Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 Monitor Hefur þú hlaupið maraþon áður? Ég hljóp Reykjavíkurmaraþonið fyrir tveimur árum og þá var það alveg óundirbúið en ég náði öðru sætinu af Íslendingunum. Hvernig undirbjóst þú þig fyrir hlaupið? Ég talaði við frænda minn, Birgi Sævarsson, og fékk hann til að setja saman æfingaáætlun. Hún var þannig að ég hljóp rúma 800 km á tveimur mánuðum, þar á meðal voru mjög löng hlaup, sprettir og svo tempóhlaup og þess á milli voru róleg hlaup og hvíldardagar. Þetta eru fjögur mismunandi hlaup. Hvað borðaðir þú morguninn sem hlaupið var? Ég fékk mér tvær skálar af Cheerios, djúsglas, hálfan banana og þrjú vatnsglös. Ég var svo heppinn að ég kláraði sumar- vinnuna viku áður en maraþonið var þannig að ég tók þrjá daga þar sem ég vaknaði klukkan hálfsjö og undirbjó mig eins og ég væri að fara í hlaupið svo maður var vel undirbúinn í þessum málum. Hvað ertu að hugsa á meðan þú ert að hlaupa? Í maraþoninu má ekki hugsa um hvað maður á mikið eftir heldur á maður að hugsa þetta sem mörg lítil hlaup. Stundum hugsaði ég: „Það eru bara þrír kílómetrar í næstu vatnsstöð“, og þá kláraði maður það hlaup og byrjaði á næsta. Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þú komst í mark? Bara að þetta væri búið. Þetta er svo skrýtið, þetta er til dæmis ólíkt því þegar maður er að æfa körfu og spilar svo kannski einn eða tvo leiki í viku, þarna var ég að æfa í tvo mánuði og það eina sem skipti máli var frammistaðan á þessari einu dagsetningu. Þetta var mikill léttir og ótrúleg gleði. Þú hljópst með sólgleraugu. Var það upp á lúkkið? Þessi ákvörðun var tekin daginn áður af því að ég er með svo mikið hár að ég hef stund- um lent í því þegar ég er að hlaupa í meðvindi að hárið fari algjörlega yfir augun. Ég nota reyndar líka linsur og að fá vindinn í augun þá er ansi óþægilegt. Svo reyndar er þetta auðvitað hlaupalúkkið, allir með einhver sólgleraugu. Er stefnan núna tekin á Opna kenýska mótið í langhlaupum? Ég er búinn að senda þeim þarna úti fyrirspurn. Nei nei, ég veit nú ekki hvernig maður yrði innan um þessa Kenýumenn en ég ætla halda áfram að hlaupa, býst við að ég keppi aftur í Reykjavíkurmaraþon- inu að ári. Arnar Pétursson er tvítugur hlaupari sem kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn var. ARNAR HLJÓP EINS OG SANNUR KEISARI Sólgleraugun hlaupalúkkið gera H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 1 - 0 8 3 9 M yn d/ Ár ni Sæ be rg

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.