Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 Ólöf Helga Gunnarsdóttir útskrifaðist úr Alvin Ailey danskólanum í New York í vor og sýnir lokaverkefn- ið Within It á Menningarnótt. Hvernig myndir þú lýsa dansverkinu í fimm orðum? Minningar, reiði, óvissa, söknuður og sorg. Hvað er þetta „it“ sem þú ert „within“? Líklega er best að lýsa þessu „it“ sem óvissu en svo kemur nafnið á verkinu líka frá nafni lagsins sem það er samið við, Tornado með Jónsa. Því mætti líka segja að nafnið vísaði í að vera inni í fellibylnum, fellibyl af óvissu. Hvað fékkst þú í einkunn fyrir verkið? Það er ekki beint gefin einkunn fyrir verkin þar sem þetta var sýnt á svona lokasýningu í vor en ég fékk frábærar viðtökur eftir sýninguna. Svo eru gefnar einkunnir fyrir hvern kúrs fyrir sig og auðvitað stóð ég mig mjög vel í þessu öllu saman (hlær). Lifir þú í gegnum dansinn eða dansar þú í gegnum lífið? Ég myndi segja að ég dansi í gegnum lífið vegna þess að mér finnst gaman að dansa en hef líka gaman af öðrum hlutum svo ég lifi ekki beint fyrir dansinn. Hver er þinn helsti dansdraumur? Hvað varðar dansinn langar mig mest að nota það sem ég lærði úti og kenna það hérna heima. Í skólanum úti var kennd svokölluð Horton-tækni sem hefur ekki verið kennd hér heima. Þessi danstækni er mjög líkamleg og styrkir dansarann ótrúlega mikið þannig að hann getur í raun gert hvað sem er í dansi og öðru. Hyggst þú leggja dansinn fyrir þig? Ég ætla aftur til New York í haust og sjá hvað ég get fengið þar. Samkeppnin er auðvitað svakaleg en ég ætla að láta á þetta reyna samferða því að vera í fjarnámi í efnafræði í HÍ. Sólóverkið Within It verður sýnt kl.18 í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, á Menningarnótt. Verkið er aðeins fjórar mínútur svo gestum er bent á að mæta tímanlega. EKKI ER VITAÐ HVERSU LENGI ÓLÖF GETUR HALDIÐ ÞESSARI STÖÐU Halldór Halldórsson fer mikinn á laugardaginn í Lands- bankanum. Þá stígur hann á svið með félögum sínum í Mið-Íslandi og varpar einnig nýju ljósi á Íslendingasög- urnar í leikriti sem hann skrifaði ásamt Bergi Ebba og Uglu Egilsdóttur. Hvernig leikrit er þetta? Þetta er söguleg og mannleg rannsókn á Íslendingasögunum þar sem við pælum í því hvað gerðist, hvað gerðist ekki og hvar höfundurinn greip inn í. Þetta er gamanleikrit sem ætti að henta öllum sem hafa húmor. Hvernig verður uppistandið hjá ykkur? Verða bara brandarar um Landsbankann og Menningarnótt? Þetta verður eitthvað menningarlegt bankagrín, það er alveg ljóst. Nei, nei, við erum búnir að nota sumarið í að semja efni fyrir komandi vertíð. Má búast við sprengju í haust? Sýningarnar í Þjóðleik- húskjallaranum gengu mjög vel í fyrravor og því ætlum við að vera áfram þar. En nú verður þetta með örlítið breyttu sniði þar sem við erum að búa til alveg magnað „sjó“ og þetta verður keyrt eins og sýning sem verður sýnd einu sinni í mánuði fram að jólum. Svo ætlum við að fá erlenda gesti og við erum með alla helstu grínista Norðurlandanna í startholunum. Flytja þeir efnið sitt á ensku? Þeir flytja efnið á ensku þó að norskan og danskan ættu ekkert að flækjast fyrir öllum þeim sem lærðu „kylling og softice og pølser“ í dönskutímunum í gamla daga. Verða engir loftfimleikar? Jú, við ætlum einmitt að hafa þetta svona Vesturports-fimleika-uppistand. Ætliði ekkert að selja Mið-Ísland boli? Nei, við erum ekki með boli en við erum að gera sérstakar Ara Eldjárn hettupeysur. Hvað á að gera annað á Menningarnótt? Spóka sig um og vera sprækur. Svo er ég með mjög góðan díl við Björgunarsveitina og er að fá nokkra flugelda frá þeim eftir flugeldasýninguna. Þannig að ef þið heyrið hvelli eða finnið púðurlykt vitið þið að ég er ekki langt undan. Leikritið Bændur flugust á er sýnt klukkan 15:00 í útibúi Landsbankans á Austurstræti. Klukkutíma síðar stígur Mið-Ísland á svið. ARI VAR Á HETTUPEYSU- FUNDI ÞEGAR MYNDIN VAR TEKIN TVÖFÖLD ÁNÆGJA M yn d/ Si gu rg ei r DANSANDI ÓVISSU- FELLIBYLUR M yn d/ Er ni r

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.