Monitor - 01.09.2011, Side 3

Monitor - 01.09.2011, Side 3
19 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 Monitor Hefur þú hlaupið maraþon áður?Ég hljóp Reykjavíkurmaraþonið fyrirtveimur árum og þá var það alvegóundirbúið en ég náði öðru sætinuaf Íslendingunum. Hvernig undirbjóst þú þig fyrir hlaupið? Ég talaði við frænda minn,Birgi Sævarsson, og fékk hann til að setja saman æfingaáætlun. Húnvar þannig að ég hljóp rúma 800 kmá tveimur mánuðum, þar á meðalvoru mjög löng hlaup, sprettir og svo tempóhlaup og þess á milli voruróleg hlaup og hvíldardagar. Þettaeru fjögur mismunandi hlaup. Hvað borðaðir þú morguninn semhlaupið var? Ég fékk mér tvær skálar af Cheerios, djúsglas, hálfan banana og þrjú vatnsglös. Ég var svo heppinn að ég kláraði sumar-vinnuna viku áður en maraþonið var þannig að ég tók þrjá daga þarsem ég vaknaði klukkan hálfsjö og undirbjó mig eins og ég væri aðfara í hlaupið svo maður var vel undirbúinn í þessum málum. Hvað ertu að hugsa á meðan þú ertað hlaupa? Í maraþoninu má ekki hugsa um hvað maður á mikið eftirheldur á maður að hugsa þetta semmörg lítil hlaup. Stundum hugsaðiég: „Það eru bara þrír kílómetrar í næstu vatnsstöð“, og þá kláraði maður það hlaup og byrjaði á næsta. Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þú komst í mark?Bara að þetta væri búið. Þetta er svo skrýtið, þetta er til dæmis ólíktþví þegar maður er að æfa körfu og spilar svo kannski einn eða tvoleiki í viku, þarna var ég að æfa í tvománuði og það eina sem skipti málivar frammistaðan á þessari einu dagsetningu. Þetta var mikill léttirog ótrúleg gleði. Þú hljópst með sólgleraugu. Varþað upp á lúkkið? Þessi ákvörðunvar tekin daginn áður af því að ég ermeð svo mikið hár að ég hef stund-um lent í því þegar ég er að hlaupaí meðvindi að hárið fari algjörlega fi É Arnar Pétursson er tvítugur hlaupari sem kom fyrsturí mark í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn var. ARNAR HLJÓP EINS OG SANNUR KEISARI Sólgleraugun hlaupalúkkið gera M yn d/ Ár ni Sæ be rg 3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Ernir Eyjólfsson (ernir@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Steini í Moses Hightower þráir að fljúga um í loftbelg á túr bandsins um landið. Björn Bragi hefur ekki orðið var við að nokkur tjaldi fyrir utan húsið hans. Hilmar Guðjóns fór til Kína eftir menntaskóla og leikur nú fuglahræðu. 11 Stíllinn kíkti í fata- skáp Ágústu Sveins og skoðaði helstu fatagersem- arnar. 18 Monitor rifjaði upp há- og lágpunkta Búdrýginda með Axel trommara. 16 John Lennon sagði eitt sinn að lífið væri það sem gerðist á meðan maður er upptekinn við að gera önnur áform. Efst í huga Monitor 4 FYRIR SKILNINGARVITIN Munnharpan er snoturt kaffihús og veitingastaður í Hörpunni. Þar er boðið upp á fínasta mat og bakkelsi og á öllum laugardög- um í sept- ember- mánuði verður boðið upp á ókeypis djass- tónleika, en þeim sið hefur verið viðhaldið í allt sumar. Ekki skemmir heldur fyrir hversu sniðugt nafn staðarins er. Á NETINU Þótt brandararn- ir á 9gag.com séu oftast af ódýrari endan- um þá eru þeir tilvalin leið til að lífga upp á hversdaginn og létta á stemning- unni á skrifstofunni. Þar má finna grínmyndir sem spanna allt frá aulalegasta aulahúmor yfir í hnittið og útpældara spaug. Hafa ber í huga að aulabrandari er betri en enginn brandari. Í BOLTANUM Á félagið þitt enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum eða er það í bullandi fallbaráttu? Pepsi-deild kvenna lýkur í september og úrslitin í karlaflokki ráðast sennilega en síðasta umferðin fer fram þann 1. október. Monitor mælir með því að fólk fjölmenni á vellina á lokasprettum Íslands- mótanna tveggja og „deyi“ fyrir klúbb- inn. Monitor mælir með fyrst&fremst Gott að vera í Monitor? Ísíðustu viku spjallaði Monitor við Arnar Pétursson semsigraði Reykjavíkurmaraþonið á dögunum. Þar fór Arnar yfir undirbúning sinn fyrir hlaupið og minntist meðal annars á að hann hafi borðað tvær skálar af Cheerios í morgunmat daginn sem hlaupið var. Fólkið hjá Nathan og Olsen var svo upp með sér að það ákvað að verðlauna piltinn. Nú þarf Arnar ekki að hafa áhyggjur af því hvað hann á að fá sér í morgunmat og getur eytt öllu púðrinu í að úthugsa góðan hádegisverð. Það skal tekið skýrt fram að þessi pistill erekki kostaður af Cheerios. Okkur á Monitorstöðum fannst bara svo frábært hvað þessi litla setning í blaðinu varð til þess að Arnar var verðlaunaður enn frekar. Þetta ætti að hvetja ungt fólk til góðra verka því þá á það möguleika á að komast í Monitor og í framhaldinu komast í náðina hjá einhverjum góðum heildsala. Monitor... blað fyrir heildsala.Kannski lélegt slagorð en þið vitið hvað ég á við. Góða helgi. jrj Ásdís Rán you want to have me in your pocket 24/7?? hmmm... nothing is impossible! ;) download for free the Ásdís Rán app and enjoy me where ever u are. 27. ágúst 16:29 Halldór Halldórsson Angst hat meine Seele gefressen 28. ágúst 12:41 Vikan á... Herbert Guð- mundsson Vingjarnleg orð eða góðverk getur getur skipt sköpum í lífi fólks. Veistu um nokkuð annað sem kostar svo lítið en ber svo ríkulegan ávöxt? 31. ágúst 13:51 „Við erum að leita að fólki til að koma og dansa í klukkutíma og það eru allir algjörlega velkomnir,“ segir Ásrún Magnúsdóttir, dansari sem stendur fyrir sannkallaðri dansveislu á föstudaginn. „Dansinn verður tekinn upp á vídjó og sú upptaka verður notað í dansverk sem við erum að undirbúa. Verkið verður síðan frumsýnt á mið- vikudaginn í næstu viku sem liður á Reykjavík Dance Festival. Þetta fjallar um ferlið þegar dans- verk verður til, við erum meðal annars að spyrja okkur hvað dans sé í raun og veru og tökum fyrir nauðsyn þess að dansa. Það er nauðsynlegt fyrir alla, dans er ein af grunnþörfunum.“ Ásrún ítrekar að hópurinn sé að leita að fólki á öllum aldri en er þetta ekki bara lúmsk leið til að fá einhverja til að mæta í partíin þeirra? „Jú, okkur vantar bara vini,“ svarar hún á léttum nótum. „Nei nei, þetta er lúmsk leið til að fá fólk til að dansa og fá það til að taka þátt í dansverki sem er náttúrlega bara snilld. Þemað í þessum hluta verksins er bara partí, við viljum bara fá fólk til að koma saman og dansa. Það verður plötusnúður á staðnum sem spilar skemmtilega tónlist svo málið er bara að mæta og skemmta sér eins og brjálæðingur. Við viljum losa um hömlur hjá fólki.“ Ætlar að sjá allt á hátíðinni Reykjavík Dance Festival hefst á mánudaginn og er eins og gefur að skilja allsherjardanshá- tíð sem hefst mánudaginn næstkomandi, 5. september, og lýkur þann 11. september. Ásrún segist annars svakalega spennt fyrir hátíðinni og segir hana stóran og skemmtilegan viðburð, einkum fyrir dansara, og ætlar hún ekki bara að setja upp sína sýningu heldur einnig gerast áhorfandi. „Maður verður að skoða önnur dansverk til að opna hugann. Ég ætla bara að sjá allt á hátíðinni, það er mitt plan. Ég skora á einhvern til að gera betur en það.“ Ásrún Magnúsdóttir er meðlimur í danshóp sem býður fólki að mæta í partí á föstudaginn og dansa frá sér allt vit. Dansinn verður tekinn upp og notaður í dansverk á Reykjavík Dance Festival. Dans er grunnþörf mannsins ÁSRÚN OG BERGLIND ERU BÚNAR AÐ REIMA Á SIG DANSSKÓNA Mynd/Golli Arnar Grant Ekkert er jafn auðvelt og að sleppa því algjörlega að æfa og borða hollan mat, en það er samt auðveldara að borða hollt og æfa en að fara út á tún, leggjast þar niður og bíða dauðans. Það er því ekki alltaf auðveldast í lífinu að gera ekki neitt. 29. ágúst 10:34 6 Partíið fer fram á föstudaginn kl. 21:30 í húsnæði Kex Hostels og stendur til kl. 22:30.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.