Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 01.09.2011, Blaðsíða 22
„Aeroplane spilar framtíðardiskó, danstónlist sem er mun hægari en gengur og gerist en samt sem áður taktföst og flott. Hann er mjög virtur af klúbbafólki úti og mikils metinn á heimsmælikvarða,“ segir annar helmingur hópsins Rvk Underground sem stendur fyrir komu Aeroplane til landsins. „Það má segja að við séum að svara eftirspurn með því að fá hann hingað, það er mikið af fólki búið að vera að bíða eftir að hann komi. Mundi, fatahönnuðurinn, ætlar að vera með tískusýningu þetta kvöld og eftirpartí sýningarinnar verður þarna samtímis. Þetta verður líka skemmtileg frumraun á Square við Lækjartorg. Þetta er bara byrjunin því við ætlum að fara eins og stormsveipur um skemmtanalíf í Reykjavík á komandi mánuðum.“ Biðin er á enda 22 Monitor FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 1. september 2011 | fílófaxið fimmtud1sept HUGLEIKUR DAGSSON – UPPISTAND Café Rósenberg 20:30 Hugleikur Dagsson er ekkieinungis fær teiknari heldur hefur hann einnig getið sér gott orð sem uppistandsgrínisti. Tekið er fram að „einhver annar“ hiti upp en inn á uppistandið kostar 1.000 kr. LÍM DRÍM TÍM – SYNGJANDI PLÖTUSNÚÐAR Faktorý 22:00 Þeir Alexander Briem ogSteindór Grétar Jónsson eru syngjandi plötusnúðar en sú iðn hefur hingað til ekki verið svo algeng hérlendis. Inn á skemmtun þessa kostar ekki krónu. föstudag2sept GUTHRIE GOVAN – GÍTARSNILLINGUR Café Rósenberg 21:00 Gítarspilerí Guthrie Govanætti að vera hrein unun fyrir tónlistaráhugamenn að fylgjast með. Hann treður upp á Rósenberg, ásamt flinkum djasstónlistarmönnum, á tónleikum sem verða endurteknir á laugardagskvöldið með sömu tímasetningu. Miðaverð er 2.500 kr. MOSES HIGHTOWER Á SVÍNARÍ Faktorý 23:00 Hin mánaðarlega tónleikaröðMonitor og Faktorý heldur áfram á föstudaginn þegar Moses Hightower stígur á stokk ásamt Kiriyama Family. Lesa má viðtal við Moses Hightower á bls. 4. Frítt inn. laugarda3sept HENRIK SCHWARZ Nasa 23:00 Party Zone stendur fyriralvörudanspartíi á Nasa þar sem Henrik Schwarz kemur til með að sjá gestum fyrir tónlist með skífuþeytingum. Schwarz er sagður vera blanda af tónlist- arsnillingi og partídýri en ásamt honum stígur á stokk íslenskt úrvalslið þetta kvöld. Aldurstakmark er 20 ár og aðgöngumiði kostar 2.000 kr. BÚDRÝGINDI SNÚA AFTUR Faktorý 23:00 Búdrýgindi gáfu nýverið útnýtt lag, Maðkur í mysunni, og hyggjast fylgja því eftir með endurkomu- tónleikum um helgina ásamt hljómsveitinni Johnny and the Rest. Nánar má lesa um Búdrýgindi á bls. 16. Frítt inn. Kvikmynd: Horfði á Serial Mom frá 1994 um daginn og komst að því að mér finnst hún geðveik og í framhaldi af því komst ég að því að ég fíla John Waters kvikmyndagerðarmann. Þáttur: Það er Deadly Women á Investigation Discovery. Reyndar horfi ég á alla þættina þar. Skrýtin og óút- reiknanleg mannleg hegðun er heillandi. Svo Good eats a food network þar sem kokkurinn Alton Brown tekur eitt hráefni og kryfur það í hverjum þætti. Bók: Fékk áhugaverða bók í afmæl- isgjöf frá vin- konu minni um japanskan fatahönnuð sem hannar föt á kisur. Sú bók höfðar til mín þar sem ég fíla Japan, fatahönnun og kisur. Já, og hún er líka fyndin en þetta er samt ekkert djók. Plata: Ég hlusta mest á gamla tónlist frá 50´s upp í 70’s og hlusta mest á það þegar ég er ein. Vefsíða: Martha Stewart hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér (eða fólkið sem vinnur við vefsíð- una hennar). Mér finnst hún líka töff. Svona fyrirmyndar- húsmóðir „gone bad“. Mikið af góðum hugmyndum á marthastewart.com Staður: Mér líður hrikalega vel heima hjá mér í Litla- Skerjafirði. Þetta er miðbærinn 101 þar sem ég hef búið lengst af en samt svona út fyrir. Síðast en ekki síst » Hrefna Rósa Sætran, matreiðslukona, fílar:                                      !   " #  $  %&    ! "#$       !"#$%   & '' ()*+, #$% * - &. '' ,/#$%  01. '' "/#$% ,2 '' 34 #$% , '' #$ 5)6)/% $ 78 00 '' 9*:#$% 5 ; 00< '' () % = ; && '' #$ ,/*:% (- > AEROPLANE Í SAMSTARFI VIÐ RVK UNDERGROUND Föstudagur 2. september Square kl. 23:00

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.