Monitor - 29.09.2011, Side 8

Monitor - 29.09.2011, Side 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2011 4999 Eins og flestum er kunnugt er mest hægt að eiga 5.000 vini á Facebook. Monitor gróf upp þjóðþekkt andlit sem hafa fyllt vinakvótann sinn á þessari vinsælustu samskiptasíðu heims. 5.000 SKYNDILEGA LOGAÐI ALLT AF VINABEIÐNUM Mynd/Golli vina klúbburinn 4937 4973 4996 4419 4905 4776 4969 Í lifanda lífi þykir gott að eiga marga að og vera vinamargur. Hvort það eigi einnig við á Facebook má eflaust deila um. Nokkrir Íslendingar hafa gerst svo frægir að fylla vinakvótann sinn á Facebook en síðan býður mest upp á að einstaklingar eigi 5.000. Hér má líta lista af fólki sem boðið yrði að ganga í 5.000 vina klúbbinn, klúbb yfir vinsælustu Íslendingana á Facebook. Eins og glöggir taka eftir eiga fæstir þeirra þó nákvæmlega 5.000 vini enda þykir sennilega flestum best að eiga eitthvað pláss eftir á síðunni sinni til senda sjálfir út vinabeiðnir. Tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi. elg Hvernig notar þú helst Facebook-síðuna þína? Ég er aðallega með þetta til að fylgjast með vinum og fjölskyldu og hvað er að gerast hjá þeim. Maður er náttúrlega núna í níu til fimm starfi svo maður er kannski ekki í sömu samskiptum við alla og þegar maður var atvinnumaður. Þess vegna er þetta mjög þægilegt fyrir mig til að geta haldið sambandi við alla. Fyrir svona fólk eins og mig sem er svolítið athyglissjúkt þá getur samt verið mjög gaman að vera á þessu og setja eitthvað inn um sjálfan sig. Ég var með bloggsíðu í gamla daga og þetta tók hálfpartinn við af því, maður kom öllum upplýsingunum til skila í gegnum Facebook. Notar þú Facebook í vinnunni? Það er nú kannski ekki vel séð að maður sé mikið inni á þessu í vinnunni en þetta er samt líka hörkuviðskiptatæki og tengslanet. Það virðast allir vera með kveikt á þessu og oft er Facebook auð- veldasta leiðin til að ná í fólk. Þetta hefur sína kosti og galla, maður verður bara að passa að verða ekki háður þessu. Þú ert einkaþjálfari og ert þar af leiðandi væntanlega dug- legur í ræktinni. Ert þú mikið að skrifa „statusa“ um hvað þú varst duglegur í ræktinni á hverjum degi? Nei, ég get nú ekki sagt það. Eftir að ég hætti hef ég líka slaufað mér svolítið út úr öllum þessum æfingum. Maður var náttúrlega búinn að vera að æfa tvisvar á dag í tíu ár liggur við og síðan ég hætti í sumar þá hefur það hálfpartinn liðið undir lok. Ég ákvað að taka mér smá frí frá þjálfun og íþróttum og ætla svo bara að byrja þegar maður er ferskur, maður á bara að gera þá hluti sem manni finnst skemmti- legastir hverju sinni. Hvað heldur þú að þú myndir heilsa stóru hlutfalli vina þinna á Facebook úti á götu (í prósentum talið)? Ætli það séu ekki svona fimm prósent kannski. Ég heilsa samt að sjálfsögðu öllum Facebook-vinum mínum sem heilsa mér á undan en ég er kannski ekki alveg með það á hreinu hverjir eru vinir manns og hverjir ekki. Hvenær fékkst þú þér Facebook? Ég var alveg með þeim síðustu sem fékk sér Facebook, að mér fannst. Ég var alltaf bara sáttur á MySpace og með bloggsíðuna en svo fékk ég mér síðu eftir Ólympíuleikana 2008 og fljótlega fékk ég 15.000 vinabeiðnir og samþykkti bara alla sem „ödduðu“ mér og ég var ekkert að pæla í einu né neinu og fyllti vinalistann bara einn, tveir og bingó. Eftir sátu 10.000 vinabeiðnir sem ég gat ekkert gert við og þar á meðal voru fullt af alvöruvinum mínum og þetta hef ég aldrei náð að lagfæra. Ertu þá ennþá með þessar 10.000 vinabeiðnir óhreyfðar? Fjöldinn hefur reyndar minnkað, eins og þær eyðist með tímanum, og eru núna í 7.500. Eða ég held að þær eyðist, nema að fólk hafi orðið leitt á því að bíða og tekið vinabeiðnina til baka (hlær). LOGI GEIRSSON Fyllti kvótann einn, tveir og bingó Fljótlega fékk ég 15.000 vinabeiðn- ir og samþykkti bara alla sem „ödduðu“ mér ANNÍE MIST ÞÓR Hvernig notar þú helst Face- book-síðuna þína? Seinasta árið hef ég notað hana mest sem auglýsingatæki fyrir mig sjálfa. Hvað heldur þú að þú myndir heilsa stóru hlutfalli vina þinna á Facebook úti á götu (í prósentum talið)? Ætli það séu ekki svona tíu prósent. Hefur þú haft einhverja ákveðna stefnu gagnvart vinabeiðnunum sem þú færð? Samþykkir þú allar? Þegar ég byrjaði með Facebook þá samþykkti ég bara fólk sem ég þekkti vel og fólk sem ég myndi til dæmis heilsa úti á götu. Síðan fór maður að segja meira og meira „já“ við fólki sem tengdist cross-fit og þá byrjaði ég smám saman að vera með þá reglu að fólkið þyrfti að eiga að minnsta kosti tíu vini sameiginlega með mér. Síðan fór mér að finnast hálfdónalegt að segja „nei“ við fólk sem átti kannski átta eða níu sameiginlega vini svo á endanum fór ég að samþykkja alla. Finnur þú fyrir pressu að eiga svona marga vini á Facebook, til dæmis að þú þurfir alltaf að vera sniðug? Nei, alls ekki þannig. Þetta er miklu meira áreiti samt heldur en áður en maður átti svona marga vini þarna. Maður er að fá svo mikið af tölvupóstum frá fólki þannig að ég er eiginlega búin að gefast upp á að svara þessu öllu. Ég reyni að svara öllum Íslendingum sem senda mér póst á Facebook en ég er hætt að svara öðrum. Fyrr á árinu var gerð rannsókn í Skotlandi sem benti til að fólk sem ætti fleiri vini á Facebook væri almennt stressaðra heldur en það fólk sem á færri vini. Finnur þú fyrir þessu? Ég held að ég sé nú ekki stressuð manneskja vegna Facebook, ég held að það sé ýmislegt annað sem hefur áhrif á stressþáttinn hjá mér (hlær). Fær krípí töl Síðan hrundi ekki og það er voðalega gaman að eiga afmæli á Facebook. VA LA G RA N D ER PU R FR IÐ RI K Ó M A R FR IÐ RI K D Ó R H EM M IG U N N H ER A BJ Ö RK SI M M I EI N A R BÁ RÐ A R 4969

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.