöldið er lágstemmdara með sóló-listamönnum og trúbadorum en á föstudegi og laugardegi eru haldnir tónleikar með stærri hljómsveitum. Hátíðin er haldin í gamalli súdunarverksmiðju og dregur hátíðin nafn sitt af þeirri staðreynd. „Allir veggir eru skreyttir með gærum, sviðinu og hljóðkerfi er skellt upp og svo er allt keyrt í gang.“ Aðspurður segir Helgi að það megi líta svo á að þegar þeir félagar troði upp á hátíðinni sé það eins konar úlfur í sauðagæru og hann tekur grín- ið enn lengra. „Svo erum við að spá í að tala við strákana í Valdimar og taka kannski eitt lag með þeim og saman gætum við myndað hljómsveitina Úlf-Valdi. Það ætti að vera auðvelt þar sem þeir eru rétt eins og við að spila á föstudagskvöldinu. Það er býsna þétt dagskrá það kvöldið en þá troða líka upp Múgsefjun, Biggi Bix, Morðingjarnir, Sverrir Bergmann, Geirmundur Valtýrs og svo stígur Emmsjé Gauti á svið með okkur ásamt því að taka sjálfur sín helstu lög.“ Listin blómstrar á Króknum Sverrir Bergmann gerði það gott hér á landi í upphafi síðasta áratugar og þá unnu þeir Helgi og Arnar músíktilraunir árið 2009 með þáver- andi hljómsveit sinni, Bróður Svartúlfs. „Það er slatti af hljómsveitum í bænum og í dag eru fleiri starfandi hljómsveitir heldur en á mínum yngri árum. Þá voru ef til vill fjórar en núna eru þarna sex eða sjö svo það er nóg um að vera í tónlistarlífinu. Svo er svo gaman hvað það eru margar skagfirskar hljómsveitir að stíga á stokk á hátíðinni og við erum mjög spenntir fyrir því að spila í heimabænum enda ekki spilað þar síðan á Gærunni í fyrra“ Svartúlfurinn látinn En er Bróðir Svartúlfs dáinn? „Já, hann dó og við komum allir að því að drepa hann. Úlfur Úlfur átti alltaf að vera svona hliðarverkefni en þegar Svartúlfurinn dó þá var lítið annað í stöðunni en að taka þetta nýja verkefni enn lengra.“ Forsíðufyrirsæta Monitor þessa vikuna syngur lag ásamt Bubba Morthens sem ber sama heiti og hljómsveit Helga. „Við stofnuðum hljómsveitina áður en lagið kom út en það er ekki hægt að vera reiður út í lagið af því að það er svo fjandi gott.“ Þeir Helgi Sæmundur Kaldalón Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason, halda á heimaslóðir um helgina. Þeir ásamt Þorbirni Einari Guðmundssyni mynda rappsveitina Úlfur Úlfur sem mun troða upp á Gærunni á Sauðárkróki. ÚLFUR Á GÆRU HELGI SÆM, ADDI FREYR OG BJÖSSI Mynd/Árni Sæberg

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.