Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 21

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 Monitor Það er kannski vottur um þröngsýni og mikil- mennskubrjálæði að tilnefna leik ársins í lok ágúst, sérstaklega þegar hellingur af risastórum leikjum eru rétt við það að koma út. En kallið mig þröngsýnt svín, því Deus Ex Human Revolution er besti leikur ársins hingað til og það þarf mikið til að slá þennan af stallinum. Leikurinn gerist árið 2027 eða 25 árum fyrir atburði upprunalega Deus Ex leiksins og fara leikmenn í hlut- verk Adam Jensen sem er yfirmaður öryggismála hjá Sarif fyrirtækinu, en það fyrirtæki er nokkurskonar Össur framtíðarinnar. Helsta markmið þeirra er að setja ígræðslur í fólk til að hjálpa því að ná fullkomn- um árangri. Í upphafi leiksins verður fyrirtækið fyrir hryðjuverkaárás sem endar með því að kærasta Adams deyr og hann sjálfur slasast lífshættulega. Færustu vísindamenn Sarif tjasla Adam saman með nýjustu tækni og þarf okkar maður að finna út úr hvað gerðist og hverjir beri ábyrgð á þessum illverkum. Deus Ex Human Revolution er blanda af skot- og hlutverkaleik sem spilast í fyrstu persónu. Sögu- þræðinum er skipt upp í nokkur verkefni sem leikmenn ráða algjörlega hvernig þeir leysa og eru þar ótrúlega margir möguleikar. Leikmenn geta valið að leysa allt með brjáluðum látum og skjóta á allt sem hreyfist eða með því að læðast um og komast óséðir á endapunktinn og svo allt þar á milli. Í hverju verkefni fá leikmenn XP stig og geta þeir notað þau til að uppfæra Adam á marga vegu, t.d. að láta hann þola meiri skaða, hlaupa hraðar, vera betri í að tala við persónur leiksins, fá betri sjón og margt fleira sem hjálpar honum við verkefni leiksins. Á milli þess sem maður læðist um eða lætur byss- urnar tala þarf Adam að tala við persónur leiksins og þarf maður að vanda sig þar vel því það getur skipt miklu máli um útkomuna hvernig samtölin þróast. Einnig eru í leiknum „hacking“ smáleikir þar sem leikmenn geta hakkað sig inn í öll kerfi og er það skemmtileg tilbreyting inn á milli. Grafíkin í leiknum er mjög metnaðarfull og gaman að sjá leik sem spreyjar metnaði hvert sem litið er. Talsetningin er í góðu meðallagi, en leikurinn er stútfullur af grjóthörðum stereótýpum og passar það honum mjög vel. Tónlistin er kröftug og skapar mikla spennu, en hún keyrist upp í takt við hasarinn. Það gleður mig alltaf þegar ég sé metnað lagðan í tölvuleiki, en Deus Ex Human Revolution hefur sjaldséðan metnað sem ég hvet alla til að upplifa aftur og aftur og aftur og aftur... Ólafur Þór Jóelsson MANNESKJA 3.0 Tegund: Skot- og hlutverkaleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Square Enix Dómar: Gamespot 8,5 af 10 / IGN 9 af 10 / Eurogamer 9 af 10 Deus Ex Human Revolution TÖ LV U L E I K U R Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Ítæp tvö ár hefur undirritaður fylgst meðákveðinni tónlistarstefnu ryðja sér tilrúms hérlendis. Hún er þó ekki endilega í uppáhaldi hjá undirrituðum, heldur er ég einfaldlega áhugamaður um íslenska tónlistarsenu. Tónlistarstefnan er sennilega ein sú vinsælasta í hinum stóra heimi handan Atlantshafsins og á meðal leiðtoga stefnunnar þar á bæ eru risanöfn á borð við Beyoncé og Justin Timberlake. Ég á að sjálfsögðu við svokallað „R&B“. Frumkvöðull þessarar tónlistarstefnu hér áFróni er án nokkurs vafa Friðrik Dór. Senneru liðin tvö ár frá því hann smellti lagi sínu, Hlið við hlið, á YouTube og síðan þá hafa rúmlega 213 þúsund manns hlustað á lagið þar. Ef til vill mætti segja að fyrstu viðbrögð landans við laginu hafi verið blendin, enda ekki vanur að heyra álíka tónlist sungna á íslensku, en í dag eru vinsældir Friðriks ótvíræðar. Það verður að teljast virðingarvert hvernig honum hefur tekist að snúa hinum hörðustu tónlistargagnrýnendum á sitt band og stimplað sig sem metnaðarfullan poppara með það að markmiði að semja grípandi lög sem gleðja fólk. Frá því Friðrik braut ísinn hafa fleiri íslenskirR&B-tónlistarmenn litið dagsins ljós þóttenn hafi enginn komist með tærnar þar sem hann hefur hælana, þó kannski að undanskildum grínlögum Steinda Jr. sem einnig hafa notið virkilegra vinsælda. Friðrik hefur allt til brunns að bera til að jafnast á við R&B-stjörnur Hollywood- heimsins sé frátalinn einn þáttur. Hann á nefnilega enn eftir að sýna sig og sanna sem dansari. Usher, Chris Brown og Justinarnir Timberlakeog Bieber – allt eru þetta R&B-kynbræðurFriðriks sem allir eiga það sameiginlegt að vera afbragðsgóðir dansarar. Á tónleikum spilar reyndar dans sennilega álíka stóra rullu í sviðsframkomu þeirra og söngurinn. Í hinum harða heimi vestanhafs er nefnilega ekki nóg að vera sætur og með góða rödd, það er skilyrði að poppstjarnan geti dansað líka. Það er engum blöðum umþað að fletta að dansinner lykillinn að áður ófundnum hæðum hjá íslenskum R&B-listamanni. Daginn sem popparinn hafnfirski færi að tjútta á sviði, jafnvel í flottri múnd- eringu með míkrófón á spöng um hausinn til að geta nýtt allan búkinn í dans, er ljóst að hann myndi ekki eingöngu trylla hverja einustu unglings- stúlku landsins, hann myndi nefnilega líka gleðja hjarta yðar einlæga. Vissulegaþarfdirfsku til að bænheyra mig í þessu tilfelli en að sama skapi myndi þetta án efa færa umrædda tónlistar- stefnu á næsta þróunarstig, því er þetta vonandi einungis spurning um hvenær en ekki hvort. Ég veit að Friðrik ætlaði ekki að dansa en úr því hann er kominn í gírinn þá er áskorun mín skýr: Hér kemur bassinn, hrist’á þér rassinn, maður! Ætlaðir þú ekki að dansa? Nokica C5-03 39.990 kr. GPS og OVI maps 5 MP myndavél 3G og WiFi Nokica X3-02 29.990 kr. Snertiskjár og lyklaborð 5 MP myndavél 3G og WiFi Kaupauki 200MB gagnamagn eða Risafrelsi Kaupauki 200MB gagnamagn eða Risafrelsi vodafone.is Í skólann Flottir símar á frábæru verði í verslunum Vodafone

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.