Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 stíllinn Rósa María Árnadóttir útskrifaðist frá Verzlunar- skóla Íslands síðastliðið vor og vinnur nú í fullu starfi hjá Nova í Kringlunni. Auk þess vinnur hún um helgar í vintage-búðinni Rokki og Rósum á Laugaveginum. Rósa María hefur lengi haft mikinn áhuga á tísku og er vintage-tíska henni efst í huga. Stíllinn spurði hana spjörunum úr um fatastílinn, vintage-tísku og hvað væri ómissandi í vetur. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er stílhreinn, kvenlegur en samt smá öðruvísi. Ég blanda mikið saman nýjum og göml- um fötum. Mér finnst til dæmis mjög gaman að vera fín, ég kaupi mér reglulega kjóla og á alltof mikið af þeim. Hvenær fórstu að nota vintage-föt? Ég man að þegar ég var í níunda bekk kom tímabil þegar allir voru að kaupa sér ballkjóla í Spúútnik og þess háttar en það hætti svo fljótt. Síðan þegar ég var að byrja í menntaskóla fór ég að ganga meira í vintage-fötum. Ég var að vinna í fatabúð með Elísabetu vinkonu minni sem gekk mikið í svona fötum þá og ég byrjaði að herma örlítið eftir henni. En svo þróaðist þetta og mér byrjaði að finnast mun skemmtilegra að kaupa mér föt sem ég vissi að enginn átti eins. Í dag er meirihlutinn af fataskápnum mínum vintage-föt. Hver er þín helsta fyrirmynd í tískuheiminum? Það er engin viss fræg persóna sem ég lít eitt- hvað sérstaklega upp til. Ég skoða mikið tísku- blogg eins og lookbook.nu. Ég skoða einnig mikið evrópsk tískublogg eins og stokkholmstreetstyle. se þar sem þessi evrópska tíska á mjög vel við mig. Svo heimsæki ég reglulega elisabetgunnars. com, þar er hægt að finna mjög margt flott. Átt þú þér uppáhaldshönnuð? Mér finnst Marc Jacobs alltaf flottur og einnig Stina Goya. Af íslenskum hönnuðum finnast mér Kalda-systurnar mjög flottar, Aftur og einnig fannst mér Spakmannsspjarir mjög flott á Reykjavík Fashion Festival núna um daginn. Hver er uppáhalds vintage-búðin þín? Það er alveg klárlega Rokk og Rósir. Ég kíki líka oft í Spúútnik og Nostalgíu og svo er hægt að finna margt fallegt í Rauða Kross búðinni. Hvaða flík myndir þú segja að væri ómissandi fyrir veturinn? Klárlega loðkragar og í öllum litum. Góðar og flottar úlpur, það er búið að vera mikið úrval af flottum úlpum í Spúútnik og Nostalgíu og þessum vintage-búðum. Cape-in verða flott í vetur og fylltu hælarnir halda áfram að vera vinsælir. Svo er algjör nauðsyn að eiga stóra, kósí prjónaða peysu og leðurstuttbuxurnar verða líka málið, við þykkar litaðar sokkabuxur. „Þessi gamli stíll á miklu betur við mig,“ segir Rósa María en Stíllinn fékk hana til að sýna okkur uppá- halds vintage-flíkurnar sínar. Vintage ÆÐI VESTI: ROKK OG RÓSIR HATTUR: RAUÐA KROSS BÚÐIN BUXUR: ROKK OG RÓSIR SKÓR: TOP SHOP SKYRTA: NOSTALGÍA KJÓLL: ROKK OG RÓSIR BUXUR: KULTUR SKÓR: DIN SKO (SVÍÞJÓÐ) SOKKABUXUR: OROBLU JAKKI: RAUÐA KROSS BÚÐIN KJÓLL: ROKK OG RÓSIR SOKKABUXUR: OROBLU HÁLSMEN: ROKK OG RÓSIR SKÓR: NELLY (SVÍÞJÓÐ) SKÓR: RAUÐA KROSS BÚÐIN BOLUR: SPÚÚTNIK

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.