Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 12
kvikmyndir Tom Hanks Hæð: 183 sentímetrar. Besta hlutverk: Forrest Gump. Staðreynd: Heldur með Aston Villa í ensku af því honum finnst nafnið hljóma eins og nafn á paradísareyju í Miðjarð- arhafinu. Eitruð tilvitnun: „Ég hef gert yfir 20 kvikmyndir og fimm þeirra eru góðar.“ 1956Fæðist þann 9.júlí í bænum Concord í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna. 1977Eignaðist sittfyrsta barn, soninn Colin, með bandarísku leikkonunni Samantha Lewes. 1979Flutti til New Yorktil að reyna fyrir sér sem leikari og hóf ferilinn á leiksviði. Næstu árin lék hann í nokkrum kvikmyndum sem fóru ekki hátt. 1987Skildi viðSamantha eftir 9 ára hjónaband. 1988Giftist núverandieiginkonu sinni, leikkonunni Rita Wilson. Sama ár kom kvikmyndin Big út og skaut Hanks rækilega upp á stjörnuhimininn. 1994FékkÓskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Philadelphia. Hanks missti heil 13 kíló fyrir tökur myndarinnar. 1995Fékk Óskarinnaftur sem besti leikari í aðalhlutverki, í þetta sinn fyrir titilhlutverkið í kvikmyndinni Forrest Gump. Hanks er einn af tveimur leikurum sem hafa hlotið Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki tvö ár í röð. Hinn er Spencer Tracy. Sama ár ljáði hann kúrekanum Vidda rödd sína fyrir tölvuteiknimyndina Toy Story í fyrsta skipti. 1996Leikstýrði fyrstukvikmyndinni, That Thing You Do. 2002Fékkviðurkenningu fyrir ævistarf sitt frá Bandarísku kvikmyndastofnuninni. Hanks er yngsti maðurinn sem hefur hlotið verðlaunin en hann var aðeins 45 ára gamall þegar honum hlotnaðist þessi heiður. 2011Varð afi í fyrstasinn er sonur hans, Colin, eignaðist dótturina Olivia Jane í febrúar á árinu. FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 Frumsýningar helgarinnar Julia Roberts og Tom Hanks léku einnig saman í kvikmyndinni Charlie Wilson’s War (2007). Popp- korn Vandræðastjarnan og tískuskvísan Taylor Momsen hefur hrapað hratt niður á við eftir að hún hætti í Gossip Girl-þáttunum og hóf feril sinn sem uppreisnargjörn rokksöngkona hljómsveitar- innar The Pretty Reckless. Nú hefur skvísan gefið út yfirlýsingu þess efnis að hún sé hætt að leika fyrir fullt og allt. Árið hefur verið henni erfitt en hún missti bæði samning sinn við HBO um að leika í Gossip Girl og fatalínu Madonnu og dótturinnar Lourdes, Material Girl. Það er mikið að gera hjá leikkonunni Jessica Alba um þessar mundir en hún átti sitt annað barn um helgina og í vikunni verður kvikmyndin Sky Kids 4 frumsýnd. Þar fer Alba með stórt hlutverk sem njósnari sem er hættur í bransanum en fléttast inn í æsispennandi atburðarás, auðvitað með tvö stjúpbörn sér við hlið sem eru þá hin alræmdu njósnabörn. Danshöfundurinn Shane Sparks sem sumir gætu kannast við úr þáttunum So You Think You Can Dance er á leið í fangelsi í 270 daga fyrir að sofa hjá stúlku undir lögaldri. Sparks hefur áður verið sakaður um slíkt brot en talið er að hann hafi ítrekað átt samneyti við stúlku undir lögaldri á árunum 1994 til 1997 en ákæra í því máli var felld niður er nýi dómurinn yfir honum féll. Þykir því ljóst að Sparks verður ekki dómari né danshöfundur í fleiri seríum af dansþáttunum vinsælu þrátt fyrir geysimiklar vinsældir sínar í því hlutverki. Stórstjörnurnar Will Ferrell, Queen Latifah og tónlistarmaðurinn Taio Cruz ætla að taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem haldið verður í New York í byrjun september. Ferrell hyggst taka þátt í tvíliðaleik með þeim John McEnroe og Jim Courier þann 8. september en Latifah og Cruz ætla bæði að syngja á mótinu, hin fyrrnefnda þegar fórnarlamba árásanna á tvíburaturnana verður minnst þann 11. september við hátíðlega athöfn. Larry Crowne TOMMI OPNAR HURÐINA FYRIR JÚLÍU Leikstjóri: Tom Hanks. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Tom Hanks og Bryan Cranston. Lengd: 99 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum aldurshópum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Kringlunni. Þar til honum var sagt upp í vinnunni var hinn ljúfi Larry Crowne sannkallaður súperstjörnu- leiðtogi í vinnunni sem hann hafði unnið í síðan hann hætti í hernum. Larry strögglar við að borga af húsinu sínu og er óviss hvað hann á að gera nú þegar hann á allt í einu nóg af frítíma. Hann ákveður að fara aftur í framhaldsskólann í bænum til að byrja nýtt líf. Þar verður hann hluti af skrautlegum hópi manna sem allir eru að reyna að finna sér sinn stað í lífinu. Á málfundi úti í bæ verður hann skotinn í kennara sínum, Mercedes Tainot, sem er löngu orðin jafnleið á kennslunni eins og hún er á eiginmanni sínum. Einfaldi og góði gæinn sem heldur að líf sitt sé staðnað lærir nú óvænta lexíu: Þegar þú heldur að þú sért búinn að missa af öllu í lífinu, þá gæti verið að þú finnir nýja ástæðu til að lifa til fulls. One Day Leikstjóri: Lone Scherfig. Aðalhlutverk: Anne Hathaway, Jim Sturgess og Patricia Clarkson. Lengd: 108 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum aldurshópum. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Eftir að hafa eytt einum degi saman, útskriftardeginum sínum úr háskóla, 15. júlí 1988, verða Emma Morley og Dexter Mayhew ævilangir vinir. Hún kemur af verkafólki og dreymir um að gera heiminn að betri stað. Hann kem- ur af efnafólki og dreymir um að gera heiminn að sínum persónulega leikvelli. Næstu tvo áratugi lítum við inn til þeirra 15. júlí á hverju ári og sjáum hvernig samband þeirra þróast. Saman og sundur, sjáum við líf Dex og Em æða áfram í gegnum þeirra vinskap og ósætti, vonir og glötuð tækifæri, grátur og hlátur. Conan The Barbarian Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalhlutverk: Jason Momoa, Ron Perlman og Rose McGowan. Lengd: 112 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Háskólabíó og Laugarásbíó. Eftir að faðir hans er myrtur og þorp hans lagt í eyði sökkvir Conan sér í óvæginn heim þjófa, sjóræningja og ribbalda, þar sem eina leiðin til að lifa af er að gerast þjófur, sjóræningi og stríðsmaskína sjálfur. Á vegferð sinni um undirheimana hittir hann fyrir tilviljun á stríðsherrann Khalar Zym, sem ber sök á dauða föður hans og óförum Conans sjálfs. Til að ná til hans þarf Conan að berjast við skrímsli, hermenn Zyms og Marique, volduga norn sem hann hefur á sínum snærum. I Am Slave Leikstjóri: Gabriel Range. Aðalhlutverk: Wunmi Mosaku, Isaach De Bankolé og Lubna Azabal. Lengd: 82 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Malia kemur úr stoltri súdanskri fjölskyldu. Faðir hennar, Bah, er ættbálkahöfðingi og valdamikill maður í samfélagi þeirra. Það skiptir hins vegar engu máli þegar Malia er tekin til fanga, ásamt fjölda annarra kvenna, í árás íslamskra stríðsmanna á þorpið hennar. Malia er flutt til Khart- oum, höfuðborgar Súdans og þaðan seld til arabískrar fjölskyldu. Laila, „eigandi“ Maliu, beitir hana andlegu og líkamlegu ofbeldi í tilraun sinni til að brjóta hana niður og gera að hlýðnum þjóni. Andlit Norðursins Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum aldurshópum. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari hef- ur undanfarinn aldarfjórðung myndað menn og náttúru á norðurslóðum. Fyrir honum vakir að festa fólkið og lífshætti þess á filmu áður en það verður of seint. Til þess verður hann að ávinna sér traust þeirra, verða einn af þeim, læra að komast af í aðstæðum sem eiga fátt skylt með þægindum nútímans. Aðeins þannig ávinnur hann sér rétt til að komast að þessu fólki, heyra sögur þess og fá að mynda það í umhverfi sínu. Bieber efnaðasti unglingurinn Aðdáendur ungstirnisins Justin Bieber eiga heiður skilinn fyrir að kaupa ógrynni af plötum söngvarans, smellum, mynddiskum og öllum vörum tengdum Bieber því nú hefur komið í ljós að hann er auðugasti unglingur Hollywood. Tímaritið People gaf nýverið út lista með ungum stjörnum í Hollywood og trónir Bieber þar á toppinum sem auðugasti unglingurinn. Fram að þessu hefur hann rakað inn milljónum dollara, nánar tiltekið 53 milljónum dollara sem jafngilda um 6 milljörðum íslenskra króna. Afrekið verður að teljast ótrúlegt miðað við ungan aldur söngvarans sem virðist hvergi nær hættur að moka inn milljónunum. BIEBER ER MÚRAÐUR MIÐAÐ VIÐ ALDUR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.