Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Torsótt byrjun Það tók dágóðan tíma að fá rétta mynd á hljómsveitina Nirvana. Þó svo að söngvarinn, Kurt Cobain, og bassaleikarinn, Krist Novo- selic, hafi verið saman í menntaskóla í Aberdeen í Washington-fylki í Bandaríkjunum þá lágu leiðir þeirra ekki saman strax. Cobain sóttist eftir því að stofna hljómsveit með Novoselic og gaf honum prufuupptökur fyrri hljómsveitar sinnar á kasettu merktri Fecal Matter. Það tók Novoselic hins vegar þrjú ár að hlusta á spóluna en eftir að hann gaf henni gaum stofnuðu þeir félagar hljómsveit saman vetur- inn 1987. Það tók þá pilta þó langan tíma að finna trommara og eftir að hafa gefið mörgum tækifæri sættust þeir á trommarann Chad Chann- ing í maí 1988. 600 dollarar Fyrsta plata Nirvana var hin fremur dökktóna, Bleach, sem gefin var út í júní árið 1989 en þá voru þeir farnir að gera út frá Seattle í Washington- fylki. Maður nokkur, Jason Everman, fékk nafn sitt skráð á plötu- umslagið þar sem hann reiddi fram þá rétt rúmu 600 dollara sem platan kostaði í framleiðslu. Þó að Nirvana hafi sjálfir gefið út plötuna án aðstoðar plötu- fyrirtækis þá tókst þeim að ná á sitt band fjöldanum öllum af aðdáendum og lög af plötunni voru spiluð á háskólaútvarpsstöðvum víðs vegar um Bandaríkin og flestir voru sammála um að Cobain hafi sannað sig sem lagasmiður með laginu About a Girl. Sá rétti Cobain hélt áfram að þróa sínar lagasmíðar og smám saman urðu lögin bjartari og poppaðri. Í apríl árið 1990 fengu Nirvana- menn til liðs við sig upptöku- stjórann Butch Vig og í fram- haldinu byrjuðu þeir að vinna nýtt efni. Á sama tíma fór að trosna upp úr sambandi Cobain og Novoselic við trommarann Chad Channing. Sá síðastnefndi var ósáttur með að fá ekki að taka meiri þátt í lagasmíðunum og yfirgaf hljómsveitina. Nokkrir trommarar fylltu í hans skarð en það var ekki fyrr en í september þetta árið þegar Dave Grohl kom til sögunnar að Cobain og Novo- selic urðu fullkomlega sáttir. Buzz Osborne úr hljómsveitinni The Melvins benti Cobain og Novoselic á Grohl sem þá var nýhættur með hljómsveit sinni Scream sem gerði út frá Washington í D.C.-fylki. Tvíeykið fékk Grohl til sín í prufur skömmu eftir að hann kom til Seattle og haft er eftir Novoselic að það hafi tekið þá tvær mínútur að átta sig á að hér væri rétti trommarinn á ferðinni. Meginstraumurinn Með nýrri uppstillingu fóru Nirvana-liðar að leita að stóru útgáfufyrirtæki til að gefa út sína aðra breiðskífu. DGC Records varð fyrir valinu og þrátt fyrir að geta valið úr fjöldanum öllum af upptökustjórum varð áðurnefndur Butch Vig fyrir valinu. Saman hófust þessir fjórir handa við að búa til aðra breiðskífu hljómsveitarinnar. Vinnan var oft og tíðum erfið og Cobain var ósáttur við hljóðblöndun margra laganna og liðsmönnum sveitarinnar þótti hljómurinn oft og tíðum of glanskennd- ur og fægður fyrir sveit sem gæfi sig út fyrir að spila fyrst og fremst pönk og rokk. Lykt af ungdómi 10. september árið 1991 gáfu Nirvana út fyrstu smáskífu plötunnar Nevermind, lagið Smells Like Teen Spirit. Lagið, sem jafn- framt er fyrsta lag plötunnar, endurspeglar hráar lagasmíðar sveitarinnar þar sem erindi lagsins er lágstemmt og algjör andstæða við kröftugt viðlagið. Þetta var fyrsti alvöru smellur Nirvana og einnig sá sem náði hæst er hann tyllti sér í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans. Það var í raun sama hvert var litið, Smells Like Teen Spirit var spilað á öllum útvarpsstöðvum og myndbandið við lagið birtist mörgum sinnum á dag á tónlist- arsjónvarpsstöðinni MTV. Á svipstundu varð neðanjarðarsveitin með háskólaútvarpsspil- unina orðin þekkt úti um allan heim. Platan sem öllu breytti Önnur breiðskífa Nirvana, Nevermind, náði hæðum sem engan óraði fyrir. DGC Records höfðu vonast til þess að ná að selja hana í 250.000 eintökum en fyrir jólin 1991 seldust 400.000 eintök í hverri viku. Fyrst um sinn var platan í 144. sæti á Billboard-listanum í Bandaríkjunum en það var svo í janúar árið 1992 að platan komst á topp listans og velti þar úr sessi plötu Michael Jackson, Dangerous. Þessar óvæntu vinsældir plötunnar urðu til þess að óhefðbunda „alternative“-rokkið færðist nær hefðbundna „mainstream“-popp- inu. Áður en platan kom út voru einungis nokkrar útvarpsstöðvar sem spiluðu óhefð- bundna rokkið en hér um bil tveimur árum síðar voru þær orðnar fleiri en 100 talsins. Áður höfðu tónlistarþyrst ungmenni ekki heyrt slík tóndæmi í útvarpi en nú sáu stjórn- Á laugardaginn eru liðin tuttugu ár síðan Nirvana gaf út sína aðra breiðskífu, Nevermind. Sú plata breytti tónlistarsögunni þegar hún færði óhefðbundið rokk nær hefðbundnu popptónlistarsenunni. Í tilefni þess ákvað Monitor að stikla á stóru um feril sveitarinnar. Engum var sama um NEVERMIND Útgáfudagur: 240991. Efsta sæti Billboard: janúar 1992. Sala: 30.000.000 eintök. Áhrifavaldar: Pixies, The Smithereens og R.E.M. Vinnuheiti: Sheep. Kostnaður: 65.000 dollarar. Hljóðver: Sound City Studios, Van Nuys í Kaliforníu. Upptökutímabil: maí til júní 1991. Staðreynd#1: Cobain samdi nokkra textanna einungis nokkrum mínútum fyrir upptökur. Staðreynd#2: Cobain samdi öll lögin á plötunni. Fyrsta lagið og leynilag plötunnar samdi hann í samvinnu við Novoselic og Grohl. Staðreynd#3: Vegna mistaka vantar leynilagið „Endless, Nameless“ á fyrstu 20.000 eintökin sem voru framleidd. SVALUR MEÐ FLOTTUSTU SÓLGLERAUGU Í HEIMI ÖRVHENTUR KURT SPILAR EINFALT GÍTARSTEF

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.