Monitor - 18.08.2011, Side 11

Monitor - 18.08.2011, Side 11
11FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 Monitor Lögfræðingurinn, Diljá Mist Einarsdóttir, hefur verið hvað öflugust í að safna áheitum fyrir Reykjavíkurmaraþonið þetta árið. Á laugardaginn hleypur hún tuttuguogeinn kílómetra fyrir styrktarsjóð systur sinnar, Susie Rutar, en sjóðurinn vinnur að forvörnum gegn vímuefnum. Hverjir eru það sem eru að heita á þig? Það hafa bæði verið vinir og fjölskylda en svo hefur það líka verið fólk sem hefur áhuga á málefninu og vill styðja það. Það er mjög skemmtilegt. Ég, vinir mínir og fjölskylda erum búin að vera dugleg að pósta þessu á Facebook. Er það ekki besti miðillinn í dag til að koma einhverju á framfæri? Ert þú þekkt fyrir að hlaupa mikið eða er þetta alveg nýtt fyrir þér? Ég er svo sannarlega ekki þekkt fyrir að hlaupa. Ég held jafnvel að einhverjir hafi verið að heita á mig af því að þeim þykir svo merkilegt að ég sé yfir höfuð að fara að hlaupa svona langa vegalengd. Ég hef aldrei stundað íþróttir. Þetta var einhver rosaleg bjartsýni hjá mér í vor en ég er frekar ánægð með mig. Ég er búin að vera að hlaupa í sumar með Robba, kærastanum mínum og Garpi, hundinum mínum. Þeir hafa staðið sig vel sem þjálfarar. Þannig að þú hafðir í raun bara hlaupið fyrsta apríl þangað til í vor? Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég hef nú alveg hlaupið í gegnum tíðina en þá alltaf bara styttri vegalengdir. Ég var svakaleg í sprettunum; ég er svo létt á fæti (hlær). Ætlar þú að gera eitthvað annað á Menningarnótt eða verður þú í súrefnistjaldi það sem eftir lifir dagsins? Hlaupið er snemma að morgni sem kemur sér ekkert sérstaklega vel fyrir mig þar sem ég er svo mikil B-manneskja og ég hugsa að ég verði með vökva í æð eitthvað fram eftir degi. Nokkrar vinkonur mínar eru á leið í nám erlendis og ég ætla að nýta þessi helgi til að kveðja þær svona rétt á meðan ég er ekki í hlaupagallanum. Ég ætla því rétt að vona að ég nái að jafna mig áður en Bubbi stígur á svið. Heldur þú að systir þín fylgist með? Já, ég er búin að vera að hugsa mikið undanfarna daga hvað systur minni, henni Susie Rut, finnist um þetta uppátæki mitt. Hún er annað hvort yfir sig hneyksluð eða hún skemmtir sér konunglega yfir þessu. Ég veit og vona að hún á eftir að fylgjast með svo ég treysti frekar á það heldur en að vera borin á brott af einhverjum sjúkraflutninga- mönnum. MEÐ VÖKVA Í ÆÐ FRAM EFTIR DEGI Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst klukkan 8:40 fyrir framan útibú bankans á Lækjargötu. DILJÁ AÐ KYNNA SÉR LOG UM MARAÞONHLAUP Anna Gulla hannar hatta og er með sýningu ásamt tveimur öðrum hatta- hönnuðum á Menningarnótt. Af hverju hattar? Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var 16 ára en gleymdi henni um stund og ákvað að kýla á þetta 25 ára gömul. Þá fann ég mér tveggja ára nám í Gautaborg og lauk við það núna í júní. Er mikil eftirspurn í hattabransanum á Íslandi? Miklu meiri en ég hélt, við feng- um pantanir um leið og við byrjuðum í sumar sem ég var alls ekki búin undir. Það er búið að vera fullt að gera sem er æðislegt. Hvernig hatta er fólk þá aðallega að kaupa? Þetta eru ekki þessir brúð- kaupshattar sem margir kannast við frá Bretlandi heldur er ég aðallega að hanna herrahatta á konur. Þeir eru langvinsæl- astir þó þeir séu mjög hefðbundnir. Hvernig hatta finnst þér skemmtilegast að hanna? Það er mjög misjafnt en helst úr filt-efni. Ég er ekki mikið fyrir svona sumarlega stráhatta og reyni að vera aðallega í tískumiðaðri hönnun. Þetta eru oft eins og skúlptúrar og enginn hattur eins. Hvað átt þú sjálf marga hatta? Þegar ég bý til hatt á sjálfa mig kemur alltaf einhver og vill kaupa hann svo ég á bara einn hatt þrátt fyrir að hafa búið til yfir 50 stykki. Er erfitt að fatta hatta? Ekki fyrir mig. Sýningin Yfirhöfuð 2011 verður í verslun Eggerts feldskera frá hádegi á Menningarnótt. ÞÚ HANNAR EKKI HATT HÖFUÐFATSLAUS ENGINN HATTUR EINS Mynd/Sigurgeir M yn d/ Sæ be rg

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.