Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 Monitor Kvikmyndin Cowboys and Aliens fjallar um einfar- ann Jake Lonergan sem vaknar úti í eyðimörk með dularfullt armband um úlnliðinn. Lonergan veit ekk- ert hver hann er en eftir að hann heimsækir næsta bæ og spjallar við innfædda færist heldur betur fjör í leikinn. Myndin byrjar skemmtilega og lofar góðu. Það er flott stemning yfir myndinni í byrjun en því miður fjaraði undan þessu öllu saman allt of fljótt. Daniel Craig var hins veg- ar mjög svalur í sínu hlutverki og vona ég að hann leiki í alvöru vestra innan tíðar. Harrison Ford var bara Harrison Ford í myndinni. Maður hefur séð hann leika þessa týpu milljón sinnum. Ofurgellan Olivia Wilde leikur Ellu Swenson og ég hef sjaldan séð jafn illa skrifaða persónu. Hún átti í einhverju sambandi við geimverurnar en það samband er aldrei útskýrt sem gerði það að verkum að manni er alveg sama um hana. Þetta er í raun aðal- vandamálið við myndina. Handritið er svo ótrúlega lélegt og tætingslegt að meira að segja Daniel Craig og Harrison Ford gátu ekki reddað þessu. Frábær tónlist Ég skil hreinlega ekki hvað menn eins og Steven Spielberg, Ron Howard og Brian Grazer voru að hugsa þegar þeir ákváðu að setja nafnið sitt við þetta drasl. Spielberg hefur reyndar sýnt það síðustu ár að hon- um er alveg sama um efnið, bara að hann fái smá pengs í kassann. Það er eins og mennirnir á bakvið þessa mynd hafi ekki hugsað þessa hugmynd alveg til enda. Algjört lykilatriði fyrir góða kvikmynd er góð saga með góðu handriti. Það er svo sannarlega ekki til staðar hér. Eina jákvæða við myndina var Daniel Craig og tónlistin. Tónlistin var mjög góð og passaði vel við annars sorglega lélega mynd sem olli miklum vonbrigð- um. Tómas Leifsson Algjört flopp Cowboys and Aliens K V I K M Y N D E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 6 7 6 Meira Ísland með Símanum á stærsta 3G neti landsins siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja B arcode Scanner Meira Ísland M-ið er ómissandi ferðafélagi Meira Ísland Hafnarfjörður Greitt er samkvæmt gjaldskrá. Nánar á Siminn.is Ímiðborg Reykjavíkur virðast skemmtistaðir fara á hausinn ámánaðarfresti. Það er gömul saga og ný en blessunarlega fyririðkendur skemmtanalífsins þá eru skörð staðanna yfirleitt fyllt mjög fljótlega. Það liggur í augum uppi að það að reka öldurhús niðri í bæ er mikið hark svo það eiginlega er með ólíkindum að sífellt skuli spretta fram nýir staðir. Annað hvort hlýtur það að byggjast á hugrekki í athafnamönnunum sem ráðast í að opna skemmtistað eða einhvers konar fífldirfsku þar sem hver og einn þeirra trúir því að hann búi yfir einhverri betri aðferð til staðarreksturs heldur en næsti maður á undan. Þó gæti það alveg eins verið sitt lítið af hvoru. Að svo sögðu er ég með viðskipta-hugmynd fyrir einhverndjarfan þarna úti. Fyrir skemmstu var auglýst að eitt mesta og fallegasta stórhýsi borgarinnar væri til sölu. Ég er að sjálfsögðu að tala um glerkastalann á tindi Öskjuhlíðarinnar, ég á við Perluna í öllu hennar veldi. ÍPerlunni væri hægt að búa tilmagnaðasta skemmtistað landsins,það er óumdeilanlegt. Þar er hátt til lofts, það er á nokkrum hæðum og inni í því er gosbrunnur – með öðrum orðum býr það yfir öllu sem gott partíhús þarf að prýða. Á einni hæðinni væri hægt að hafa tónleikavettvang og önnur hæð yrði heimavöllur plötusnúðs með trylltri dansstemningu. Hversu gott væri það þegar plötusnúðurinn er í banastuði að spila ein- hverjar dansbombur að í hvert sinn sem lag næði hápunkti, þá myndi gosbrunn- urinn gjósa af fullum krafti við brjálaðan fögnuð viðstaddra? Á efstu hæðinni væri ef til vill hægt að hafa fágað dansgólf þar sem rómantíkin fengi að blómstra. Fólk gæti vangað og boðið upp í drykk á snúningsgólfinu fræga með besta útsýnið í bænum. Að lokum skemmir ekki fyrir að þarna eru að finna einhverjar stærstu og flottustu svalir sem fyrirfinnast, þær myndu aldeilis nýtast á fögru sumarkvöldi. Staðurinn myndi verða heitastiskrallvettvangur bæjarins áaugabragði, það er einfaldlega ritað í stjörnurnar því húsið lítur út eins og risastór diskókúla. Þá fyrst væri hægt að tala um stærsta skemmtistað í heimi. Ef til vill má deila á það að staðurinn er ekki staddur í miðborginni en allir hinir kostirnir og möguleikarnir sem hann býður upp á hljóta að vega upp á móti og gott betur. Þar að auki má alltaf finna lausn á því, til dæmis gætu verið ungir og hraustir krakkar í vinnu við það að ferja fólkið upp og niður Öskjuhlíðina frá Lækjartorgi á reiðhjólum með vagni aftan í eins og maður sér í stórborgunum, eða bara skipulagðar rútuferðir fram og til baka eftir endilangri nóttunni. Ég fel útfærsluna á því í hendur ofurhugans sem kýlir á þessa viðskiptaáætlun, ekki get ég séð um allar hliðar perluveiðinnar fyrir viðkomandi. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Stærsta diskókúla í heimi Allt að gerast - alla fimmtudaga! ERT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT? monitor@monitor.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.