Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson (sigurgeir@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 Monitor Feitast í blaðinu Stíllinn heimsótti Ernu Hrund sem er tískubloggari og mikill ebay snillingur. Ilmur Kristjáns var kölluð Fýla og gat ekki átt hund sökum ofnæmis. Guðrúnu, söngkonu White Signal dreymir um að hita upp fyrir Eagles. 8 Baldur Sigurðsson faðmaði helling af ókunnugu fólki þeg- ar hann varð bikarmeistari. 14 Dóri og strákarnir í Mið-Íslandi verða í góðu glensi á Menningar- nótt. 10 Hér að neðan mátar Björn Bragi settið í fyrsta sinn. Sveppi og Ragnhildur Steinunn verða fyrstu gestir Björns í Týndu kynslóðinni. Efst í huga Monitor 4 FYRIR HELGINA Þeir sem ætla ekki í bæinn á Menn- ingarnótt eru í ruglinu. Þeir sem ætla hins vegar að skella sér í bæinn á Menn- ingar- nótt geta skoðað veglega dagskrá á Menningar- nott.is. Þar er hægt að setja saman sína eigin dagskrá og prenta út svo maður missi nú örugglega ekki af því sem áhugavert er. FYRIR SAMVISKUNA Það er ekki seinna vænna að styrkja góð málefni á vefsíðunni Hlaupastyrkur. is þar sem hægt er að heita á hlaup- ara Reykjavík- urmaraþonsins. Hlaupararnir velja sér gott málefni til að styrkja og hægt er að styrkja í eigin nafni nú eða nafn- laust fyrir hina feimnu. FYRIR STUÐBOLTA Hin goðsagnakennda hljómsveit, Sálin hans Jóns míns, kemur saman til að trylla lýðinn á Nasa á Menningarnótt. Sveitin hefur ekki spilað lengi og bíða aðdáendur því vafalaust spenntir eftir þessu brjálaða balli sem aðeins sálarlaus- ir mega missa af. Monitor mælir með fyrst&fremst Háður reiðum fuglum Ég hef aldrei verið mikill tölvuleikjamaður.Allir vinir mínir eru geggjaðir í FIFA og einhverjum skotleikjum og því þarf ég alltaf að vera gaurinn sem situr og horfir á þegar við hittumst og spilum tölvuleiki. Það hafa þó dottið inn einn og einn leikur sem ég hef náð góðum tökum á og þá á ég það til að verða alveg háður þeim. Fyrir þó nokkuð löngu síðanspilaði ég mikið leik sem heitir Elasto Mania. Þar fer maður í hlutverk mótorhjólagarps sem þarf að keyra á öll eplin á brautinni til að geta klárað borðið. Þessi leikur er alveg einstaklega hægur en virkilega skemmtilegur. Annar leikur sem ég kolféll fyrir er Bobble Trouble en þar er maður djöfull með sólgleraugu sem skýtur einhvers konar reipi í skoppandi bolta. Ég fer einstaka sinnum inn á leikjanet.is og stelst í að spila þennan leik. En það er alltaf hættulegt því það tekur frá mér svo mikinn tíma þar sem ég byrja alltaf frá byrjun þegar ég verð „game over“ því ég veit að ég á að geta gert betur. Ídag er ég svo heltekinn afAngry Birds. Mig hefði aldrei grunað að ég ætti einhvern tímann eftir að festast í leik þar sem ég skýt fuglum úr teygju- byssu í græn svín. En nú nýti ég hverja lausa stund í að klára eins mörg borð og ég mögulega get. En nú er það spurningin. Er ég orðinn það háður leiknum að ég verði að fjár- festa í Angry Birds bol, gefa kærustunni Angry Birds brjóstahaldara eða kaupa mér Angry Birds Lego-kubba? Sem betur fer er það ekki tilfellið en ég biðykkur um að pikka í mig ef þið sjáið mig á röltinu í Angry Birds búning. Ævar Þór Benediktsson Slump dagsins; í enskumiðaðri leit minni að myndum af grilltöngum á netinu giskaði ég á hið afar ísl-enska orð: “Grill-tongs”. Það var rétt. 16. ágúst kl. 9:41 Simmi Vill Þegar maður fréttir af óförum, slysförum og harmleikjum annara þá skammast maður sín oft fyrir það hversu sjálf- sögðu maður tekur lífinu. Hvet alla til að vera þakklátir fyrir allt sem er gott og “sjálfsagt” í lífinu. (ég er ekki frelsaður, bara hugsi). 16. ágúst kl. 21:49 Vikan á... Daníel Óliver Mig dreymdi að mér hefði verið skipað að gefa öllum á Ólafsvík eiginhandaáritun og ég sat sveittur að, þar til penninn gaf sig,,, þá réðust þau á mig og átu mig lifandi... “Góður draumur maður” 17. ágúst kl. 12:58 „Þetta er spjallþáttur þar sem við fáum til okkar þekkta og skemmtilega einstaklinga og fáum þá til að taka líka virkan þátt í dagskrárgerðinni í bland við innslög af ýmsu tagi. Fyrst og fremst er þetta bara skemmtun. Stefnan er að fá alla flóruna af gestum; aðalatriðið er að viðmælendur séu skemmtilegir og skemmtilegt fólk er jú að finna víða hér á landi,“ segir Björn Bragi inntur eftir efnistökum þáttarins. „Undirbúningurinn hefur gengið vel sem er helst því að þakka hvað við náum öll vel saman en við vorum líka ráðin í þetta verkefni í maí þannig að við höfum haft fínan tíma til að undirbúa okkur. Þátturinn verður vikulega í allan vetur svo við þurfum að vera á tánum og taka upp mikið af efni jafnóðum.“ Sterk liðsheild Þórunn Antonía Magnúsdóttir kemur til með að hjálpa Birni Braga að skemmta landanum og þeim til halds og trausts verður Niels Girerd, Nilli. Þórunn er þekkt fyrir fallega söngrödd og góðan grínleik hjá Steindanum á meðan Nilli skaust á stjörnuhimininn með rappi sínu á Airwaves í fyrra og fékk í kjölfarið sinn eigin spjallþátt á Mbl-sjónvarpi. „Ég kann mjög vel við Þórunni og Nilla. Ef ég væri fótboltaþjálfari þá myndi ég segja að það sé mikil breidd í þessum hóp. Við erum ólík og hvert okkar kemur með ólíka hluti að borðinu sem er mikilvægt þegar búa á til eitthvað flott, hvort sem það er sjónvarpsþáttur eða annað,“ segir Björn sem segist líka undirbúinn ef einhver meiðist. „Þá þyrfti ég náttúrulega að tala við KSÍ og biðja um undanþágu til að fá lánsmann í þáttinn.“ Lærir af kempunum 365 hefur á sínum snærum marga þekkta þátta- stjórnendur og er því forvitnilegt að vita hvort slíkar hetjur hafi getað lagt sín lóð á vogaskálarn- ar. „Allar þessar kempur eru búnar að vera mjög hjálplegar og viljugar til að gefa mér góð ráð. Ég „lönsaði“ mig einmitt upp með Loga Bergmanni í vikunni þar sem hann fór aðeins yfir þetta með mér. Svo hefur Hemmi Gunn verið duglegur að ausa úr viskubrunni sínum og það kemur sér mjög vel enda er hann Pele íslenskra fjölmiðla.“ En þurfa sjónvarpsmenn ekki að vera í hörku- formi? „Ég er nú ekkert búinn að vera í sérstöku átaki fyrir þáttinn. Ég lifi nokkuð heilsusamlega en ég hef ekkert verið að stækka máltíðina á KFC í sumar þegar maður veit að það er þáttur framundan.“ Björn Bragi ritstýrði áður Monitor og kvaddi skútuna í lok júní. „Ég sakna Monitor að sjálf- sögðu og þá sérstaklega fólksins sem stóð að blaðinu með mér. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni en þetta verkefni sem ég er í núna er engu að síður líka skemmtilegt. Það er spennandi vetur framundan.“ Björn Bragi Arnarsson yfirgaf Monitor-skútuna í sumar til þess að takast á við nýja áskorun. Eftir að hafa undirbúið sig vel er stóra stundin nú runnin upp því fyrsti þáttur Týndu kynslóðarinnar fer í loftið annað kvöld. Forseti Týndu kynslóðarinnar SVÍN VIRKAR Á SKJÁNUM Mynd/Ernir BJÖRN Á 40 SEKÚNDUM Fyrirmynd þín sem þáttastjórnandi? Jimmy Kimmel og Jon Stewart eru í miklu uppáhaldi en það er ekki þar með sagt að ég ætli að apa eftir þeim. Uppáhaldshlaupaleið? Elliðaárdalurinn. Frá Fylkisvelli og niður á Sprengisand og til baka. Uppáhaldsstaður í heiminum? Árbærinn og þá sérstaklega heimili foreldra minna. Fylkir eða Tottenham? Tottenham ef þeir kaupa Alla Inga og Krissa Vald. Björn Blöndal eða Björn Bjarnason? Bjørn Dæhlie, skíðagöngumaður. Drep í tá eða varta á mjöðm? Varta á mjöðm af því ég gæti falið hana betur. Haraldur F Gíslason Ég þakka stuðning- inn. Ef maður hefur ekki hugsjón, hefur maður ekki neitt. 16. ágúst kl. 21:38 6

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.