Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Heath Ledger Hæð: 185 sentímetrar. Besta hlutverk: The Joker. Staðreynd: Ledger er annar leikarinn í sögunni til að hreppa Óskarsverðlaun eftir andlát. Eitruð tilvitnun: „Það er dálítið óþægilegt að taka þátt í ástarsenu klæddur í brynju, en ég meina þegar ballið er byrjað, þá er ballið byrjað.“ 1979Fæddist þann 4.apríl sem Heath Andrew Ledger í Perth, Ástralíu. 1990Lék Pétur Pan íuppfærslu á því sígilda verki í skólanum. 1997Sló í gegn í ástr-ölsku sápuóper- unum Home and Away, sem eru einir farsælustu þættir Ástralíu enn þann daginn í dag. 1999Fór með aðalhlut-verk í unglinga- smellinum 10 Things I Hate About You gegn Íslandsvininum Julia Stiles. 2000Byrjaði með leik-konunni Heather Graham. Sama ár lék hann á móti Mel Gibson í stórmyndinni The Patriot. 2004Kynntist barns-móður sinni, Michelle Willams. 2005Alls komu útfimm bíómyndir með Ledger í stórum hlutverk- um, þar á meðal Brokeback Mountain, þar sem hann lék samkynhneigðan kúreka með eftirminnilegum hætti. Eignaðist sitt fyrsta og eina barn, Matilda Rose. 2007Lék í Bob Dylan-myndinni I‘m Not Thera ásamt fjöldanum öllum af stórleikurum. 2008Fannst meðvit-undarlaus eftir að hafa innbyrt of stóran skammt af verkjalyfjum 22. janúar og úrskurðaður látinn skömmu síðar. Um sumarið sama ár kom myndin Dark Knight út þar sem Ledger fór á kostum sem illmennið Joker. 2009Hlaut verðlaunsem besti leikari í aukahlutverki fyrir Dark Knight. Síðasta mynd sem Ledger lék í, The Imaginarium of Doctor Parnassus, kemur út. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 Why so serious? (Dark Knight, 2008) Á annan veg FRUMSÝND 2. SEPTEMBER Á ANNAN VEG ER EKKI HIN ÍSLENSKA BROKEBACK MOUNTAIN Á annan veg er mannleg gam- anmynd sem segir frá tveimur ungum mönnum sem starfa við vegavinnu á afskekktum fjallvegum á 9. áratugnum. Þeir handmála merkingar á malbik og reka niður tréstikur í vegkanta og hafa ekkert nema hvorn annan og tilbreytingarlausa vinnuna, sem væri kannski allt í lagi ef þeim líkaði betur hvor við annan. En eftir að lífið tekur óvænta stefnu læra þeir að meta félagsskap hvors annars og þróa með sér vináttu enda báðir á krossgötum í lífinu. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða á stór-myndina Á annan veg, fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Aðalhlutverk: Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þorsteinn Bachmann. Lengd: 80 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 10 árað Kvikmyndahús: Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. K V I K M Y N D Enn ein Hollywood drullan The Change-Up fjallar um félagana Mitch Planko (Ryan Reynolds) og Dave Lockwood (Jason Bateman). Líf þeirra er eins og svart og hvítt. Mitch býr einn og þarf ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig. Dave er metnaðarfullur lögfræðingur sem á eiginkonu og þrjú börn. Þeir hittast þó reglulega og hafa miklar skoðanir á lífi hvors annars. Eftir nokkra bjóra og smá trúnó pissa þeir saman í gosbrunn sem verður til þess að þeir vakna í líkama hvors annars. Mitch verður Dave og Dave verð- ur Mitch. Eftir það fer í gang atburðarás sem á að vera fyndin en það fer mjög lítið fyrir þeim húmor. Myndin byrjaði reyndar ágætlega og hún var alveg fynd- in svona fyrsta hálftímann. Svo hætti myndin að vera fyndin og breyttist í væmna klisjumynd sem fékk mig til að kasta upp ofan í kókglasið mitt. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum því ég hélt í byrjun að þetta myndi vera fyndin mynd. Af hverju handritshöfundarnir hættu að skrifa brandara og fóru að skrifa Hollywood-ruslboðskap veit ég ekki. Það var allavega mjög léleg ákvörðun. Sömu steríótýpurnar Í myndinni eru þessar sömu steríótýpur sem maður hefur séð margoft. Reynolds er ein- hleypi gaurinn og hann er það einhleypur að það er eins og hann hafi aldrei verið í kringum mannfólk áður. Reynolds er alltaf að reyna að verða einhver alvöru leikari en það gengur voðalega erfiðlega hjá honum. Kannski er ástæðan sú að hann getur í raun aðeins leikið svona Van Wilder-týpu. Ég hef samt alltaf gaman af Jason Bateman. Hann er ágætis grínleikari. Það er skemmtileg ára yfir honum og þó svo hann sé ekki alltaf í góðum myndum þá hef ég alltaf lúmskt gaman af honum. Reynolds og Bateman náðu vel saman og það er í rauninni það eina jákvæða sem ég get tekið frá þessari mynd. CHANGE-UP Tómas Leifsson E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 6 7 6 Meira Ísland með Símanum á stærsta 3G neti landsins siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja B arcode Scanner Meira Ísland M-ið er ómissandi ferðafélagi Meira Ísland Hafnarfjörður Greitt er samkvæmt gjaldskrá. Nánar á Siminn.is

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.