Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 stíllinn Erna Hrund Hermannsdóttir starfar sem móttökustjóri á auglýs- ingastofunni Jónsson & Le‘macks og er einnig förðunarlistamaður hjá Maybelline og L‘Oreal. Í sumar stofnaði hún síðuna ReykjavikFas- hionJournal.com þar sem notendur geta verslað föt af Ebay. Kærastinn hjálpar til „Eftir að ég uppgötvaði Ebay á þriðja árinu mínu í Verzló gat ég ekki fylgst mikið með í tímum nema kannski frönsku,“ segir Erna og hlær. „Mig hefur ótrúlega lengi langað til að nýta Ebay-kunnáttu mína eitthvað,“ útskýrir hún og bendir á að kærastinn hennar hafi hjálpað henni að koma síðunni í gagnið. „Um daginn settist kær- astinn minn svo niður hjá mér og sagðist vera búinn að gera heima- síðu og vefverslun fyrir mig ásamt því að finna nafnið svo þá hafði ég enga afsökun fyrir að kýla ekki á þetta.“ Gefur ekki upp leyndarmálin Aðspurð segist Erna versla lang- mest af skóm á Ebay sjálf en einnig föt og fylgihluti. „Ég á orðið nokkuð mörg pör,“ segir hún en bætir við að þau séu orðin ótrúlega mörg. „Ég held meira að segja að fjöldinn sé þriggja stafa tala.“ Verandi sérfræðingur í Ebay-kaupum lumar Erna vafalaust á mörgum góðum trixum við leit að gersemum á síðunni góðu. Hún vill þó ekki gefa þau öll upp að svo stöddu. „Ég vil nú ekki gefa upp öll leitarleyndar- málin en þolinmæðin skilar góðum árangri þegar maður verslar á Ebay,“ bendir Erna á og bætir við að þrautseigjan skipti einnig miklu máli. „Á endanum finnur þú alltaf það sem leitað er að og ýmislegt fleira í leiðinni.“ Frábærar viðtökur Einfalt er að versla á vefsíðu Ernu sem er einskonar milliliður í kaupunum og þar er hægt að skoða vörurnar sem eru í boði hverju sinni. „Ég reyni að hafa fyrst og fremst vörur sem ég fæ góðar upplýsingar um eins og til dæmis varðandi stærðir og efni,“ segir Erna sem reynir einnig eftir fremsta megni að finna vörur á góðu verði. „Ætli fatasmekkurinn minn komi ekki líka sterkur inn,“ útskýrir Erna sem er hrifin af hönnuðum á borð við Eygló og Stine Goya. Hún segir síðuna hafa fengið mjög góðar viðtökur. „Viðtökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Erna ánægð. Erna Hrund er konan á bak við síðuna ReykjavikFashion- Journal.com. Hún segir þolinmæðina skipta mestu máli þegar kemur að því að versla föt á Ebay. Sérfræðingur í að versla á M yn d/ Si gu rg ei r S ERNA HRUND Á EKKI HUND EN FER OFT Í SUND ERNA HRUND Á 60 SEKÚNDUM Uppáhaldshönnuður? Ég held mikið upp á Royal Extreme, Eygló og danska hönnuðinn Stine Goya. Uppáhaldsflík? Maxi blúndujakkinn sem amma mín heitin saumaði sér fyrir brúðkaup sitt og afa. Best klædda erlenda konan? Rachel Bilson, Mary-Kate Olsen, Andy Torres og Elin Kling eru nokkrar af mínum uppáhalds. HÁVAXIN Hin leggjalanga Liv Tyler er hér í kjól frá Stella McCartney. Hátt hálsmálið og sídd kjólsins gerir mikið úr hæð Liv og mittið hennar virðist örmjótt vegna sniðsins sem ýkir mjaðmir leikkonunnar. STUNDAGLAS Beyoncé gerir mikið úr línum sínum í kjól frá Marc Jacobs. Trikkið er að láta litina skiptast einmitt í grennsta hluta mittisins en þær sem vilja gera minna úr mjöðmunum ættu að velja sér kjól með dökkum lit að neðan. FÍNGERÐ Eva Longoria er smágerð og aðeins rúmir 150 sentímetrar á hæð svo hún lætur litina skiptast hátt upp í mittinu í þessum kjól eftir Victoria Beckham. Skærrauður lætur legg- ina einnig virðast lengri og dregur athyglina að neðri hluta líkamans. BEIN Hér er Teresa Palmer í kjól sem gerir mikið úr efri hluta hennar með sterklituðum formum. Sterkir litir beina at- hyglinni að ákveðnum líkamshlutum svo ef þú vilt ýkja einhvern þeirra er um að gera að hafa sterkustu litina á réttum stöðum. ÓLÉTT Jessica Alba er hér í glæsilegum síðkjól frá Diane Von Furst- enberg sem er tekinn saman undir barminn. Litagleðin í kjólnum er skemmtileg tilbreyting frá dökkum litum sem óléttar konur virðast yfirleitt sækja í að klæðast. LITAGLEÐI Mikil litadýrð hefur verið r íkjandi á sýningarp öllum tísku- heimsins og er því um að gera að hvíl a litla svarta kjólinn aðeins og ta ka þátt í gle ðinni. Samsetning lita er viðkv æm og einnig er sn iðugt að klæ ða sig eftir vexti. S tíllinn kynn ti sér nokkrar Hol lywood-stjö rnur sem fundu s ér litríka kjó la sem hæfðu vexti þeirra einstaklega vel. Á SÍÐUNNI MÁ EINNIG FINNA TÍSKUBLOGG ERNU Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.