Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 10
kvikmyndir Daniel Craig Hæð: 178 sentímetrar. Besta hlutverk: James Bond. Staðreynd: Heldur með Liver- pool FC í enska boltanum. Eitruð tilvitnun: „Um leið og þú reynir að vera kynþokkafullur tekst þér það ekki.“ 1968Fæddist þann 2.mars í breska bænum Chester. 1974Lék í sínu fyrstaskólaleikriti og fékk þá hina umtöluðu leiklistarbakteríu. 1992Giftist skoskuleikkonunni Fiona Loudon. Sama ár eignuðust þau dótturina Ella. 1994Skildi við eigin-konuna Fiona og byrjaði stuttu síðar með þýsku leikkonunni Heike Makatsch. Þau hættu saman sjö árum síðar. 2001Kom sér á kortiðí Hollywood sem erkióvinur Angelinu Jolie í kvikmyndinni Lara Croft: Tomb Raider. 2004Byrjaði með kvik-myndaframleið- andanum Satsuki Mitchell. Þau sáust fyrst saman opinberlega á frumsýningu James Bond-kvik- myndarinnar Casino Royale. 2005Skrifaði undirsamning um að leika ofurtöffarann James Bond. Craig er eini ljóshærði Bond- leikarinn og einnig sá lágvaxn- asti hingað til. 2008Missti hluta affingurgómi eins fingra sinna við tökur á Bond- myndinni Quantum Of Solace. Craig gerði grín að atvikinu eftir á og sagðist nú geta hafið glæstan glæpaferil svona fingra- faralaus. 2010Sleit sambandisínu við Satsuki og varð ástfanginn af leikkonunni Rachel Weisz. Þau kynntust við tökur á kvikmyndinni Dream House. Sama ár skrifaði hann undir samning um að leika rannsóknarblaðamanninn Mikael Blomkvist í Hollywood- útgáfu leikstjórans David Fincher af Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson. 2011Giftist RachelWeisz við litla at- höfn í New York þar sem aðeins fjórir gestir voru viðstaddir. FERILLINN 10 Monitor FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Frumsýningar helgarinnar Harrison Ford hefur leikið Indiana Jones í öllum fjórum myndunum um kappann. Á næsta ári verður tuttugastaogþriðja James Bond myndin frumsýnd og þá mun Daniel Craig leika njósnarann í þriðja sinn. Popp- korn Twilight-leikkonan Kristen Stewart er komin í stutt frí vegna óeirðanna í London. Framleiðsla kvikmyndar- innar Snow White And The Hunt- smen hefur verið stöðvuð tímabundið til að tryggja öryggi aðstandenda myndarinnar. Hin 21 árs gamla Stewart og meðleikari hennar, Chris Hemsworth, eru bæði í lögreglufylgd og halda sig fjarri miðborginni á meðan fríinu stendur. Leikarinn Jon Cryer sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Two And A Half Men gerði grín að nýjum mótleikara sínum, Ashton Kutcher, í nýlegu viðtali. Hann sagðist hafa leikið sitt fyrsta stóra kvikmyndahlutverk á móti Demi Moore í kvik- myndinni No Small Affair og þá hafi Ashton einmitt verið sjö ára gamall pjakkur. Tónlistarsjónvarpsstöð- in VH1 rannsakar nú tengslin milli hip hop-tónlistar og kókaíns fyrir þáttinn Planet Rock: The Story Of Hip Hop And The Crack Generation sem verður sýndur í næsta mánuði. Þar er fjallað um þróun neyslu krakks í hip hop- heiminum og í þættinum koma meðal annars fram þeir Snoop Dogg og B-Real úr Cypress Hill. Hjartaknúsarinn Antonio Banderas segist ekki hafa viljað eiga í ástar- sambandi við Madonnu þar sem hún sé of kraftmikil kona. Poppdrottn- ingin fór ekki leynt með hrifningu sína á leikaranum í heimildarmyndinni In Bed With Madonna sem var gefin út árið 1991 en Banderas segist hafa verið mjög stressaður í návist hennar vegna lélegrar enskukunnáttu sinnar. Heimildarmyndamóg- úllinn Michael Moore stakk upp á í nýlegu viðtali að leikarinn Matt Damon færi í forsetafram- boð. Hann segir Damon hafa verið óhræddan við að segja skoðanir sínar í gegnum tíðina og benti á að leikari hefði nú áður farið í forsetaframboð. Ekki er vitað hvort Damon hafi íhugað að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Cowboys & Aliens INDIANA JONES OG JAMES BOND ERU BLANDA SEM GETUR EKKI KLIKKAÐ Leikstjóri: Jon Favreau. Aðalhlutverk: Daniel Craig, Harrison Ford og Olivia Wilde. Lengd: 118 mínútur. Aldurstakmark: 14 ára. Kvikmyndahús: Laugarásbíó og Sambíóin Álfabakka. Þegar minnislaus aðkomumaður mætir í smábæ í villta vestrinu verður hann umsvifalaust miðpunktur athyglinnar. Aðkomumaðurinn hefur enga hugmynd um fjarveru sína og vaknar með dularfullan hlut á hendinni. Ókunnugir eru ekki velkomnir í þennan litla bæ þar sem bæjarbúar lifa í ótta við ofurstann Dolarhyde. Þegar aðkomumaðurinn er hnepptur í varðhald ofurstans verður bærinn fyrir skyndilegri árás geimvera og er aðkomumaðurinn þeirra eina von. Aðskotahluturinn er nefnilega eina vopnið sem dugar gegn innrás geimveranna. Strumparnir 3D Leikstjóri: Raja Gosnell. Aðalhlutverk (talsetning): Laddi, Ævar Þór Benediktsson, Atli Rafn Sigurðarson, Þröstur Leó Gunnarsson, Kjartan Guðjónsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Lengd: 100 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Þegar Kjartan galdrakall eltir Strumpana úr þorpinu þeirra og yfir í okkar heim lenda þeir óvart í Central Park í New York. Strumparnir þurfa að spjara sig í stórborginni og finna leið aftur í þorpið sitt áður en Kjartan finnur þá og upphefst þá fjörugur eltingaleikur. Árið 2005 varð gríðarleg söluaukning á fullorðins- bleyjum og var ástæðan útgáfa hryllingsleiksins F.E.A.R. sem sló hörðustu nöglum þvílíkan skelk í bringu að annað eins hafði ekki sést. Nú á dögunum kom út þriðji leikurinn í þessari mögunuðu seríu og þá er spurningin hvort framleiðendunum hafi tekist að halda ferskleikanum. Leikmenn fara í hlutverk genabreytta hermannsins Point Man sem kom við sögu í fyrsta leiknum. Allt er orðið brjálað í Fairport-borg og ætlar okkar maður að vaða þar inn til að bjarga félaga sínum. Með honum í för er morðóði bróðir hans Paxton Fettel eða öllu heldur vofa hans, þar sem hann dó í fyrsta leiknum. Í gegnum söguþráðinn fá leikmenn að fræðast meira um samband þeirra bræðra og af hverju þeir eru svona klikkaðir. Sögu leiksins geta leikmenn spilað sem annað hvort Point Man eða Fettel, en auk þess er hægt að spila í gegnum hann tveir saman í „co-op“ á einni tölvu eða í gegnum netið. F.E.A.R. 3 er fyrstu persónu skotleikur þar sem leikmenn þjóta um þrönga ganga sem tengja hin ýmsu svæði saman og því lítið um frelsi í leiknum. Vopnin eru dæmigerð eða allt frá skammbyssum að sniperrifflum í bland við hagla- og vélbyssur. Þegar hasarinn verður hvað harðastur geta leikmenn svo hægt á atburðarrásinni tímabundið og látið vaða á óvinina í „slow motion“. Óvinirnir í leiknum eru af ýmsum toga en í flestum tilfellum eru leikmenn að berjast við heilu hjarðirnar af hermönnum sem eru mjög vel forritaðir og er gervigreind leiksins til mikillar fyrirmyndar og mjög krefjandi. Grafíkin í F.E.A.R. 3 er hinsvegar töluvert á eftir því sem við eigum að venjast í dag, en tónlist og talsetning sleppur vel fyrir horn. Ég þurfti ekki að seilast eftir bleyju- pakkanum í þetta sinn enda hrylling- ur leiksins aðeins í ágætu meðallagi en leikurinn bætir vel fyrir það með miklum hasar, skemmtilegum söguþræði og frábærri „co-op“ spilun. Allt þetta gerir F.E.A.R. 3 að hinni bestu skemmtun og mæli ég með honum sem góðum og fjölbreyttum skotleik sem nær að grípa mann allt frá upphafi til enda. Ólafur Þór Jóelsson H.R.Æ.D.D.U.R. Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Warner Dómar: Gamespot 7,5 af 10 / IGN 8 af 10 / Eurogamer 8 af 10 F.E.A.R TÖ LV U L E I K U R

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.