Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 stíllinn Yfirleitt eru stjörnurnar óaðfinnanlegar og auðvelt að öfunda þær af fullkomnu útlitinu en þó kemur fyrir að þær klúðri þessu gjörsamlega. Hér eru myndir af nokkrum stjörnum sem mála sig stundum of mikið eða hreinlega bara illa. Förðunarklúður Christina Aguilera Það er eins og söngkonan smelli alltaf á sig sentímetraþykku lagi af meiki og talið er að enginn viti í raun hvernig hún lítur út undir öllum þessum farða. Kim Kardashian Bossastelpan fræga er með eindæmum fríð og þarf alls ekki á þessum rosalega ýktu gerviaugnhárum að halda. Einnig er óskiljanlegt að hún skuli alltaf maka á sig slíku magni af sólarpúðri. Eva Longoria Leikkonan íðilfagra er ekki vön að klúðra förðun né hári en þessi múndering hennar er virkilega misheppnuð. Hver setti þennan alltof ljósa hyljara framan í hana? Pamela Anderson Kynbomban lítur eflaust ekki vel út þegar hún vaknar á morgnana enda ekki sú ferskasta í bransanum. Einhvern veginn tekst henni líka að líta út eins og trúður með allan þennan augnfarða. Jennifer Lopez J-Lo er svolítið eins og J-Ho með svona ýkta liti. Hér er Jennifer Lopez alltof mikið máluð um augun en venjulega heldur hún sig við jarðarliti í förðuninni sem fara henni einstaklega vel. Leighton Meester Hin smekklega smágerða leikkona er yfirleitt mjög smart en sumar tískutilraunir hennar í förðun misheppnast hrapalega. Hún er eins og vampíra á myndinni! Drew Barrymore Orð eru nánast óþörf. Hvar fékk hún þetta hvíta púður og af hverju ákvað hún að maka því í kringum augun? Stíllinn mælir ekki með svona ljósum hyljara fyrir smartar skvísur. LG Optimus One 35.990 kr. Android 2,2 stýrikerfi 3,15MP myndavél 3G og WiFi GPS Vodafone 858 22.990 kr. Android 2,2 stýrikerfi 2MP myndavél 3G og WiFi GPS Í skólann Kaupauki 200MB gagnamagn eða Risafrelsi Kaupauki 200MB gagnamagn eða Risafrelsi vodafone.is Stórsnjallir símar á frábæru verði í verslunum Vodafone

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.