Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 18. ágúst 2011 | fílófaxið fimmtud18ágúst „Njálsbúð var musteri sveitaballanna til margra ára en hefur dalað eins og sveitaböllin,“ segir Addi Fannar, gítarleikari Skítamórals, en sveitin spilar einmitt á heljarinnar sveitaballi í Njálsbúð um helgina. „Nú er haldið eitt sveitaball á hverju sumri og það er þá auðvitað ballið sem allir mæta á,“ útskýrir hann spenntur fyrir ballinu enda sjálfur reynslubolti í geiranum. „Ég mætti alltaf í Njálsbúð þegar ég var yngri og sveitaböllin voru haldin aðra hverja helgi á sumrin,“ segir Addi og lofar rosa stuði í Njálsbúð um helgina. Þeir sem hafa áhuga geta nýtt sér sætaferðir á ballið en rúta fer frá Selfossi fyrir ballið og pikkar upp fólk á Hellu og Hvolsvölli. „Svo er öllum skutlað heim um nóttina,“ segir Addi en ballið byrjar kl. 23 um kvöldið og stendur fram til þrjú um nóttina. Dj Atli sér um að hita upp og koma fólki í gírinn en svo tekur Skítamórall við og lofar Addi tryllingslegri stemningu í Njálsbúð. „Við gerum það sem við gerum best.“ Musteri sveitaballanna endurvakið LÁRA RÚNARS OG MUGISON Café Rósenberg 21:00 Lára flytur nýtt og gamaltefni í bland en hún vinnur þessa dagana að fjórðu breiðskífu sinni. Mugison hitar upp og miðaverð er 1.500 krónur. NEI TÓNLEIKAR Faktorý 21:30 Á þessum tónleikum gegnkynferðisofbeldi koma fram Lay Low, Of Monsters And Men, Lockerbie, Uppistandsstelpur og á milli atriða svokallað- ar kanilsnældur. Frítt er inn á tónleikana en frjáls framlög eru einnig þegin. ÓTENGDUR VALDIMAR Hvíta perlan 22:00 Tónleikaröðin gogoyokoWireless heldur áfram með ótengdum hljómleikum hljómsveitarinnar Valdimars. Miðaverð er 1.500 krónur og fer miðasala fram á Midi.is. STEVE VAI TRIBUTE- TÓNLEIKAR Sódóma 22:00 Einvalalið tónlistarmannaflytur lög eftir bandaríska gítargoðið Steve Vai. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. SVEITABALL Njálsbúð Föstudagur kl. 23 Kvikmynd Lion King er klárlega besta mynd allra tíma. Fyrsta myndin sem ég sá í bíó og nær mér ennþá í hvert skipti sem ég horfi á hana! Þáttur Friends er alltaf klassískur þáttur, hann eldist svo vel að maður getur horft á hann aftur og aftur og ennþá hlegið jafn dátt. Svo eru Modern Family-þættirnir mjög fyndnir og þeir eru uppáhaldsþættirnir mínir í dag. Bók Þegar ég var yngri beið ég alltaf eftir þeim degi þegar mamma kæmi heim frá útlöndum með nýjustu Harry Potter- bókina handa mér og ekki var hægt að ná sambandi við mig næstu daga eftir að ég fékk hana. Plata Kærastinn minn keypti Dikta-diskinn Get It Together fyrir svolitlu síðan og ég hef hlustað á hann fram og til baka og gjörsamlega dýrka hann. Vefsíða Þeir sem vita ekki hvaða síða Stumbleupon.com er ættu að skoða hana. Maður getur gleymt sér tímunum sam- an við að skoða allt mögulegt á henni. Staður Rúmið mitt er besti staðurinn. Þegar maður er að æfa tvisvar á dag í 2-3 klukku- tíma í senn, í skólanum og á flakki allan daginn, dauðþreyttur og úrvinda getur maður ekki annað en elskað rúmið sitt. Síðast en ekki síst » Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, fílar: föstudag19ágúst GÓÐGERÐARTÓNLEIKAR Sódóma 21:00 Hjálparsamtökin Veraldar-vinir standa fyrir tónleikum til styrktar börnum á Tierra Bomba svæðinu. Fram koma meðal annars Haffi Haff, El Camino og The Vintage Caravan. Aðgangseyr- ir er 1.000 krónur. PÉTUR BEN Bar 11 23:00 Sumartónleikaröð Tuborg ogBar 11 heldur áfram. Í þetta skiptið treður Pétur Ben upp og tryllir lýðinn. Frítt er inn á tónleikana. KVEÐJUTÓNLEIKAR RÖKKURRÓAR Faktorý 23:00 Hljómsveitin Rökkurrókveður í bili og fær til liðs við sig sveitirnar Agent Fresco, Útidúr og Úlfur Úlfur til að kveðja með stæl. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. laugarda20ágúst SVEITABALL Sódóma 23:30 Stuðboltarnir í hljómsveit-inni Í svörtum fötum leika á trylltu sveitaballi og ætla drengirnir sér að ná upp ekta íslenskri sveitaballastemningu. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: ReykjavíkuRaPótek, Seljavegi 2 // LyfjaboRg aPótek, Borgartúni 28 //gaRðSaPótek, Sogavegi 108 uRðaRaPótek, Grafarholti //RIMa aPótek, Grafarvogi aPótek HafnaRfjaRðaR, Tjarnarvöllum 11 ÁRbæjaRaPótek,Hraunbæ 115 //LyfjaveR Suðurlandsbr. 22 Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: EYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 //LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 //GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti //RIMA APÓTEK, Grafarvogi APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 //LYFJAVER Suðurlandsbraut 22 APÓTEK GARÐABÆJAR //Litlatúni 3

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.