Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 18
NÝJASTA Ég var að kaupa þennan guðdómlega kimono í Nostalgíu. Mér fannst litirnir ofsalega fallegir og hann er úr 100% silki. Þessi flík nýtist bæði vel sem léttur jakki eða jafnvel stuttur kjóll. BESTA Þetta KALDA-pils keypti ég hjá stelpunum í Einveru. Ég fæ aldrei leið á því og hef notað það gríðarlega mikið. 18 Monitor FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 stíllinn Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum í fimm orðum? Kamelljón með vott af mikilmennskubrjálæði. Hver er uppáhaldshönnuður- inn þinn? Það er í raun enginn einn í uppáhaldi og mér finnst eiginlega bara erfitt að gera upp á milli. Þó er ég oft mjög hrifin af hönnuðum sem nota óhefðbundinn efnivið, eins og til dæmis Sruli Recht. Hversu mörg skópör átt þú? Í augnablikinu á ég um það bil tíu stykki sem eru ennþá nothæf, en ég er því miður alveg hrikalegur skóböðull. Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Mér finnst mesta stemningin í því að vera með varalit þegar ég vil vera fín og sæt. Ef þú yrðir að fá þér tattú, hvað myndir þú fá þér og hvar? Ég myndi fá mér 56 stjörnur í andlitið en það hefur alltaf verið gamall draum- ur. Þar að auki hef ég oft hugsað um að fá mér „full-sleeve“ með hákörlum, kyrkislöngum og brennandi krossum. Ágústa Sveinsdóttir hóf nýlega nám í vöruhönn- un við Listaháskóla Íslands. Hún starfar einnig sem afgreiðslustúlka í Nostalgíu og Spúútnik og lumar eflaust á gersemum í fataskápnum. Skóböðull og kamelljón fataskápurinn DÝRASTA Þessi trúðakjóll er frá henni Andreu en hann er sennilega með dýrari flíkum sem ég hef eignast. Ég elska að vera í litríkum fötum og mér finnst sniðið á honum ofsalega skemmtilegt. ELSTA Þessi peysa hefur verið heillengi í klæðaskápn- um og ég fékk hana í Gyllta kettinum fyrir langalöngu. Ég er mjög fljót að fá leið á fötunum mínum en þessi flík fær að hanga þarna. SKRÍTNASTA Þessi gegnsæi kjólfatajakki er frá Nostalgíu. Hann er með pleður- bryddingum og mér fannst hann svo skemmtilega hallærislegur að hann fór eiginlega hringinn. FLOTTASTA Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli en ég fékk til dæmis þessa peysu hjá henni Andreu um daginn og mér finnst hún geðveik! Hún er klárlega í miklu uppáhaldi á þessari stundu. ÞÆGILEGASTA Mér finnst ofsalega þægilegt að skella mér í harem-buxur og þessar fékk ég í Nostalgíu. Ég er mjög hrifin af litnum og sniðið er svo kósí, nánast eins og að vera í náttbuxum. Þessi hvíti refapels er alltaf sígildur og ég keypti hann í Spúútnik á sín- um tíma. Hann er ofsalega mjúkur og góður og hlýjar mér vel á köldum vetrardögum. Mér finnst gaman að klæðast fallegum yfirhöfnum og ég nota pelsa oft dagsdaglega en þessi er samt alveg spari.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.