Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 M yn d/ Er ni r ELDRI BORGARAR ÁNÆGÐIR Hreindís Ylva syngur lög Erlu Þorsteins á nýútkom inni plötu sinni og segir eldri borgar a kunna vel að meta fram takið. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm kemur lesendum eflaust kunnuglega fyrir sjónir enda er hér á ferðinni ein af aðalleikkonum í kvikmyndinni Óróa sem frumsýnd var á síðasta ári. Fyrir ári síðan hóf hún leiklistarnám í Guildford og gaf nýlega út plötu til heiður Erlu Þorsteinsdóttur ásamt hljómsveit sinni. Þann 4. september næstkomandi fagnar Hreindís útgáfunni á veglegum útgáfutónleikum og geta áhugasamir nálgast miða á Midi.is. Hvernig kannt þú við þig úti í Guildford? Ég kann rosalega vel við mig þar, frábær bær og stutt að skreppa til London í stórborgarlífið og leikhúsin. Langaði þig frekar að læra leiklist þar en hér heima? Já, mig langaði til að fara út, skipta um umhverfi og læra að tala annað tungumál eins og innfædd á sama tíma og ég lærði leiklist. Ég er mjög ánægð að hafa farið út, á orðið yndislega vini úti og skólinn stendur undir öllum væntingum og rúmlega það. Fórstu í prufur fyrir LHÍ? Já. Ég komst ekki inn og þó það sé alltaf leiðinlegt var ég ekkert miður mín því þó Ísland sé yndislegt og LHÍ án efa góður skóli þá er Ísland lítið og ég held að það sé nauðsynlegt fyrir marga að prófa að búa annars staðar í smá tíma og mig þar á meðal. Hefur þú alltaf sungið mikið? Já, alveg frá því ég var smástelpa. Svo byrjaði ég í kór 7 ára og í gegnum þann kór kynntist ég leiklistinni og hef ekki stoppað síðan, hvorki í tónlist né leiklist. Hefur þú lært söng? Já, ég fór á allskonar námskeið þegar ég var lítil og stundaði nám í klassískum söng þegar ég var 14-17 ára en það var ekki alveg mín hilla svo ég sótti um á djass- og rokkbraut Tónlistar- skóla FÍH og var þar í fjögur ár og lauk miðprófi áður en ég fór út. Spilar þú á einhver hljóðfæri? Ég æfði á flautu á grunn- og menntaskólaárunum hjá Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og hef svo haldið flautuspilinu við bara sjálf síðan, meðfram því að kenna sjálfri mér á píanó og svo hef ég aðeins glamrað á gítar líka. Ekkert sem getur kallast tónlist komið á gítarinn ennþá (hlær). Semur þú líka tónlist? Ég hef ekki gert mikið af því en finnst það samt mjög skemmtilegt og langar að gera meira af því. Ég hélt ég gæti það ekki þangað til ég þurfti að gera það fyrir stigspróf í FÍH, settist bara niður og dreif í því. Af hverju Erla Þorsteins? Lögin hennar eru svo yndisleg og þó margir hafi tekið eitt og eitt þeirra hefur enginn heiðrað hana á þennan hátt, með heilum tónleikum eða plötu með endurgerð laganna. Svo er hún líka úr Skagafirði eins og móðurættin mín. Kæmi til greina að halda nokkra tónleika fyrir eldri borgara til að fylgja plötunni eftir? Það kemur til greina að halda tónleika fyrir alla sem vilja hlusta! En eldri borgarar sem hafa komið á tónleikana hing- að til hafa kunnað virkilega vel að meta tónlistina og að við unga fólkið séum að vasast í þessum lögum sem þau þekkja svo vel. Hvernig væri draumagiggið þitt? Ég held að ég hafi nú þegar klárað gigg sem er eiginlega draumagigg þegar ég hélt tónleika til að safna pening fyrir leiklistarnáminu og flutningunum út og fékk fullt af vinum mínum til að spila og syngja. Það varð svo að kveðjupartýi líka og hefði ekki getað verið skemmti- legra. Svo væri reyndar ekki leiðinlegt að taka þátt í Eurovision einn daginn með flott lag. Hvað ert þú að hlusta á núna? Ég er að hlusta á nýju plötuna með Jóni Jónssyni sem mér finnst alveg frá- bær. Ekta svona sumarplata, skemmtileg stemning í henni. Fær toppeinkunn! HREINDÍS YLVA Á 60 SEKÚNDUM Fyrstu sex? 010389 Uppáhaldsmatur? Alltof margt! Uppáhaldskvikmynd? Þær eru nokkrar en Sound of Music og Parent Trap eru báðar klassík sem ég hef haldið upp á lengi. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Tveir mjög ólíkir, The Apprentice og One Tree Hill Fyrirmynd í lífinu? Fullt af fólki, reyni bara að læra af öllum sem standa sig vel.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.