Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 BEGGA BJÚTÍ BÝR Í BARCELONA stíllinn Berglind Árnadóttir opnaði búðina The Work Shop ásamt Helgu Lilju Magnús- dóttur fyrr í sumar. Að sögn Berglindar eða Beggu, eins og hún er yfirleitt kölluð, hefur búðin fengið frábærar viðtökur og verður opin lengur en upphaflega var áætlað. Berglind hefur sopið marga fjöruna þegar kemur að fatahönnun og kennir við skólann IED í Barcelona um þessar mundir. Monitor fékk að forvitnast aðeins um Beggu og fatahönnun hennar. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þína eigin búð? Ég tók þessa ákvörðun um síðustu jól þegar ég var hérna heima í fríi. Ég átti nefnilega lager af vörum og langaði að koma heim og láta reyna á þetta. Í janúar hóf ég svo undirbúning til að geta opnað búðina í sumar og var svo ótrúlega heppin að kynnast Helgu Lilju sem á Helicopter. Hún var til í samstarf þannig að þetta gekk alveg rosalega vel. Hvernig viðtökur hefur búðin fengið? Alveg frábærar, betri en ég þorði að vona. Hvernig föt finnst þér skemmtilegast að hanna? Ég dett oft í að hanna fínni klæðnað fyrir konur en ég er með allt frá kvöldkjólum til prjónavara, reyndar alltaf með mjög kvenlegu yfirbragði. Hannar þú bara fyrir konur? Hingað til hef ég gert það. Ég hefði alveg gaman af að gera línu fyrir karlmenn og það gæti vel gerst einn daginn. Um tíma hannaði ég líka föt fyrir stærsta barnafatafram- leiðanda á Spáni en núna ætla ég bara að einbeita mér að konum. Mér hefur alltaf fundist það skemmtilegast enda á mörgu að taka í slíkri hönnun. Hvernig myndir þú lýsa nýjustu línunni þinni í fimm orðum? Sérstök, rokkuð en mjúk, kvenleg og draumkennd. Hvaðan sækir þú innblástur? Í allt mögulegt eins og til dæmis fólk úti á götu, bækur, vintage-búðir, bíómyndir og aðra hönnuði en svo er líka margt sem poppar upp í hausnum á mér og ég veit ekki hvaðan það kemur. Þá er gott að vera alltaf með teikniblokk og penna á sér. Hver er þinn uppáhaldshönnuður? Ég á mér engan einn uppáhalds, það fer alveg eftir ári og árstíðum. Fyrir komandi vetur er það samt Gucci, ég elska línuna. Hvað átt þú mörg skópör? Heilan helling, ég hef ekki tölu á þeim. Samt geng ég alltaf í sömu 3-4 pörunum. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Aloe Vera-gels! Hvað er það ósmekklegasta sem þú veist um? Kúrekahattar og jú, skældir hælaskór líka (hlær). Hver er best klædda kona heims að þínu mati? Ein sem kemur strax upp í hugann er Olivia Palermo, hún er alltaf svo fullkomin og smart. Berglindi Árnadóttur þykir kúrekahattar virkilega ósmekklegir og gæti ekki verið án Aloe Vera-gels. Vinir hennar kalla hana Beggu. Kvenleg og draumkennd Myndir/Árni Sæberg Tí sk um yn di r/ Jo se G ua ld a

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.