Monitor - 11.08.2011, Page 9

Monitor - 11.08.2011, Page 9
9FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Monitor Myndarlegasti rauðhærði maður landsins, Berndsen, er maðurinn á bak við sumarsmellinn Úlfur úlfur sem sjálfur Bubbi hefur sagst stoltur af. Næst á dagskrá hjá eitís-popparanum er tilvonandi Eurovision-ævintýri og heimsfrægð í Evrópu. gður með þetta!“ v ið ta li ð „torrentum“, þú getur fundið hana á einhverjum rússnesk- um heimasíðum og eitthvað. Þið Þórunn Antonía eruð að vinna að plötu þessa dagana þar sem þú sest í stól pródúsents. Hvernig kanntu við þig í því hlutverki? Rosalega vel, það er æðislegt að vinna með henni, hún er svo mikill snillingur. Maður kemur kannski með einhvern grunn og svo kemur hún með sitt innlegg í þetta allt þannig að ég er alls ekkert að segja henni nákvæmlega fyrir verkum. Ég geri lag en hún kemur með texta og sína laglínu, þetta er samstarf og hún er algjör fagmaður. Við erum að gera popptónlist sem er eiginlega erfitt að elska ekki. Þú hefur lýst því yfir að þú stefnir á þátttöku í Eurovision fyrir Portúgal í vor. Ertu byrjaður að undirbúa það? Ég er búinn að koma mér í tengsl við gæja sem vinnur í portúgölsku tónlistarsenunni þannig að ég ætla að reyna að búa til einhverja grunna og fá einhvern portú- galskan poppara til að syngja lagið. Ég sé þetta þannig fyrir mér að ég væri á sviðinu með einhvern kítar eða hljómborð með einhverri þrususætri gellu eða gaur með einhvern „hittara“. Er þá bara heimsfrægð í Portúgal og Þýskalandi á næsta leiti? Ég ætla allavega að láta reyna á tónlistina og ef það gengur ekki upp þá fer maður bara að vinna sem bakari, kenna skák eða í sjó- mennskuna.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.