Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka, er landsmönnum kunnug fyrir matreiðslubækur sínar og –sjónvarpsþætti ásamt því að vera oft nefnd í hópi glæsi- legustu kvenna landsins. Fjölskylda Rikku á heljarinnar svína- og hænsnabú á Kjalarnesi og segist hún því vera mjög góð í að steikja egg og beikon, en hún byrjaði að stunda það sjö eða átta ára gömul. Hvað þyrfti að borga þér mikið til að þú myndir breyta nafninu þínu í Fab-Rikka? Þegar staðurinn opnaði þá hringdi ég nú í strákana, Simma og Jóa, og þakkaði þeim fyrir að nefna þennan farsæla stað eftir mér, það var fallegt af þeim að sýna svona væntumþykju. Þetta væri kannski auglýsingin sem ég væri tilbúin að ganga með á enninu (hlær). Ég held samt að strákarnir þyrftu að díla mjög vel við mig samt en ég útiloka ekki neitt. Mamma þín er gullsmiður. Ert þú þá mikið fyrir skartgripi? (Réttir fram hendurnar og sýnir hringalausa fingur). Ég hef svona „krumma-element“, ég er mikið fyrir svona pínulítið glingur en ég nota samt skartgripi almennt ekki mikið. Ég er alltaf að vinna með höndunum og finnst þá óþægilegt að vera með eitthvað á höndunum, til dæmis armband sem er alltaf eitthvað að dingla, það fer voðalega í taugarnar á mér. Síðan tala ég svo mikið með höndunum að þá færi allt í flækju, ég gæti farið að festa skartgripina í hárinu og eitthvað vesen. Ég hef samt gaman af fallegum hlutum, það hef ég frá móður minni. Þú ólst upp á Kjalarnesi. Hvernig var að búa þar? Það var alveg yndislegt, maður lék sér rosalega mikið úti í skemmtilegum félagsskap alveg upp undir ungl- ingsaldur. Við áttum ekki tölvu fyrr en mamma og pabbi keytu Commodore Amiga 2000 og þá byrjaði maður að spila Tetris, sem mér fannst geðveikt gaman og hann er ennþá uppáhaldsleikurinn minn. Ég er voðalega lítið fyrir að breyta svona hlutum en mér finnst tölvuleikir reyndar alger tímaeyðsla. Ég kláraði grunnskólann á Kjalarnesi og svo flutti ég eiginlega að heiman þegar ég fór í menntaskóla. Þú útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1998. Hvernig upplifðir þú menntaskólaárin? Mér fannst svolítið erfitt að koma beint úr sveitinni, þar sem við vorum ellefu í bekk, beint í tuttugu og fimm manna bekk. Ég var ógeðslega feimin, ég hélt ég myndi deyja fyrsta árið. Ég fór þarna með æskuvinkonu minni og þarna eignaðist ég vini sem ég umgengst enn í dag. Ég umgengst mest mína gömlu vini, mér finnst svolítið erfitt að eignast nýja vini (hlær). Mér finnst voða gott að vera með mínum gömlu. Það var ekki fyrr en eftir menntaskóla að ég fór að verða aðeins opnari. Varst þú alltaf með best útbúna nestið í skólanum? Nei, við vinkona mín vorum aðallega duglegar við að fara í bakaríið og síðan rákum við sjoppuna í skólanum einn veturinn svo það fullnægði þörfum sælkerans það árið. Hvað leiddi þig út í matreiðslunám? Þegar ég hugsa til baka þá var ég rosalega mikið að elda alveg frá því ég var sex eða sjö ára. Þá var maður að baka, elda og fylgjast með í eldhúsinu og eiginlega alltaf í kringum matargerð. Ég vissi kannski ekkert alveg hvað ég ætlaði að gera þegar ég kláraði menntaskóla en þá ákvað ég að prófa þetta og sjá hvert þetta myndi leiða mig. Mig langaði samt aldrei að vinna sem kokkur. Ég fór í matreiðsluskóla í Bretlandi en fór aldrei að vinna á veitingastað, því áhugasvið mitt lá ekki þar. Mig langaði að skrifa bækur og mig langaði að gera sjónvarpsþætti. Reyndar lékum við vinkona mín okkur oft við það að búa til sjónvarps- og útvarpsþætti þegar við vorum litlar svo þetta togaði kannski bara alltaf í mig. Ég var einmitt að velta því fyrir mér um daginn hvað hefði orðið af þessum upptökum, það má segja að þar hafi ég fengið mína fyrstu fjölmiðlareynslu. Ég sá líka stundum um mötuneytið í fjölskyldufyrirtækinu og þá var ég með tíu manns í mat þegar ég var þrettán eða fjórtán ára. Þú lærðir úti í London. Hvers vegna þar og hvernig var sá tími? Ég held að það hafi verið ákveðin þrá í að komast út og þroskast í öðru umhverfi eftir menntaskólann. Þarna fann ég nám sem var ólíkt því sem hægt var að taka hérna heima, ég gat tekið það á styttri tíma og ég er alltaf að flýta mér svo mikið þannig að ég stökk á það. Þetta var mjög krefjandi, mikil keyrsla en þarna bætti ég auðvitað á mig nokkrum kílóum. Ég fór bæði í matreiðslu og kökugerð sem mér fannst mjög gaman, eiginlega of gaman, og það mætti segja að ég hafi blómstrað á allan hátt á þessum tíma og þá kannski helst líkamlega, ef þú veist hvað ég á við. Í ljósi þess að þú ert þjóðþekkt fyrir góða takta í eldhúsinu, er þá mikil pressa á þér þegar þú býður fólki í matarboð? Nei nei, mér finnst bara æðislegt að bjóða fólki heim í einfalt pasta, það þarf ekki að vera flókið. Ég hálf- skammast mín reyndar fyrir eitt sem ég lenti í um dag- inn. Samstarfsfólk mitt sem vann að þáttunum með mér kom til mín í matarboð viku fyrir tökur og ég var búin að kaupa allt í franska matargerð, velja frönsk rauðvín og allt. Þau ætluðu að fá að fylgjast með matargerðinni svo þau gætu undirbúið þáttinn. Síðan opnaði ég vínflösk- una, við byrjuðum að tala saman en síðan alltaf þegar ég stóð upp og ætlaði að fara að elda þá kom upp eitthvað nýtt umræðuefni. Svona gekk þetta þangað til klukkan var orðin tíu og þá var orðið alltof seint að búa til mat svo þá voru opnaðir tveir popppokar og karamellu- súkkulaði, það var það eina sem við borðuðum. Þetta var matarboðið, þau þurfa ekki alltaf að vera flókin en þetta var góður félagsskapur. Það var einn sem mætti með Herbalife-sjeik í boðið, sem mér fannst nú dálítið spes fyrst, en svo þegar hann var að fara heim sagði hann: „Ég er svo feginn að ég tók sjeikinn með mér, annars hefði ég dáið hér úr hungri,“ sem var líklega rétt hjá honum. Þegar maður er lærður í matreiðslu, verður matarsmekk- urinn manns þá snobbaður? Alls ekki, ég vil oft hafa matinn einfaldan og mér finnst til dæmis æðislegt að panta mér bara pítsu. Maður vill samt kannski hafa hlutina á ákveðinn hátt, sjáðu til, en mér finnst rosalega gaman þegar fólk býður mér í mat og þá sit ég nú ekki og finn að því sem fólk ber á borð. Nú ert þú oft nefnd í hópi glæsilegustu kvenna landsins. Hver er galdurinn? Nú verð ég bara feimin og roðna. Mér finnst ég ekki al- veg eiga heima í þessum hóp en það sem ég geri til þess að láta mér líða vel er að ég reyni að hugsa vel um innri mann, til dæmis með hugleiðslu sem ég stunda á hverjum degi. Það sem ég tek eftir í fari annarra er ekki í hverju þeir eru eða hvernig þeir líta út heldur hvað kemur innan frá. Ef þú hefur eitthvað gott að gefa innan frá, þá verður þú aðlaðandi og með mikla útgeislun, mér finnst það vera númer eitt, tvö og þrjú. Þetta snýst ekki um hvernig þú lítur út að utan heldur að innan, að öllu leyti. Þú hljópst 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Ert þú mikill hlaupari? Ég get ekki sagt það, eina markmiðið mitt var að komast í mark hvort sem það var skokkandi, labbandi eða skríðandi. Mér finnst ofsalega gaman að hreyfa mig og legg mikið upp úr því, af því mér finnst það svo skemmtilegt. Mér finnst aftur á móti ógeðslega leiðinlegt að hlaupa svo ég sá ekki beint fyrir mér neinn frama í þessu langhlaupi. Ég hljóp fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins og hann skiptir mig alveg gríðarlega miklu máli, meðal annars því ég hef þurft að leita á náðir hans sjálf með barnið mitt. Þetta var því ástríðuhlaup, ég hljóp þetta fyrir einhvern annan en mig og þetta tókst. Mér hefði aldrei dottið í hug að taka þátt í þessu ef ég hefði ekki verið að styrkja eitthvað. Þú átt tvo syni. Eru þeir matvandir? Sá yngri er svolítið matvandur en sá eldri er mjög mikið efni. Hann grípur alveg flösku í eldhúsinu og segir: „Finndu lyktina af þessu mamma, þetta er truffluolía. Mig langar í truffluolíu á nautakjötið mitt.“ Svo vill hann fá súrar gúrkur og er mikið að pæla í þessum hlutum og fær oft að vera með í eldhúsinu. Sá yngri er kannski ennþá of ungur en hann kemur til. Sem stendur er hann alger sælkeri. Ert þú sælkeri? Ég held að það sé óhætt að segja það, ég er ástríð- usælkeri. Ég er sérstaklega veik fyrir heimalöguðum eftirréttum. Þegar þú byrjaðir með þættina, horfðir þú þá á Jamie Oliver og Nigella til að læra trixin? Nei, ég gerði það nefnilega ekki. Ég forðaðist einmitt að horfa á aðra matreiðsluþætti af því ég var hrædd við að verða fyrir of miklum áhrifum. Ég vil að minn karakter komi í ljós í mínum þætti en ekki að ég sé að herma eftir öðrum, ég vil bara gera þetta eins og ég geri þetta. Eruð þið Jóhanna Vigdís keppinautar á sviði matreiðslu- þátta? Nei, mér finnst Jóhanna alveg yndisleg og ég myndi vilja sjá hana gera meira á þessu sviði eftir sínu höfði. Hún er nefnilega líka svona ástríðusælkeri. Nýi þátturinn þinn, Heimsréttir Rikku, er að hefja göngu sína. Hvernig þáttur er þetta? Þetta eru þættir sem ganga út á það að við ferðumst heimshorna á milli án þess að stíga fæti úr eldhúsinu. Ég tek fyrir vinsælasta réttinn eða einhvern einkennandi rétt frá því landi sem fjallað er um í hverjum þætti fyrir sig. Til dæmis í Frakklandi er það „coq au vin“ og fyrir Ítalíuþáttinn þá heimageri ég pasta. Mér finnst ágætt að reyna að koma því til skila til fólks að það er ekkert flókið að búa til sitt eigið pítsadeig, pastadeig eða tortillur. Það er búinn að vera svo mikill hraði í flestum matreiðslu- þáttum hingað til svo nú tökum við þetta svolítið í hina áttina og gerum þetta hægar, útbúum allan matinn frá grunni og svoleiðis. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Sjónvarpskokkurinn Rikka á sér það markmið að sýna fram á að allir geti eldað með jákvæðni að vopni. Þegar hún er ekki í eldhúsinu leggur hún mest upp úr því að viðhalda barninu í sjálfri sér. Hrædd við að HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 290178. Uppáhaldsmatur: Ítalskur matur. Uppáhaldsveitingahús: Þessa dagana eru það Grillmarkaðurinn og Primavera. Uppáhaldsstaður í heiminum: Mér líður alltaf rosa vel á Þingvöllum. Helsti kostur: Ég hugsa í lausnum, það getur sparað mikinn tíma. Versti ávani: Ég er sælkeri, eða er það kannski kostur? Þegar staðurinn opnaði þá hringdi ég nú í strák- ana, Simma og Jóa, og þakkaði þeim fyrir að nefna þennan farsæla stað eftir mér, það var fallegt af þeim að sýna svona væntumþykju. verða fullorðin

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.