Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 M yn d/ Eg ge rt LOFORÐ UM BRJÁLÆÐI Ungsveitin White Signal hefur vakið athygli í suma r fyrir ferska spilamennsk u. Guðrún Ólafsdóttir , önnur söngkvennanna, k ynnti hljómsveitina fyrir M onitor. Meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki mjög gamlir, eða frá fjórtán upp í sextán ára aldur. Hvernig finnst þér að þið séuð farin að vekja athygli svona ung? Mér finnst við ekkert vera farin að gera það strax, við erum bara að taka þessu rólega og spila af og til. Við erum ennþá algerlega á byrjendastigi í þessu. Hvernig varð þessi hljómsveit til? Ég var að spila með stelpubandi í vetur og svo varð í rauninni lítið úr henni, ein stelpan flutti til Noregs og hljómsveitin leystist upp. Þá stofnuðum við nýja hljómsveit og leituðum að krökkum í hana og til varð þessi hópur. Hvernig hefur sumarið verið hjá hljómsveitinni? Við æfum alla virka daga frá klukk- an tíu um morgun til sex í aðstöðu sem við erum með í Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Við erum að semja okkar eigið efni en líka „covera“ Jamiroquai, Bon Jovi, Muse, Stevie Wonder og hitt og þetta. Við höfum verið að spila niðri í bæ, til dæmis á Austurvelli og ofan á þakinu á HaPP. Hvernig viðbrögð hafið þið fengið? Við höfum fengið mjög góðar móttökur. Það stendur sennilega upp úr þegar við vorum að spila niðri á bryggju í sumar til að taka á móti skemmtiferðaskipi og gestum þess. Eftir tónleikana var starfslið skipsins svo hrifið af okkur að okkur var boðið að fara í skoðunartúr um skipið, sem var mjög skemmtilegt. Hvaðan kemur þetta nafn, White Signal? Þetta er vísun í frið og eitthvað fallegt. Hvað finnst þér annars vegar skemmtilegast og hins vegar leiðin- legast við það að vera í hljómsveit? Félagsskapurinn og spilamennskan eru ómissandi, enda er þetta áhuga- mál númer eitt. Það er hins vegar klárlega leiðinlegast að róta, maður þarf víst að gera nóg af því. Ef þú mættir velja eina hljómsveit fyrir ykkur til að fá að hita upp fyrir, hvaða band yrði fyrir valinu? Eagles, ekki spurning. Ég er búin að hlusta á þá rosalega lengi, við Brynjar gítarleikari erum saman í því. Hvað er framundan hjá White Signal? Við ætlum bara að spila út um allt og allir sem vilja geðveikt góða hljómsveit mega hringja í okkur og svo má finna okkur á Facebook. Við lofum að gera allt brjálað. GUÐRÚN Á 60 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 260797. Staða í hljómsveitinni: Hljómborð og söngur. Skólastig: Ég er að fara í 9. bekk. Uppáhaldshljómsveit: Þær eru margar. Eagles, Bon Jovi, Supertramp og Jamiroquai. Michael Jackson eða Justin Bieber? Michael Jackson. Bubbi Morthens eða Björgvin Halldórsson? Má segja pass? Beyoncé eða Lady Gaga? Má ég segja pass aftur? MONITOR TV Farðu inn á MonitorTV á mbl.is og sjáðu White Signal taka lagið. Stuðkrakkarnir í White Signal verða á Óðinstorgi klukkan 19:00 á Menningarnótt.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.