Monitor - 11.08.2011, Side 12

Monitor - 11.08.2011, Side 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina og því tók Monitor púlsinn á fjórum þekktum stuðningsmönnum toppliðanna frá síðasta tímabili. BALLIÐ ER AÐ BYRJA HEILDARYFIRLIT „Á þessu tímabili munum við sjá fleiri ljóta búninga heldur en flotta. Minni liðin eiga eftir að sjá eftir því ad hafa sætt sig við ljóta búninga og ég gæti trúað því að einhverjir leikmenn ættu eftir að skipta um lið bara út af ljótum búningi. Bolton, Wigan, Swansea og West Brom eru heldur ekki að gera gott mót með sínum. Ég vona að þetta lagist eftir ár, lífið er of stutt til að líta illa út.“ FLOTTUSTU BÚNINGARNIR LJÓTUSTU BÚNINGARNIR 1 2 3 1 2 3 #3 Aðalbúningur Man Utd „Rauður býr yfir miklum sjarma og það gera nítján titlar einnig.“ #1 Varabúningur Aston Villa „Þetta var erfitt því það er enginn sem stendur upp úr en ég verð að gefa þessum gráköflótta sigurinn. Það er eitthvað við hann.“ #2 Varabúningur Fulham „Þetta er grjótharður búningur. Fulham á eftir að hala inn stigum í þessum.“ #3 Markmannsbúningur Everton „Tim Howard, markvörður Everton, á ekki eftir að líða vel í þessum og Tim med Tourette-sjúkdóminn sinn á eftir að blóta mun meira á þessu tímabili en áður.“ #1 Aðalbún- ingur Nor- wich „Guð minn góður, Norwich fellur.“ #2 Varabúningur Chelsea „Tímabilið er eitthvað að fara illa í menn því ljótu búningarnir eru margfalt fleiri heldur en þeir flottu. Chelsea fær annað sætið, engan veginn nógu gott. “ Hermann Fannar Valgarðsson, athafnamaður Hvernig finnst mér horfurnar fyrir þína menn? Þetta verður „solid“ þrenna, ekki spurning! Við hvaða leikmann bindur þú mestar vonir fyrir komandi átök? Ég er spenntur fyrir MacEchran, grjótharður og fjallmyndarlegur. Svo heillaði David Luiz mig þegar hann kom um áramót. Svo verða Cech, Terry, Lampard, Drogba flottir sem fyrr. Fyrir hvaða nýja leikmanni liðsins ertu spenntastur? Aldrei þessu vant hefur Chelsea verið afar rólegt hingað til á leikmannamarkaðinum, en MacEchran sem reyndar hefur fengið nokkur tækifæri gæti orðið hrikalega flottur. Nýi þjálfarinn, André Villas-Boas, er svo ungur að hann gæti verið nýskriðinn úr menntaskóla. Mun hann ráða við liðið? Held að þessi gæi sé alveg hundskólaður eftir að hafa unnið með brjálæðingum á borð við Mourinho. Hann er á sama aldri og Lampard, Terry, Drogba og þeir, hann hlýtur að kunna einhver trikk. Hverjir eru helstu styrkleikar liðsins? Reynsla og öflugur hópur ef hann helst nokkuð heill, þessi reynsla gæti líka verið okkar helsti ókostur þar sem sumir vilja meina að of margir lykilmenn séu orðnir of gamlir, en það kemur í ljós næsta vor. Hverjir eru helstu veik- leikarnir? Eins og ég segi, mögulega of gamlir lykilmenn. Þjálfarinn hundskólaður Stefán Hilmarsson, söngvari Hvernig finnst mér horfurnar fyrir þína menn? Mér líst satt að segja ekki vel á horfur og óttast að liðið muni eiga fullt í fangi með að ná Evrópusæti á komandi leiktíð. Ég er líka mjög uggandi yfir leikjunum sem framundan eru gegn Udinese, er hrædd- ur um að þeir fari illa. Ef svo fer, þá er mikill frostavetur í vændum. Við hvaða leikmann bindur þú mestar vonir fyrir komandi átök? Ég á von á því að Arshavin haldi áfram að vaxa og verði kannski orðinn 1,80 fyrir jól. Annars finnst mér Wilshere eina virkilega vonarljósið í liðinu. Fyrir hvaða nýja leikmanni liðsins ertu spenntastur? Ég hef um langa hríð verið spenntur fyrir því að sjá verðuga eftirmenn Adams og Keown í hjarta varnarinnar. Þeir hafa enn ekki komið, svo ég bíð bara spenntur áfram. Mér sýnist Gervinho rendar vera ágætur slúttari, þótt hárskerinn hans þyrfti að fara á endurmenntunarnámskeið hjá Kjartani rakara á Selfossi, stofnanda Arsenal-klúbbsins á Íslandi. En góðir slúttarar hrökkva skammt ef liðið getur ekki varist vel. Hverjir eru helstu styrkleikar/veikleikar liðsins að þínu mati? Styrkleikar liðsins eru því miður of fáir nú um stundir, ef frá er talin almenn og góð boltatækni leikmanna. En liðum er því miður ekki veittur bikar fyrir þríhyrningaspil frekar en fyrri daginn . Sú var tíðin að traustur varnarleikur var aðalstyrkur Arsenal. Fyrir nokkrum árum stóð mörgum stuggur af mönnum eins og Vieira, Winterburn, Adams og Keown. En hin seinni ár hafa andstæðingar Arsenal staðið í göngunum fyrir leiki með menn eins og Denilson, Arshavin, Squillaci, Eboue og Rosicky sér við hlið. Það er af sem áður var. Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður Hvernig finnst mér horfurnar fyrir þína menn? Stórkostlegar, ég spái því að þetta verði 20. titillinn og ég hef sjaldan verið jafnbjartsýnn. Við hvaða leikmann bindur þú mestar vonir? Það er hann félagi minn Wayne Rooney enda kominn með rífandi sjálfstraust og þykkt og flott hár og Nani svona innan sviga, hann á eftir að springa út. Fyrir hvaða nýja leikmanni ertu spenntastur? Ég var eiginlega spenntastur fyrir Ashley Young en eftir að hafa horft á undirbúningstímabilið held ég að Phil Jones eigi eftir að vera hrikalega öflugur. Ég bind þó ennþá vonir við að fá myndarlegan sköllóttan mann í liðið sem heitir Wesley Sneijder. Hverjir eru helstu veikleikar liðsins að þínu mati? Ég myndi segja að það væri miðjan eins og staðan er í dag og svo er markvarðarstaðan spurningar- merki. Ég vona að De Gea bæti á sig smá vöðva- massa, raki hýjunginn af sér og fari að verja. Hverjir eru helstu styrkleikar liðsins? Sóknin og vörnin eru með því besta í deildinni og svo erum við náttúrlega með King Ferguson á bekknum. Hvort kanntu betur við Wayne Rooney fyrir eða eftir hárígræðsluna? Eftir, því hann er að gefa mér von. Myndir þú hugleiða það að fara í álíka aðgerð? Aldrei að segja aldrei. Ef þú gætir bara valið annað hvort, hvort myndir þú frek- ar kjósa að Liverpool félli úr Úrvalsdeildinni eða að Man Utd næði að verja titilinn? Að Man Utd verði titilinn af því að þá væru Man Utd komnir tveimur titlum yfir þá og svo eru þetta örugg sex á stig á hverju tímabili. Útilokar ekki hárígræðslu Nær Arshavin 180 cm? HEMMI TELUR AÐ VILLAS-BOAS KUNNI EINHVER TRIKK

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.