Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 29.09.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 Í AÐ SKIPTA UM K ANT OG BLEIUR JAFNGÓÐUR Hvernig er tilfinningin a ð ganga um götur Reykjavíkur sem Íslands - og bikarmeistari í knattspyrnu? Hún er bara frábær. Und anfarnir dagar eru búnir að vera mjög skem mtilegir og allir eru mjög spenntir fyrir laug ardeginum, að klára tímabilið vonandi með s igri á Hlíðarenda. Þú varst þrettán ára þeg ar KR vann tvöfalt sumarið ’99. Hefur þetta verið markmiðið allar göngur síðan? Já, þetta er búið að vera draumurinn lengi. Það var einn skemmtilegast i dagur lífs míns þegar KR vann ‘99. Maður gley mir því seint, maður fór á Rauða ljónið og sá Gum ma Ben, Einar Þór og allar þessar hetjur, það var allt stappað, sungið fram á nótt og maður m átti vaka lengur. Við liðs - félagarnir sem upplifðu m það ætlum að reyna að endurskapa þá stem ningu á laugardaginn. Þú varst átján ára þegar þú hélst út til Celtic í atvinnumennskuna og e ftir það komst þú við í nokkrum liðum í Skotla ndi og Noregi. Hvernig kunnir þú við lífið sem a tvinnumaður? Það var mjög skemmtile gt þótt það hafi kannski verið erfitt að fa ra svona ungur frá fjölskyldu, vinum, kæru stu og öllu. Skotland er samt ekkert ýkja langt í burtu og maður fékk margar góðar heimsókn ir. Það var skemmtilegu r tími að vera hjá stórliði, æfa með stórstjörnum og sjá hvernig þetta virk ar allt. Að koma aftur í KR var bara eitthvað sem gerðist af því að þetta var kannski ekki alveg b úið að ganga upp eins og maður ætlaði sér en ég sé aldeilis ekki eftir því í dag. Sagan segir að þú sért n okkuð liðtækur píanisti. Stóð aldrei til a ð þú legðir tónlistina fyrir þig frekar en boltan n? Ég veit það nú ekki, ég æ fði í sex ár og kláraði fjögur stig en var svo lat ur að æfa mig og fannst ekki alveg nógu skemm tilegt að spila þessa tónstiga og klassísku lög . Á unglingsaldri gafst ég upp og fannst miklu skemmtilegra í fótbolta . Þú átt tæplega eins árs d óttur. Hvort ert þú betri í að skipta um kan ta eða að skipta um bleiur? Gætir þú gert bæ ði á sama tíma? Þetta er frekar erfið spu rning því ég er mjög góður í báðu. Ætli ég sé ekki bara jafnvígur. Þessa dagana neitar hún að vera kyrr, það er tveggja manna djobb að skipta á henni, svo ég gæti ábyggilega ekki ger t bæði í einu. Segjum sem svo að þú m yndir eignast son á morgun og kærastan þ ín færi fram á að drengurinn yrði skírður Valur. Hver yrðu þín viðbrögð? Það kæmi ekki til greina , bara ekki séns og ég myndi alveg pottþétt fá mínu framgengt í því. Ef KR yrði af einhverjum völdum lagt niður á morgun, til hvaða liðs m yndir þú þá ganga? Þetta er erfiðasta spurni ng sem ég hef fengið. Ætli ég myndi ekki bara hætta í fótbolta, það er að segja ef ég kæmist ek ki til útlanda. Hvað er framundan? Það er að klára leikinn á laugardaginn og hafa svolítið gaman í no kkra daga eftir það. Ég held að það sé frí eftir þ að og þá kemst maður vonandi til útlanda með fjölskyldunni að slaka á og rifja upp skemmtileg u minningar sumarsins . Hvað atvinnumennsku varðar er ég svo sem ekkert búinn að gefast u pp. Ég er kannski ekki beint ungur lengur en é g á helling inni og Rúna r Kristins er búinn að ger a mig að betri fótbolta- manni svo það væri gam an að komast aftur út. elg KJARTAN HENRY Fyrstu sex: 090786. Uppáhaldsmatur: Lasagna hjá mömmu. Uppáhaldsknattspyrnumaður fyrr og síðar: Eric Cantona. M yn d/ G ol li Kjartan Henry Fin nbogason er markahæsti leikmaður Ísl ands- og bikarmeistaraliðs KR-inga á tímabil- inu sem senn er afstaðið. Hann segir það æskudraum að vinna tvöfalt og segist flinkur í bleiuskipti ngum. HVER Í KR-LIÐINU ER... ...fyndnastur? Hróar Sigurðsson. ...verst klæddur? Þetta verður viðkvæmt, ég segi Dofri Snorrason. ...latastur? Ég sjálfur. ...klikkaðastur? Gunnar Örn Jónsson. ...efnilegastur? Bjarni Guðjónsson. ...besti söngvarinn? Það hefur ekki reynt mikið á það en ég hugsa að liðsfélagarnir vilji meina að það sé ég. ...besti dansarinn? Viktor Bjarki Arnarsson. ...mesti vælukjóinn? Viktor Bjarki Arnarsson.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.