Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor endur stöðvanna að hér væri á ferðinni ný gróðamaskína og því hófu þeir að spila tónlist í anda Nirvana. Myndin af unga barninu sem seilist eftir dollaraseðlinum er því táknræn því plötufyrirtækin og útvarpsstöðvarnar virtust vera að leika sama leik. Á svið í hjólastól Ein af eftirminnilegustu framkomum Nirvana var þegar þeir voru aðalbandið á Reading-tónlistarhátíðinni árið 1992. Sterkur orðrómur hafði verið á sveimi um slæma heilsu Cobain og margar fréttir höfðu birst um eiturlyfjafíkn hans. Sökum þessa var innkoma hans á hátíðina áhrifamikil þegar hann kom rúllandi inn á svið í hjólastól. Nirvana var orðið stórt nafn og Cobain gat komist upp með alls kyns framkomu. Skömmu eftir hjólastólauppákomuna kom hljómsveitin fram á VMA-verðlaunahátíð MTV þar sem Cobain stalst til að spila upphafið að laginu Rape Me en aðstandendur hátíðarinnar höfðu áður bannað honum að spila lagið. Eftir upphafsstefið fóru þeir yfir í lagið Lithium og hirtu svo seinna um kvöldið verðlaun fyrir besta „alternative“-myndbandið og sem besti nýliðinn. Snar endir Nirvana fylgdu eftir Nevermind með plötunni In Utero sem þeir gáfu út í septemb- er árið 1993. Sú var ekki eins poppuð og Ne- vermind en seldist þó mjög vel og stökk beint í fyrsta sæti Billboard-listans. Í nóvember sama ár komu þeir mörgum á óvart þegar þeir samþykktu að taka þátt í órafmagnaðri tón- leikaröð MTV. Þar sýndu þeir gæði laga sinna því að hálfnakin lögin fengu áheyrendur til að heyra vel hve sterkar laglínur þau höfðu að geyma. Kurt Cobain var oft talinn talsmaður X-kynslóðarinnar svokölluðu en sú staða og frægð hans og frami ollu honum miklu hug- arangri og þunglyndi. Smám saman varð fíkn hans meiri og var tónleikaferð Nirvana um Evrópu aflýst að hluta eftir að hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu eftir að hafa blandað saman óhóflegu magni af lyfjum og áfengi. Cobain fór í meðferð í Seattle en gafst upp á innan við viku og flúði meðferðar- heimilið. Viku seinna, þann 8. apríl árið 1994, fannst hann svo látinn á heimili sínu í Seattle eftir að hann hafði stytt sér aldur. Goðsögnin lifir Dauði Kurt Cobain hjúpaði Nirvana í fortíð- arþrá og á augabragði urðu meðlimir Nirvana holdgervingar breytingarinnar á tónlistarsen- unni eins og hún leggur sig. Þeir opnuðu dyr margra neðanjarðarlistarmanna að poppsen- unni og kenndu fólki að allar stærðir og form í tónlistinni eiga möguleika á að ná langt. Hroki þeirra og oft og tíðum húmor gerði þá spenn- andi og hvatti aðra til að vinna með tónlist í alls kyns áttir. Þeir gáfu tilraunarokkurum von og veittu um leið poppsenunni mikilvægt aðhald. Kurt Cobain var 27 ára þegar hann dó. Merkileg tala þessi 27. GRUNGE Þegar talað er um Grunge-tónlistarstefnuna er Nirvana yfirleitt nefnd í sömu andrá ásamt hljómsveitinni Pearl Jam. Stefnan á upptök sín í Seattle í kringum miðjan áttunda áratuginn. Grunge þýðir í lausri þýðingu eitthvað sem er óhreint og lýsir það vel mengaða rafmagnsgítar- hljómnum sem einkennir stefnuna. Oftar en ekki er rafmagnsgítarinn gerður óhreinn með mikilli hljóðbrenglun eða „distortion“ og endurkastið frá magnaranum er gjarnan notað í miklum mæli. Stefnan er undir áhrifum frá harðkjarna pönki og þungarokki en er þó yfirleitt lágstemmdara og takturinn er hægari í Grunge-stefnunni. NIRVANA ALVEG GRJÓTHARÐIR Ertu námsmaður? Viltu leigja stóra íbúð fyrir lítinn pening? Á Ásbrú í Reykjanesbæ eru rúmgóðar og vel búnar námsmannaíbúðir sem ætlaðar eru einstaklingum, pörum eða fjölskyldufólki sem stundar nám hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi, hjá Keili eða í öðru háskólanámi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar eru allar rúmgóðar og aðstaða eins og best verður á kosið. Svæðið er mjög fjölskylduvænt og öll helsta þjónusta í seilingarfjarlægð, s.s. líkamsræktarstöð, veitingastaður, grunnskóli og leikskólar. Gjaldfrjálsar rútuferðir eru milli Ásbrúar og Reykjavíkur. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni: www.keilir.net/keilir/nemendaibudir Einnig má hafa samband við húsnæðissvið Keilis í síma 578 4000. Dæmi um íbúðir og leiguverð 3 herbergja íbúðir 106 - 110 m2 69.081 kr. 4 herbergja íbúðir 135 - 145 m2 85.979 kr. 5 herbergja íbúðir 164 - 182 m2 104.659 kr. 6 herbergja íbúðir 203 - 210 m2 123.065 kr. Innifalið er sjónvarp og internet.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.