Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Monitor Mynd/Golli 1999 Búdrýgindi æfir í fyrsta sinn, sama ár og meðlimir bandsins urðu tólf ára. „Þarna voru menn búnir að betla græjur í jólagjöf og ég man að Viktor var sendur með alla sparipeningana sína að kaupa bassamagnara og bleika gítaról. Við vorum allir búnir að vera saman síðan í 1. bekk í Kópavogs- skóla.“ Komu fram í Ísland í dag á Stöð 2. „Við sendum tölvupóst á Stöð 2 og sögðumst bara vera hljómsveit sem vildi koma í sjónvarpinu og þau bitu á agnið. Við tókum þetta upp um pásk- ana ’99 þegar Kani-æðið var í hámarki, eins og sjá má á buxunum okkar. Þetta var fyrsta skipti sem maður var tekinn í viðtal, þetta gerði mikið fyrir okkur og var ákveðinn vendipunktur. Ég man samt að við vildum taka miklu aggressívara lag en þau vildu fá eitthvað rólegt, við vorum kannski of pönkaðir fyrir páskadagskrá Stöðvar 2 en þetta var gaman.“ 2000 Taka þátt í Músíktilraunum og eru útnefndir „bjartasta vonin“. „Þetta var skemmtilegt úrslitakvöld af því að Dikta var að keppa líka, Ólafur Arnalds var að spila á trommur með Mannamúl og svo unnu Rottweiler. Þeir voru flottir og voru voða næs við okkur litlu krakkana.“ Nýr söngvari gengur til liðs við bandið stuttu eftir Músíktilraunir, Magnús Ágústsson. „Valgeir Tómasson, gamli söngvarinn, var á fullu í íþróttum og ákvað að fara að einbeita sér að því. Þá grófum við upp Magga sem var nýkominn í skólann okkar, svipaður gæi og við og var svolítið týndur í lífinu svo við tókum hann upp á okkar arma.“ 2001 Búdrýgindi tekur upp í fyrsta sinn og skellir upptökunum á Rokk.is. 2002 Siggalafó kemst í fyrsta sæti á Rokk.is. „Með þessu komst dálítið „underg- round-vibe“ í gang. Um svipað leyti fórum við í Rokkland hjá Óla Palla.“ Hljómsveitin ber sigur úr býtum í Músíktilraunum. „Við erum örugglega fyrsta hljómsveitin til að vinna þar sem allir meðlimirnir tóku saman strætó á úrslitakvöldið því enginn gat skutlað okkur. Okkur datt ekki í hug að við myndum vinna af því að við vorum svo ungir og myndum til dæmis aldrei fá að spila á neinum börum. Markmiðið var að lenda í svona þriðja sæti, þá hefðum við fengið stúdíótíma en svo bara unnum við og það var alger snilld. Við vorum reyndar svo rólegir að við fórum heim að sofa og fengum okkur síðan hamborgara daginn eftir til að fagna því, við vorum ekki meiri rokkstjörnur en það. Það var reyndar rosalegt skítkast á Hugi.is eftir að við unnum en við ákváðum bara að gera grín að því.“ Fyrsta platan, Kúbakóla, kemur út. „Við áttum strax efni í plötu og fengum útgáfusamning eftir sigurinn. Það var alger draumur að gefa þetta út. Við tókum hana upp með Jóni Skugga og hann gerði þetta helvíti vel. Maður var mjög stoltur og við reyndum að pranga þessu inn á alla í skólanum okkar og ég held að það hafi enginn þorað að segja nei.“ Morgunblaðið birtir viðtal við Búdrýgindi þar sem Axel trommari er ítrekað nefndur Alex. „Ég lendi í þessu annan hvern dag að fólk kalli mig Alex. Í MH lásu kennarar mig oft upp sem Alex þótt það stæði Axel fyrir framan þá. Ég veit ekki hvort það séu bara allir lesblindir á þetta nafn en þetta er bara eitthvað sem Axelar verða að sætta sig við.“ Tónlistarmyndband við lagið Spila- fíkill með Sigurjóni Kjartanssyni í aðalhlutverki kemur út. „Við vorum allir rosalegir Fóstbræðra- og Tvíhöfðaaðdáendur þannig að draumurinn var að fá hann. Við höfðum sjálfir samband við hann og hann var til.“ 2003 Útnefndir bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. „Við fórum upp á svið og vissum ekkert hvað við áttum að segja en Maggi söngvari þakkaði fyrir Edduna en var í raun að þakka Eddu, útgáfufyr- irtækinu, en kom út eins og þetta væri eitthvað rosa grín hjá honum. Við erum bara ennþá að monta okkur af þessu í dag. Það var alltaf grínregla í bandinu að sá sem væri á lausu fengi að hafa verðlaunin heima hjá sér.“ Búdrýgindi gerir auglýsinga- samning við Egils um að auglýsa Mountain Dew. „Það voru góðir tímar, maður. Þetta var í rauninni þannig að við fengum ógeðslega mikið af gosi og snakki frítt í heilt ár og fengum borgað fyrir að drekka það. Svo voru einhverjir sem kölluðu okkur „sell-out“, en hvaða fimmtán ára strákur segir nei við einhverju svona?“ 2004 Önnur breiðskífa bandsins, Juxtapos, kemur út. „Það var djöfulsins vesen þegar hún kom út því einhver snillingur hjá póstfyrirtækinu sendi plötuna til Ástralíu en ekki Austurríkis. Þar af leiðandi seinkaði plötunni og kom út alltof nálægt jólum. Við vorum byrjaðir í prófum og gátum ekki fylgt henni nógu vel eftir. Við vorum ekki nógu miklar rokkstjörnur, við fórum bara samviskusamlega í prófin.“ Heimasíðan www.budrygindi. is var hökkuð þannig að í stað heimasíðunnar kom bara upp argentínski þjóðfáninn. 2006 Meðlimir bandsins útskrifast allir saman úr MH á þremur og hálfu ári. Spila fyrstu tónleika sína í glasi á Dillon á dimmisjonkvöldinu sínu. 2007 Strákarnir í hljómsveitinni byrja að lifa hátt og fara óvarlega í fjárfestingum og neyðast til að taka „comeback“ vegna peningaþurrðar. 2009 10 ára afmælistónleikar á Grand Rokk. Fullt hús og rífandi stemning sem gerir hljómveitina graðari í meira spilerí. 2011 Búdrýgindi snýr aftur með lagið Maðkur í mysunni árið 2011 og bandið heldur tónleika á Faktorý þann 3. september. „Við erum alltaf búnir að halda hópinn allan þennan tíma og heyrumst oft í viku svo það var hálfheimskulegt að við skyldum ekki vera að spila tónlist saman, það er það skemmtilegasta sem við gerum. Þess vegna ákváðum við að kýla á að gefa út lag. Það hafa einhverjir fræðimenn sagt að textinn sé um siðaskiptin síðari en ég hef svo sem ekkert pælt í því.“ elg Gömlu rokkguttarnir í Búdrýgindum gáfu út nýtt lag á dögunum og hyggjast halda tónleika um helgina. Af því tilefni rifjaði Axel Haraldsson, trommuleikari, upp sögu bandsins með Monitor Sá sem er á lausu geymir verðlaunin AXEL (EÐA VAR ÞAÐ ALEX?) Skannaðu strikamerkið til að sækja „appið“ í símann http://www.islandsbanki.is/farsiminn/ Sæktu „appið“ í snjallsímann þinn á m.isb.is. Hafðu bankann með þér

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.