Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 11.08.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 2011 Monitor Lífið er of stutt til að líta illa út Á hverju tímabili kynna klúbbarnir í ensku deildinni nýjan aðal- eða varabúning sem margir hverjir mok- seljast um heim allan. Monitor fékk Harald Björnsson markmann og starfsmann í tískuvöruverslun til að taka út flottustu og ljótustu búningana. HALLI MYNDI EKKI KLÆÐAST MARKMANNSTREYJU EVERTON Allir kaupa sér árangur Gunnleifur Gunnleifsson, knattspyrnumaður Hvernig finnst mér horfurnar fyrir þína menn? Ég er mjög bjartsýnn maður að eðlisfari og ég held að það sé engin ástæða til annars hvað varðar City fyrir komandi átök. Þeir eru með góðan stjóra og mjög góðan leikmannahóp sem ég held að eigi eftir að verða ennþá betri á næstu dögum. Við hvaða leikmann bindur þú mestar vonir fyrir komandi átök? Ég held að það sé óhætt að segja að ég sé að pissa í mig af spenningi yfir því að sjá Aguero í City búningnum og ég vill eiginlega að hann skori mark í hverjum einasta leik. Fyrir hvaða nýja leikmanni liðsins ertu spenntastur? Það er hinn sami Kun Aguero ásamt því að vonandi eiga Nasri eða Sneijder eftir að detta inn í góða hlutann í Manchester-borg. Hverjir eru helstu styrkleikar liðsins að þínu mati? Varnarleikur City-liðsins er styrkleikur þeirra með Kompany aftast og De Jong aftast á miðjunni. De Jong finnst mér vera einn mikilvægasti leikmaður City, en „djúpur miðjumaður“ er uppáhalds útileikmanna- staðan mín. Hverjir eru helstu veikleikar liðsins að þínu mati? Veikleiki liðsins er að leikmennirnir virðast ekki hafa svakalegt „passion“ fyrir miklu öðru en að eyða þessum 18 þúsund milljón- um sem þeir hafa í vikulaun í Lamborgin- íana og fjör. Það kemur þeim um koll inná vellinum þegar þeir virðast vera of svalir til að leggja á sig á móti Wigan og Swansea. Myndir þú segja að hægt að kaupa sér árangur í enska boltanum? Hiklaust er hægt að kaupa sér árangur í fótbolta. Það eru allir að því. Hvaða skoðun hefur þú á vandræðagems- anum Mario Balotelli? Super Mario á eftir að skora yfir 60 mörk á tímabilinu og opna síðan fágunarskóla í útjaðri Manchester-borgar. Mikið af hæfi- leikum, lítið um góðar ákvarðanir að gríni slepptu. Ef þú gætir bara valið annað hvort, hvort myndir þú frekar kjósa að Man Utd félli úr Úrvalsdeildinni eða að Man City yrðu Englandsmeistarar? Ég óska aldrei neinum neins ills. Að sjálfsögðu vona ég að City verði meistarar. Áfram FH! AUDDI SJALDAN VERIÐ BJARTSÝNNI Kæmi til greina hjá þér að gefa út íslenskt Arsenal-stuðningsmannalag, ef til vill nefnt „Arsenal vængjum þöndum“? Ef Pólverjarnir Szczesny og Fabianski hefðu samband, þá mætti alveg skoða það. Við gætum kannski fengið Eyfa til að semja „Gdanska lagið“. STEBBI MINNIST BJARTARI TÍMA HJÁ ARSENAL GULLI ÓSKAR ALDREI NEINUM ILLS vodafone.is Netið í símann, aðeins 25 kr. á dag Kynntu þér málið í næstu verslun eða á vodafone.is Vodafone – með þér í sumar

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.