Monitor - 01.09.2011, Page 14

Monitor - 01.09.2011, Page 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Monit- orTV sýndi myndskeið frá uppistandi þínu þar sem þú gerðir grín að lagi með Á móti sól. Í kjölfarið fórstu að skemmta mikið í veislum og öðrum uppákomum. Er ekkert steikt að þurfa að vera fyndinn hjá einhverju liði sem þú þekkir ekki neitt? Jú, það er mjög steikt en skemmtilegt. Þetta er eiginlega mesta áskorun sem ég hef tekist á við af því að maður gerist ekki meira nakinn en þegar maður labbar einn inn í stóra veislu hjá fólki sem maður þekkir ekki neitt, ætlar að fá athygli hjá öllum og láta fólkið hlæja að sér. Þetta er hundrað prósent þú og þú ert ekki með hljómsveit, tökuvélar eða neitt álíka með þér. Þetta er bara þú og míkrófónn og drullastu til að vera fyndinn! Nú eru búnir tveir þættir af Týndu kynslóðinni og sá þriðji líklega gott sem tilbúinn. Stenst sjónvarpið væntingar þínar? Já, hiklaust. Það eru líka forréttindi að vinna við að tala við skemmtilegt og áhugavert fólk og búa til skemmtiefni með því. Mér finnst líka gaman að gera verkefni sem maður fær mikil viðbrögð við. Hjá Monitor fékk ég mikil viðbrögð og í sjónvarpinu fæ ég enn sterkari viðbrögð. Þar er ég sjálfur meira í sviðsljósinu sem mér finnst skemmtilegt að takast á við. Það er líka hollt að fá gagnrýni á sjálfan sig því að maður vill verða betri í öllu sem maður gerir. Ég held að það skili sér í þættinum hvað við erum að skemmta okkur vel við að gera þetta. Mér finnst algjört lykilatriði að hafa gaman af því sem maður er að gera. Um leið og manni þykir leiðinlegt í starfinu sínu þá á maður að hætta, ekki spurning. Sem ritstjóri Monitor gafstu út blað vikulega og núna þarftu að senda þátt í loftið í hverri viku. Er ekkert óþægilegt að vera undir svona pressu 52 sinnum á ári? Maður myndi kannski halda það en svo þegar ég fer í sumarfrí og það er engin pressa þá geri ég ekki rassgat. Svona finnst mér lífið mest spenn- andi, þegar maður er stöðugt á tánum. Ég vinn best undir pressu. Er ekki ljúft að eiga skilningsríka og fallega kærustu þegar álagið er mikið? Jú, það er rosalega ljúft. Stundum er mikið stress og álag og þá er hvergi betra að vera en í örmum hennar. En stenst bíllinn þinn álagið? Nú ertu að vísa til Bláu þrumunnar sem er Toyota Corolla árgerð 1997 sem ég er búinn að eiga síðan ég fékk bílpróf fyrir tíu árum. Hún hefur lifað tímana tvenna en mig langar mikið að eiga þennan bíl að eilífu. Pabbi er alltaf að spyrja hvort ég vilji ekki fá mér nýjan bíl en ég ætla frekar að skipta bara um vél eða eitthvað. Það er einfaldlega svo gott að sitja í þessum bíl að það bætir alveg upp fyrir það að hann er kraftlaus og við það að liðast í sundur. Ég vil vera grafinn í þessum bíl í risagröf. Líkkistan þarf þá að vera á stærð við gám. Jarðarförin verður styrkt af Eimskip. Það ætti að vera auðvelt að selja auglýsingar út á jarðarförina ef þátturinn gengur vel. Finnur þú fyrir því að þú sért að verða þekkt andlit? Ég finn að fólk horfir meira á mig en áður en ég hugsa samt alltaf að það sé vegna þess að það sé að hugsa: „Var þessi gaur ekki að vinna með mér í Byko fyrir nokkrum árum?” Fólk er ekkert byrjað að tjalda fyrir utan heimilið mitt ennþá. Ég held að menn séu almennt mjög rólegir yfir mér. Er ekki erfitt að vera sætur sjónvarpsmaður? Þarftu ekki að líta alltaf út eins og á skjánum? Setja í þig gel og farða þig jafnvel á morgnana? Jú, ég er einmitt farinn að vakna klukkan fimm á morgnana til þess að farða mig fyrir vinnu. Nei, ég hef ekki pælt sérstaklega í þessu. En ég hef alltaf haft gaman af fólki sem verður ruglað þegar það verður frægt og ég hefði lúmskt gaman að því að verða hægt og rólega að einhverju fríki, eins og Boy George. Vonum samt að það gerist ekki strax. Hvar sérðu þig eftir 5 ár? Gamli framtíðardraumurinn minn var að stýra skemmtilegum sjónvarpsþætti og ég er að lifa þann draum núna. Ég á eftir að uppfæra framtíðardrauminn, en ég á von á því að ég vilji vinna áfram í sjónvarpi og í skemmtanaiðnaðinum og því tengdu. Stóri draumurinn minn er samt að eignast svín. Ef ég gæti búið í húsi með stóran garð sem býður upp á vera með svín þá yrði ég ákaflega hamingjusamur. Þetta er bara þú og míkrófónn og drullastu til að vera fyndinn! HVORT MYNDIR ÞÚ? Borða svín í hvert mál eða drekka Nupo Létt það sem eftir lifir? Nupo Létt? Er árið 1993? Ég vel það samt framyfir svínið því ég borða ekki svínakjöt. Giftast og stunda kynlíf einu sinni í mánuði eða stunda eins mikið kynlíf og þú vilt með ljónynju? Þráhyggja núverandi ritstjóra Monitor fyrir kynlífi með ljónynjum er áhyggjuefni. Ég vel þó að sjálfsögðu ljónynjuna. Fá Bo eða Bubba til að syngja í brúðkaupinu þínu? Bo. Svo myndi ég fá hann til að kynna alla dagskrárliði í athöfninni með Stöð 2-röddinni sinni. „Hér rétt á eftir, brúðurin gengur inn kirkjugólfið. En mun hún segja já? Farið ekki langt.” Borða hádegisverð með Michael Jordan eða Pele? Michael Jordan. Það sem vinnur helst gegn Pele í þessari spurningu er að móðurmál hans er portúgalska og svo held ég að hann borði Pizza Hut í öll mál. Vilja festast í líkama Gillz eða Gareth Bale? Gareth Bale. Þegar ég hugsa um það þá væri ég mjög mikið til í að festast í líkama Gareth Bale. Kjósa að fá alla kosti Hemma Gunn eða Loga Bergmanns? Þessi er erfið. Hemmi getur hlegið í hálftíma án þess að anda en Logi er með einhverja karlmannlegustu rödd vesturheims, enda var hann í læri hjá Marlboro-manninum. Hér verð ég að úrskurða jafntefli, enda tveir öðlingar á ferð sem eru mörgum góðum kostum gæddir. Fara til Alicante með tengdafjölskyldunni eða til Las Vegas með öllum bestu vinum þínum? Væri ekki eitthvað að mér ef ég myndi ekki velja Las Vegas-ferðina? Annars myndi tengdamóðir mín örugglega drekka mig og alla vini mína undir borðið ef hún kæmi með til Vegas.

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.