Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 11.08.2011, Qupperneq 11

Monitor - 11.08.2011, Qupperneq 11
11FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Monitor Myndin fjallar um Steve Rogers nokkurn (Chris Evans) sem vill ólmur komast í herinn en er neitað sökum þess hve líkamlegt form hans þykir slæmt. Hann gefst þó ekki upp og fær á endanum sitt tækifæri gegn því að taka þátt í háleynilegri tilraunastarfsemi hjá Bandaríska hernum. Hún umbreytir honum síðan í líkamlegt ofurmenni sem hlýtur nafnbótina Kapteinn Ameríka. En ill öfl eru á höttunum eftir sömu kröftum og mætast þá stálin stinn. Ég var frekar ánægður með þessa mynd. Chris Evans er mjög góður sem Kapteinn Ameríka og ótrúlegt hvernig brellumeisturunum vestanhafs tókst að láta hann líta út áður en hann umbreyttist í Kaptein Ameríku. Ég pældi mikið í því hvort þeir hefðu einfaldlega fundið einhvern sem liti út alveg eins og Chris Evans nema bara ca. 50 kílóum léttari og 50 cm minni en svo er víst aldeilis ekki, þetta eru bara pjúra tæknibrellur. Hugo Weaving er líka flottur og klárlega eitt efnilegasta illmenni Hollywood í dag. Það var líka gaman að sjá Tommy Lee Jones en hann hefur lítið sést á hvíta tjaldinu undanfarið.Tommy er frábær og stendur alltaf fyrir sínu. Sagan er skemmtileg og gaman hvað þeir fara vel í forsöguna á því hvernig hann varð Kapteinn Ameríka. Ég held að flestir geti verið sammála um mikilvægi þess að góðar ofurhetjusögur að hafi sterka forsögu. Það gefur þeim hlutum sem á eftir koma mun meira vægi. Myndin hefur auðvitað sinn skerf af amerískri þjóðerniskennd enda kannski skiljanlegt þar sem aðalhetjan ber einfaldlega nafnið Kapteinn Ameríka og ber þar að auki skjöld með ameríska fánanum framan á. En þrátt fyrir það varð það aldrei neitt rosalega truflandi. Ég skynjaði það meira eins og þeir væru að gera grín af því hvað amerísk þjóðerniskennd getur verið steikt. Þannig tekur myndin sjálfa sig ekkert allt of alvarlega og er því mjög fyndin á köflum. Það er líka gaman að sjá karaktera úr öðrum Marvel myndum birtast þarna eins og Howard Stark, faðir Tony Stark sem síðar verður Iron man. Ég mæli síðan með að fólk bíði eftir atriðinu eftir credit listann, en það gefur ágætis fyrirheit um það sem koma skal. Þrátt fyrir að myndin sé svo sem ekki að fara nein- ar ótroðnar slóðir og Hollywood formúlan sé aldrei langt undan þá held ég að þetta sé fyrst og fremst hugsað sem góð skemmtun. Myndin stendur vel undir því og ég held að allir þeir sem hafi gaman af góðum ofurhetjumyndum verði ekki sviknir af Kapteini Ameríku. Kristján Sturla Bjarnason K V I K M Y N D Ofurhetjusaga sem virkar Captain America: The First Avenger Margfaldur meistari í íslenskri auglýsingu Um helgina verður tekin upp auglýsing fyrir nýjustu vöru Össurs, Flex Run hlaupafótinn, hér á landi. Íþróttakonan Sarah Reinertsen leikur í auglýsingunni og er hér á ferðinni stórstjarna og mikil afrekskona í íþróttum. „Við erum mjög ánægð að fá hana til að leika í auglýsingunni enda er hún eitt af stærstu nöfnunum sem eru að nota vörurnar okkar í dag,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir, vörustjóri hjá Össuri. „Sarah hleypur alltaf á Flex Run fætinum og hefur einnig starfað með okkur í að prófa vörur og hjálpa til við að þróa þær,“ segir Hrönn ánægð með samstarfið. Í auglýsing- unni fer Sarah hið goðsagnakennda tríaþlon sem hún er margfaldur meistari í og verður auglýsingin meðal annars tekin upp við Kleifarvatn. „Sarah er einn fremsti íþrótta- maður heims sem vantar fótinn á fyrir ofan hné svo þessi auglýsing mun eflaust vekja mikla athygli,“ segir Hrönn en bendir á að auglýsingin verði líklega að mestu sýnd á netinu fyrir af- markaðann markhóp. Monitor skellti sér óvænt í gleðigönguna þegar Daníel Halldór Christianworthy skreytti vagninn sinn með egypskum skúlptúr sem hann bjó til úr Monitor-blöðum Monitor í Gleðigöngu „Mig langaði svo að fara til Egyptalands í sumar en ég komst ekki svo að ég ákvað að koma með Egyptaland á vagninn minn í staðinn,“ segir Daníel. „Ég var þrjá daga að búa til sfinxinn en það var þess virði því hann var svo flottur. Mér fannst alveg tilvalið að fá nota eingöngu Monitor-blöð enda er blaðið svo litríkt og skemmtilegt.“ STEFán og félagar mest spilaðir á Fabrikkunni Á föstudag munu STEF og Íslenska Hamborgarafabrikkan undirrita tímamótasamning á heimavelli þeirrar síðarnefndu. Árlega borga veitingastaðir, hárgreiðslustofur og aðrar þjónustustöðvar sem spila tónlist sem hljómar í eyrum almennings ákveðna upphæð til Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEFs. Sambandið sér svo um að greiða STEF-gjöld til listamanna en þegar ákveða á hver fái hvaða upphæð út frá spilun laga listamanna er það yfirleitt byggt á líkum. „Þar sem við erum í góðu sambandi við tónlist.is þá getum við haldið nákvæmlega utan um það hvaða listamenn eru spilaðir hjá okkur og hve mikið. STEF-gjöldin fara því jafnt hlutfallslega til þeirra tónlistarmanna sem eru spilaðir á Fabrikkunni,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eiganda veitinga- staðarins. Stefán Hilmarsson og félagar í Sálinni hans Jóns míns hafa verið mest spilaðir á staðnum og ætla þeir því að láta sjá sig þar á bæ á föstudaginn. M yn d/ Jú lli HÆGRA MEGIN ER DANÍEL OG MEÐ HONUM Á PALLINUM ERU SYSTKINI HANS OG VINIR Í BLÚSSANDI FÍLING E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 6 7 6 Meira Ísland með Símanum á stærsta 3G neti landsins siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja B arcode Scanner Meira Ísland M-ið er ómissandi ferðafélagi Meira Ísland Hafnarfjörður Greitt er samkvæmt gjaldskrá. Nánar á Siminn.is

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.