Monitor - 22.09.2011, Side 13

Monitor - 22.09.2011, Side 13
13FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor RAGNAR Fyrstu sex: 060387. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsstaður í heiminum: Heima hjá mömmu og pabba. R Okkur líkar svo vel við hana og henni líkar vel við okkur, svo þetta er gott samstarf. Hún er náttúrlega með sín sambönd úti, er dugleg og svo er gott að hafa einhvern sem er inni í málunum til dæmis í Ameríku. Hefur ykkar hversdagslíf breyst eftir að þetta lag náði svona rosalegum vinsældum? R Það er vissulega meira að gera hjá hljómsveitinni og mikið af tölvu- póstum til að svara og þannig. Það er aðeins meira verið að stoppa mann úti á götu, það er tekið fast í höndina á manni og maður sleginn fast í bakið. Ég lenti einmitt í mjög harðhentum gæja síðustu helgi. N Ég er sammála öllu sem Raggi er að segja. Er eitthvað skipti sem þið hafið verið stoppuð úti á götu eftirminnilegra en annað? N Við lentum í einum á Akureyri. R Já, það var einhver gæi sem var að elta okkur út um allt þegar við vorum að spila á Akureyri. Hann var með eitthvað svona hvítt í munnvikunum. N Hann elti okkur á barinn eftir giggið og svo þegar við sögðumst ætla að fara heim, þangað sem við gistum, þá spurði hann hvert við værum að fara og sagðist líka eiga heima þar. Við vorum alveg: „Nei, þú átt ekki heima þar“. Síðan stungum við hann af en þá stal hann einhverju hjóli og kom hjólandi á eftir okkur svo við stigum upp í leigubíl og fórum þannig heim. R Síðan vorum við úti á svölum og þá kom hann hjólandi framhjá íbúðinni. Þá læstum við bara og fórum að sofa. Við biðjum bara að heilsa honum ef hann er að lesa. Skilaðu hjólinu. Hvernig verða lögin ykkar til? R Það er mismunandi. Einhver úr hljómsveitinni kemur með litla hugmynd og svo vinnum við oftast öll eða nokkur saman í henni. N Já, allir leggja sitt af mörkum. Þið eruð bæði að læra myndlist. Hvaðan kemur sá áhugi? R Þetta er bara áhuginn fyrir því að skapa, eflaust sama ástæða og fyrir því að maður er að gera tónlist. Mér finnst ekki gaman að vinna með eitthvað sem aðrir hafa búið til eða sjá hvað aðrir hafa búið til, mér finnst aðallega bara gaman að búa til sjálfur. N (hlær) R Hvað, var þetta skrýtin setning? N Ég er í fornámi í mynd- og sjónlist þar sem ég fæ að kynnast öllu í þess- um fögum á einu ári. Það hefur hingað til verið ógeðslega gaman. Hvert er eftirminnilegasta giggið hingað til? N Pylsugiggið er eftirminnilegt af því að það var svo ömurlegt. R Já, við vorum að spila í gamla skólanum hennar Nönnu og það var verið að gefa pylsur á sama tíma og við vorum að spila og þá var öllum alveg nákvæmlega sama um okkur. N Okkur langaði líka geðveikt í pylsu en við þurftum að vera uppi á sviði að spila. R Það höfðu allir miklu meiri áhuga á pylsum en okkur, það var sárt. Þeir Arnar og Kristján í hljómsveit- inni eru líka meðlimir í Cliff Clavin. Hafið þið reynt að sannfæra þá um að hætta í henni svo þeir geti einbeitt sér að fullu að ykkar hljómsveit? R Aldrei. Arnar er búinn að vera í Cliff Clavin mjög lengi en Kiddi Palli byrjaði reyndar fyrst með okkur. Þetta vinnur vel saman og Cliff Clavin eru góðir vinir okkar, þeir eru æskuvinir mínir. Mér finnst flott að þeir geti verið í báðum. Þið hafið spilað í Hollandi og New York. Segið mér aðeins frá þessum túrum ykkar. R Hollandsgiggið var í gegnum Mús- íktilraunir. Við fórum með Hinu húsinu út og tókum þátt í prógrammi sem heitir Stage Europe Network, þar sem margar hljómsveitir frá mismunandi löndum koma saman, spila saman, taka upp lög og svona. Þetta eru svona hálfgerðar búðir. N Já, svona „band camp“. Í New York spiluðum við á tvennum litlum tónleikum sem Heather, umboðsmað- urinn okkar, skipulagði svona til þess að kynnast lífinu þarna úti og kynnast henni betur. Má búast við meiri útrás til hins stóra heims? R Já, alveg örugglega. Stefnan er tekin út. Ragnar, þú gengur undir gælunafninu Mussi. Hvaðan kemur það? Er það rokkstjörnunafnið sem þú notar á erlendri grundu? R Mamma mín og pabbi kölluðu mig Mussa þegar ég var lítill og systur mína Mussu. Ég jarðaði þetta þegar ég var lítill af því mér fannst þetta ógeðslegt en svo gróf ég þetta upp núna nýlega því mér finnst þetta flott nafn. Ég gaf mér þetta eiginlega sjálfur, þótt það sé kannski ekki leiðin til að fá viðurnefni. Svo er systir mín búin að nefna hvolp eftir mér. Tíkin hennar var sem sagt að eignast hvolpa og Mussi er sætasti hvolpurinn. N Rokkstjörnunafnið hans er frekar Rocky. Við vorum úti í New York og þá pantaði hann sér „soja latté“ á Star- bucks og gellan sem var að afgreiða kallaði hann „Rocky“. R Ég sagðist sem sagt bara heita Raggi en svo þegar pöntunin var tilbúin þá kallaði hún yfir allan staðinn: „Rocky, Rocky!“. Þá hugsuðu örugglega allir bara: „Vó, kúl nafn“. Nanna, hvernig er að vera eina stelpan í hljómsveitinni? N Ég hef aldrei upplifað það sem neitt skrýtið. Það var ekki fyrr en fólk fór að benda mér á þetta að ég fór eitthvað að pæla í þessu. Ég er bara í hljómsveit með vinum mínum. R Já, við erum svo góður hópur að það skiptir engu máli. Ef þið fengjuð boð um að fara í árslangan túr um Bandaríkin þar sem þið þyrftuð að taka með ykkur íslenska hljómsveit til að hita upp fyrir ykkur, hvaða hljómsveit yrði fyrir valinu? N Ég myndi vilja taka Agent Fresco, þótt það sé kannski skrýtið að fá þá til að hita upp. Við höfum reynt að spila á eftir þeim og það er mjög erfitt. R Við tókum rosalega skemmtilegan túr með þeim og Lockerbie í sumar. Við kynntumst þeim vel og þeir eru frábærir strákar svo það væri mjög gaman. Ef hljómsveitin strandaði á eyðieyju og þið algjörlega neyddust til að borða einn meðlim, hver yrði étinn? R Pottþétt Brynjar. N Já, ég myndi byrja á vörunum hans. R Maður myndi narta í þessar varir. Svo er hann búinn að vera að lyfta svolítið svo vöðvarnir hans eru orðnir mjög djúsí og síðan er hann náttúrlega með þennan rass. N Hann er mjög girnilegur allur. Ég held að hann sé safaríkur. R Ég held líka að allir væru sáttir við þá ákvörðun, hann líka. N Nei, ekki segja þetta! (hlær) R Hann er yngstur og svona. Getið þið sagt mér einhverja skemmtilega hljómsveitarsögu? R Við vorum einmitt að ræða það um daginn á þessum túr Síðan stung- um við hann af en þá stal hann einhverju hjóli og kom hjólandi á eftir okkur svo við stigum upp í leigubíl og fórum þannig heim.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.